Fimm leikir úr sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að horfa á aftur Ísak Hallmundarson skrifar 14. mars 2020 12:00 Arshavin í leiknum fræga á Anfield vísir/getty Nú þegar búið er að fresta Ensku Úrvalsdeildinni þar til 4. apríl er tilvalið að rifja upp eftirminnilega leiki úr henni í gegnum tíðina. Ýmislegt hefur gerst á þeim 28 árum frá því að þessi magnaða deild var stofnuð og fyrir þá sem geta ekki ímyndað sér helgi án enska boltans verða rifjaðir upp nokkrir gamlir leikir sem gæti verið vert að horfa á aftur.Liverpool 4-4 Arsenal 21. apríl 2009 Eftirminnilegur leikur fyrir margar sakir. Liverpool var í hörkubaráttu við erkifjendurna í Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Með sigri gegn Arsenal á Anfield hefðu þeir komist á toppinn. Andrey Arshavin sá til þess að svo varð ekki en hann gerði fjögur mörk í þessum klassíska mánudagsleik. Staðan var 1-0 fyrir Arsenal í hálfleik eftir mark frá Arshavin. Liverpool komst í 2-1 forystu snemma í seinni hálfleik en Arshavin bætti við tveimur mörkum og fullkomnaði þrennuna til að koma Arsenal aftur yfir. Fernando Torres skoraði sitt annað mark í leiknum til að jafna metin í 3-3 á 72. mínútu. Arshavin skoraði síðan sitt fjórða mark á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og héldu flestir að hann væri að tryggja skyttunum sigurinn. Allt kom fyrir ekki, Youssi Benayoun jafnaði leikinn fyrir Liverpool á 93. mínútu og niðurstaðan 4-4 jafntefli, eða eins og einn lýsandinn sagði: Liverpool 4 - Arshavin 4.W.B.A. 5-5 Manchester United 19. maí 2013 Síðasti leikur United undir stjórn Sir Alex Ferguson endaði með 10 marka jafntefli þar sem ungur Romelu Lukaku skoraði þrennu til að eyðileggja fullkomna kveðjustund. Eftir hálftíma voru lærisveinar Ferguson komnir 3-0 yfir. Í upphafi seinni hálfleiks voru West Brom búnir að minnka muninn í 3-2 og var það Lukaku sem skoraði annað mark West Brom, en hann hafði komið inn á í hálfleik. Robin van Persie og Javier Hernandez bættu við mörkum fyrir United og staðan orðin 5-2 fyrir þá rauðu. Staðan hélst óbreytt þangað til á 80. mínútu og voru flestir ef ekki allir búnir að bóka sigur hjá Sir Alex í kveðjuleik sínum. En á aðeins 6 mínútna kafla var staðan orðin jöfn. Romelu Lukaku skoraði á 80. mínútu og Youssouf Mulumbu á 81. mínútu. Fimm mínútum síðar, á 86. mínútu, skoraði hinn ungi Lukaku þriðja mark sitt í leiknum og jafnaði metin í 5-5. Ótrúlegur endir á ferli Sir Alex.Portsmouth 7-4 Reading 29. september 2007 Markahæsti leikurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þrír Íslendingar tóku þátt í leiknum, Hermann Hreiðarsson spilaði með Portsmouth og þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson léku með liði Reading. Staðan var 2-1 í hálfleik, Portsmouth hafði skorað fyrstu tvö mörkin og Reading minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks. Reading náði svo að jafna áður en Hermann nokkur Hreiðarsson kom Portsmouth aftur yfir með góðum skalla. Reading klúðruðu víti í stöðunni 3-2 og Portsmouth komust í 5-2. Á einhvern ótrúlegan hátt voru fjögur mörk skoruð til viðbótar í leiknum og mörkin samtals orðin 11, lokatölur 7-4 sigur heimamanna.Newcastle 4-4 Arsenal 5. febrúar 2011 Ein ótrúlegasta endurkoma í sögu deildarinnar. Oft hefur því verið haldið fram að fótbolti sé leikur tveggja hálfleika og þessi leikur var það í orðsins fyllstu merkingu. Arsenal var á þessum tíma í 2. sæti deildarinnar í harðri baráttu við Manchester United um titilinn en Newcastle voru nýliðar í deildinni og börðust fyrir lífi sínu. Theo Walcott kom Arsenal yfir strax á 1. mínútu leiksins og eftir 10 mínútna leik var staðan orðin 0-3 fyrir Arsenal og nokkrir stuðningsmenn Newcastle þegar farnir að tínast úr stúkunni. Robin