Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2020 16:45 Hvítir frauðkassar, hlaðnir ferskum fiski, á leið um borð í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Við munum vinna úr stöðunni frá degi til dags og reynum að tryggja að fiskurinn komist á markað,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, spurður um hvort íslenskir fiskútflytjendur, sem nýtt hafa sér fraktflug með ferskan fisk, þurfi að hafa áhyggjur vegna ástandsins í flugsamgöngum heims vegna kórónu-faraldursins. „Við höfum nokkur járn í eldinum og erum bjartsýn á að við getum haldið þessu gangandi með farþegavélunum áfram og síðan mætt umfram þörf með fraktvélunum okkar ef þarf,“ segir Gunnar.Ein af vélum Bláfugls á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm.„Við hjá Bláfugli höldum óbreyttri áætlun með fraktvélar okkar, sem hafa ásamt okkar áhöfnum undanþágur frá lokunum,“ segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls, sem einnig sinnir flugi með ferskan fisk frá Íslandi.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrr í dag skýrði Vísir frá ótta ráðamanna norskra laxeldisfyrirtækja um að brenna inni með ferskan lax nú þegar snarlega dregur úr farþegaflugi. Rétt eins og íslenskir fiskframleiðendur hafa þeir getað nýtt farangursrými farþegavéla undir sjávarafurðir. Sjá hér: Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum „Við erum að nýta þær farþegavélar sem eru að fljúga til Ameríku í dag og höfum náð að anna eftirspurn með því að fylla í allt tómt pláss sem við höfum í leiðarkerfinu. Síðan setjum við upp fraktflug eftir þörfum til Ameríku og í dag er til dæmis full fraktvél á leiðinni til Boston til viðbótar við farþegavélarnar sem fljúga vestur í dag. Við fljúgum svo einu sinni til tvisvar sinnum á dag til Evrópu á fraktflugvél og getum aukið framboð þangað eftir því sem þörfin kallar,“ segir Gunnar Már hjá Icelandair Cargo.Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls.Steinn Logi hjá Bláfugli segir um helming allra vöruflutninga á Norður-Atlantshafinu hafa verið með farþegavélum. Sú flutningsgeta minnki með minnkandi farþegaflugi. „Núna berast fréttir af því að til dæmis American Airlines og Delta séu að skipuleggja fraktflutninga með tómum farþegaflugvélum yfir hafið. Eitt sem gerir þetta mögulegt er mikil lækkun á eldsneytisverði ásamt því sem fraktgjöld hækka. Mér sýnist þetta vera það sama og er að gerast með norska útflytjendur,“ segir Steinn Logi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fiskeldi Fréttir af flugi Icelandair Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi. 18. mars 2020 13:45 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
„Við munum vinna úr stöðunni frá degi til dags og reynum að tryggja að fiskurinn komist á markað,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, spurður um hvort íslenskir fiskútflytjendur, sem nýtt hafa sér fraktflug með ferskan fisk, þurfi að hafa áhyggjur vegna ástandsins í flugsamgöngum heims vegna kórónu-faraldursins. „Við höfum nokkur járn í eldinum og erum bjartsýn á að við getum haldið þessu gangandi með farþegavélunum áfram og síðan mætt umfram þörf með fraktvélunum okkar ef þarf,“ segir Gunnar.Ein af vélum Bláfugls á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm.„Við hjá Bláfugli höldum óbreyttri áætlun með fraktvélar okkar, sem hafa ásamt okkar áhöfnum undanþágur frá lokunum,“ segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls, sem einnig sinnir flugi með ferskan fisk frá Íslandi.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrr í dag skýrði Vísir frá ótta ráðamanna norskra laxeldisfyrirtækja um að brenna inni með ferskan lax nú þegar snarlega dregur úr farþegaflugi. Rétt eins og íslenskir fiskframleiðendur hafa þeir getað nýtt farangursrými farþegavéla undir sjávarafurðir. Sjá hér: Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum „Við erum að nýta þær farþegavélar sem eru að fljúga til Ameríku í dag og höfum náð að anna eftirspurn með því að fylla í allt tómt pláss sem við höfum í leiðarkerfinu. Síðan setjum við upp fraktflug eftir þörfum til Ameríku og í dag er til dæmis full fraktvél á leiðinni til Boston til viðbótar við farþegavélarnar sem fljúga vestur í dag. Við fljúgum svo einu sinni til tvisvar sinnum á dag til Evrópu á fraktflugvél og getum aukið framboð þangað eftir því sem þörfin kallar,“ segir Gunnar Már hjá Icelandair Cargo.Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls.Steinn Logi hjá Bláfugli segir um helming allra vöruflutninga á Norður-Atlantshafinu hafa verið með farþegavélum. Sú flutningsgeta minnki með minnkandi farþegaflugi. „Núna berast fréttir af því að til dæmis American Airlines og Delta séu að skipuleggja fraktflutninga með tómum farþegaflugvélum yfir hafið. Eitt sem gerir þetta mögulegt er mikil lækkun á eldsneytisverði ásamt því sem fraktgjöld hækka. Mér sýnist þetta vera það sama og er að gerast með norska útflytjendur,“ segir Steinn Logi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fiskeldi Fréttir af flugi Icelandair Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi. 18. mars 2020 13:45 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi. 18. mars 2020 13:45