Enski boltinn

Vill fella niður bikarkeppnir til að klára deildina

Ísak Hallmundarson skrifar
Jenas ásamt kollegum sínum
Jenas ásamt kollegum sínum vísir/getty
Sparkspekingurinn og fyrrum fótboltamaðurinn Jermaine Jenas vill að bikarkeppnir þessa tímabils verði lagðar niður og í staðinn verði áhersla lögð á að klára allar deildarkeppnir.

,,Við verðum að hugsa smærra í augnablikinu, sleppum bikarkeppnunum á þessu tímabili og klárum deildina á meðan við getum, jafnvel þó að það þýði að við frestum EM um eitt ár,“ sagði Jenas.

,,Ég held að deildirnar skipti mestu máli. Það er ómögulegt að allir verði sáttir, aðeins helmingur Úrvalsdeildarliða væri sáttur ef deildin yrði flautuð af núna. Að komast upp í Úrvalsdeildina eða falla úr henni hefur mikið að segja fjárhagslega, þess vegna segi ég að bikarkeppnir ættu að víkja fyrir deildunum.“

Ensku deildunum, rétt eins og öllum stærstu deildum Evrópu, hefur verið frestað fram í byrjun aprílmánaðar vegna Kórónuveirunnar.

Ljóst er að Kórónuveirufaraldurinn er að hafa mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á fótboltann og allar íþróttir. Faraldurinn gæti haft mjög slæm áhrif á fjárhagsstöðu íþróttafélaga og samninga leikmanna.


Tengdar fréttir

Hvaða íþróttaviðburðir eru enn í gangi?

Það er lítið um að vera í íþróttaheiminum þessa stundina vegna Kórónuveirunnar. Búið er að fresta keppni í öllum vinsælustu íþróttadeildum heims en þó eru nokkur lönd þar sem enn er verið að leika íþróttir.

Leikmenn tjá sig um ástandið

Kórónuveirufaraldurinn sem hefur geysað um heiminn undanfarinn mánuð hefur heldur betur sett mark sitt á íþróttalíf í heiminum. Öllum vinsælustu íþróttadeildum heims hefur verið frestað í það minnsta fram í byrjun apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×