van Persie virtist síðan endanlega vera að gera út um leikinn þegar hann kom Arsenal í fjögurra marka forystu á 26. mínútu. Staðan 0-4 í hálfleik og fátt sem benti til annars en stórsigurs Arsenal. Allt kom fyrir ekki. Abou Diaby hjá Arsenal var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks. Vandræðagemsinn Joey Barton minnkaði muninn á 68. mínútu úr vítaspyrnu. Þegar 15 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma minnkaði Leon Best muninn í 2-4 og gaf stuðningsmönnum Newcastle veika von um að fá eitthvað út úr leiknum. Barton skoraði síðan úr annarri vítaspyrnu á 83. mínútu og fjórum mínútum síðar var Cheick Tioté búinn að jafna metin með einu flottasta marki tímabilsins. Ótrúlegt 4-4 jafntefli niðurstaðan. Arsenal náði sér ekki á strik restina af tímabilinu og endaði í 4. sæti.Tottenham 3-5 Manchester United 29. september 2001 Annar tveggja hálfleika leikur. Á tímum Sir Alex Ferguson hjá Manchester United átti liðið margar ótrúlegar endurkomur en þetta var vafalítið sú besta. Tottenham-liðið sundurspilaði lærisveina Sir Alex í fyrri hálfleik með Gus Poyet og Les Ferdinand í fararbroddi. Christian Ziege virtist gera út um vonir Rauðu Djöflanna undir lok fyrri hálfleiks þegar hann kom Spurs í 3-0. Eflaust hefur Ferguson tekið hárblásarann góða á leikmenn sína og þeir mættu af miklum krafti inn í síðari hálfleikinn. Andy Cole minnkaði muninn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og á 58. mínútu var staðan orðin 3-2 eftir mark frá Laurent Blanc. Markakóngurinn Ruud van Nistelrooy jafnaði metin á 72. mínútu og fjórum mínútum síðar var Juan Sebastián Verón búinn að koma United yfir. David Beckham kórónaði svo eina ótrúlegustu endurkomu í sögu Manchester United með glæsilegu skoti rétt innan úr vítateignum. United átti svo eftir að endurtaka leikinn vorið 2009 þegar þeir snéru 0-2 hálfleiksforystu Tottenham á Old Trafford í 5-2 sigur. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Nú þegar búið er að fresta Ensku Úrvalsdeildinni þar til 4. apríl er tilvalið að rifja upp eftirminnilega leiki úr henni í gegnum tíðina. Ýmislegt hefur gerst á þeim 28 árum frá því að þessi magnaða deild var stofnuð og fyrir þá sem geta ekki ímyndað sér helgi án enska boltans verða rifjaðir upp nokkrir gamlir leikir sem gæti verið vert að horfa á aftur.Liverpool 4-4 Arsenal 21. apríl 2009 Eftirminnilegur leikur fyrir margar sakir. Liverpool var í hörkubaráttu við erkifjendurna í Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Með sigri gegn Arsenal á Anfield hefðu þeir komist á toppinn. Andrey Arshavin sá til þess að svo varð ekki en hann gerði fjögur mörk í þessum klassíska mánudagsleik. Staðan var 1-0 fyrir Arsenal í hálfleik eftir mark frá Arshavin. Liverpool komst í 2-1 forystu snemma í seinni hálfleik en Arshavin bætti við tveimur mörkum og fullkomnaði þrennuna til að koma Arsenal aftur yfir. Fernando Torres skoraði sitt annað mark í leiknum til að jafna metin í 3-3 á 72. mínútu. Arshavin skoraði síðan sitt fjórða mark á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og héldu flestir að hann væri að tryggja skyttunum sigurinn. Allt kom fyrir ekki, Youssi Benayoun jafnaði leikinn fyrir Liverpool á 93. mínútu og niðurstaðan 4-4 jafntefli, eða eins og einn lýsandinn sagði: Liverpool 4 - Arshavin 4.W.B.A. 5-5 Manchester United 19. maí 2013 Síðasti leikur United undir stjórn Sir Alex Ferguson endaði með 10 marka jafntefli þar sem ungur Romelu Lukaku skoraði þrennu til að eyðileggja fullkomna kveðjustund. Eftir hálftíma voru lærisveinar Ferguson komnir 3-0 yfir. Í upphafi seinni hálfleiks voru West Brom búnir að minnka muninn í 3-2 og var það Lukaku sem skoraði annað mark West Brom, en hann hafði komið inn á í hálfleik. Robin