Gengur ágætlega að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. mars 2020 18:54 Guðlaugur Þór Þórðarson segir að ágætlega gangi að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis heim. SIGURJÓN ÓLASON Ágætlega gengur að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins. Um 5400 manns sem eru á skrá hjá borgaraþjónustunni eru enn staddir erlendis. Ríki um allan heim herða nú aðgerðir sínar vegna Kórónuveirunnar. Stjórnvöld í Þýskalandi tilkynntu í dag að þau loki landamærum sínum að Frakklandi, Sviss og Austurríki að stærstum hluta á morgun. Íslensk stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ágætlega gangi að koma Íslendingum hingað til landsins. Sólarhringsvakt er hjá borgaraþjónustunni og nóg að gera. „Í morgun þá höfðum við svarað frá fimm í gær um fjögur hundruð erindum þannig að ég á von á því að það hafi aukist mjög í dag. Eins og þú sérð er mjög mikið að gera hér og við eigum ekki von á því að það breytist,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Hann segir lykilatriði að Íslendingar erlendis láti vita af sér og skrái sig inn í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins. „Það eru um 6.600 manns síðast þegar ég vissi á skrá. Af þeim eru 1.200 komnir heim þannig aðþað eru 5.400 sem eru í útlöndum enn og hafa skráð sig,“ sagði Guðlaugur. Þá hefur ákvörðun danskra yfirvalda um að loka landamærum Danmerkur verið gagnrýnd. „Við erum búin að vera í samskiptum við Dani og aðrar Norðurlandaþjóðir og ég var ekki sáttur með það, og kom því á framfræri að við fengum ekki að vita þetta áður en þeir fóru út með þetta í fjölmiðla. Ég hef verið í mjög góðu samskipti við danska kollega minn og við höfum verið að leggja á ráðin, hann er nú í forystu í Norðurlandasamstarfinu, um það hvernig er hægt að virkja best það samstarf. Þannig að t.d. samskiptin á milli borgaraþjónustunnar verði eins skilvirk og hægt er. Það sem við getum unnið saman til að hjálpa þegnum okkar landa munum við gera,“ sagði Guðlaugur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12 Þýskaland lokar landamærunum að stærstum hluta á mánudag Í Austurríki hafa stjórnvöld bannað samkomur með fimm manns eða fleiri. 15. mars 2020 15:46 Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Ágætlega gengur að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins. Um 5400 manns sem eru á skrá hjá borgaraþjónustunni eru enn staddir erlendis. Ríki um allan heim herða nú aðgerðir sínar vegna Kórónuveirunnar. Stjórnvöld í Þýskalandi tilkynntu í dag að þau loki landamærum sínum að Frakklandi, Sviss og Austurríki að stærstum hluta á morgun. Íslensk stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ágætlega gangi að koma Íslendingum hingað til landsins. Sólarhringsvakt er hjá borgaraþjónustunni og nóg að gera. „Í morgun þá höfðum við svarað frá fimm í gær um fjögur hundruð erindum þannig að ég á von á því að það hafi aukist mjög í dag. Eins og þú sérð er mjög mikið að gera hér og við eigum ekki von á því að það breytist,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Hann segir lykilatriði að Íslendingar erlendis láti vita af sér og skrái sig inn í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins. „Það eru um 6.600 manns síðast þegar ég vissi á skrá. Af þeim eru 1.200 komnir heim þannig aðþað eru 5.400 sem eru í útlöndum enn og hafa skráð sig,“ sagði Guðlaugur. Þá hefur ákvörðun danskra yfirvalda um að loka landamærum Danmerkur verið gagnrýnd. „Við erum búin að vera í samskiptum við Dani og aðrar Norðurlandaþjóðir og ég var ekki sáttur með það, og kom því á framfræri að við fengum ekki að vita þetta áður en þeir fóru út með þetta í fjölmiðla. Ég hef verið í mjög góðu samskipti við danska kollega minn og við höfum verið að leggja á ráðin, hann er nú í forystu í Norðurlandasamstarfinu, um það hvernig er hægt að virkja best það samstarf. Þannig að t.d. samskiptin á milli borgaraþjónustunnar verði eins skilvirk og hægt er. Það sem við getum unnið saman til að hjálpa þegnum okkar landa munum við gera,“ sagði Guðlaugur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12 Þýskaland lokar landamærunum að stærstum hluta á mánudag Í Austurríki hafa stjórnvöld bannað samkomur með fimm manns eða fleiri. 15. mars 2020 15:46 Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12
Þýskaland lokar landamærunum að stærstum hluta á mánudag Í Austurríki hafa stjórnvöld bannað samkomur með fimm manns eða fleiri. 15. mars 2020 15:46
Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30