van Persie og Javier Hernandez bættu við mörkum fyrir United og staðan orðin 5-2 fyrir þá rauðu. Staðan hélst óbreytt þangað til á 80. mínútu og voru flestir ef ekki allir búnir að bóka sigur hjá Sir Alex í kveðjuleik sínum. En á aðeins 6 mínútna kafla var staðan orðin jöfn. Romelu Lukaku skoraði á 80. mínútu og Youssouf Mulumbu á 81. mínútu. Fimm mínútum síðar, á 86. mínútu, skoraði hinn ungi Lukaku þriðja mark sitt í leiknum og jafnaði metin í 5-5. Ótrúlegur endir á ferli Sir Alex.Portsmouth 7-4 Reading 29. september 2007 Markahæsti leikurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þrír Íslendingar tóku þátt í leiknum, Hermann Hreiðarsson spilaði með Portsmouth og þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson léku með liði Reading. Staðan var 2-1 í hálfleik, Portsmouth hafði skorað fyrstu tvö mörkin og Reading minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks. Reading náði svo að jafna áður en Hermann nokkur Hreiðarsson kom Portsmouth aftur yfir með góðum skalla. Reading klúðruðu víti í stöðunni 3-2 og Portsmouth komust í 5-2. Á einhvern ótrúlegan hátt voru fjögur mörk skoruð til viðbótar í leiknum og mörkin samtals orðin 11, lokatölur 7-4 sigur heimamanna.Newcastle 4-4 Arsenal 5. febrúar 2011 Ein ótrúlegasta endurkoma í sögu deildarinnar. Oft hefur því verið haldið fram að fótbolti sé leikur tveggja hálfleika og þessi leikur var það í orðsins fyllstu merkingu. Arsenal var á þessum tíma í 2. sæti deildarinnar í harðri baráttu við Manchester United um titilinn en Newcastle voru nýliðar í deildinni og börðust fyrir lífi sínu. Theo Walcott kom Arsenal yfir strax á 1. mínútu leiksins og eftir 10 mínútna leik var staðan orðin 0-3 fyrir Arsenal og nokkrir stuðningsmenn Newcastle þegar farnir að tínast úr stúkunni. Robin van Persie virtist síðan endanlega vera að gera út um leikinn þegar hann kom Arsenal í fjögurra marka forystu á 26. mínútu. Staðan 0-4 í hálfleik og fátt sem benti til annars en stórsigurs Arsenal. Allt kom fyrir ekki. Abou Diaby hjá Arsenal var rekinn af velli í upphafi seinni hálfleiks. Vandræðagemsinn Joey Barton minnkaði muninn á 68. mínútu úr vítaspyrnu. Þegar 15 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma minnkaði Leon Best muninn í 2-4 og gaf stuðningsmönnum Newcastle veika von um að fá eitthvað út úr leiknum. Barton skoraði síðan úr annarri vítaspyrnu á 83. mínútu og fjórum mínútum síðar var Cheick Tioté búinn að jafna metin með einu flottasta marki tímabilsins. Ótrúlegt 4-4 jafntefli niðurstaðan. Arsenal náði sér ekki á strik restina af tímabilinu og endaði í 4. sæti.Tottenham 3-5 Manchester United 29. september 2001 Annar tveggja hálfleika leikur. Á tímum Sir Alex Ferguson hjá Manchester United átti liðið margar ótrúlegar endurkomur en þetta var vafalítið sú besta. Tottenham-liðið sundurspilaði lærisveina Sir Alex í fyrri hálfleik með Gus Poyet og Les Ferdinand í fararbroddi. Christian Ziege virtist gera út um vonir Rauðu Djöflanna undir lok fyrri hálfleiks þegar hann kom Spurs í 3-0. Eflaust hefur Ferguson tekið hárblásarann góða á leikmenn sína og þeir mættu af miklum krafti inn í síðari hálfleikinn. Andy Cole minnkaði muninn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og á 58. mínútu var staðan orðin 3-2 eftir mark frá Laurent Blanc. Markakóngurinn Ruud van Nistelrooy jafnaði metin á 72. mínútu og fjórum mínútum síðar var Juan Sebastián Verón búinn að koma United yfir. David Beckham kórónaði svo eina ótrúlegustu endurkomu í sögu Manchester United með glæsilegu skoti rétt innan úr vítateignum. United átti svo eftir að endurtaka leikinn vorið 2009 þegar þeir snéru 0-2 hálfleiksforystu Tottenham á Old Trafford í 5-2 sigur.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira