Enski boltinn

Arteta með kórónuveiruna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arteta þarf í sóttkví næstu tvær vikurnar.
Arteta þarf í sóttkví næstu tvær vikurnar. vísir/getty
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með kórónuveiruna. Þetta staðfesti Lundúnarfélagið í yfirlýsingu sem þeir birtu nú undir kvöld á miðlum félagsins.

Í yfirlýsingunni segir að félagið hafi neyðst til að loka London Colney, æfingasvæði félagsins, eftir að það kom í ljós að Arteta væri kominn með veiruna.







Í yfirlýsingunni segir enn fremur að allir þeir sem hafi unnið náið með Arteta síðustu daga muni nú fara í sóttkví en það er ljóst að það eru ansi margir sem eru á leið í sóttkví; bæði leikmenn og starfslið félagsins.

Í yfirlýsingunni segir einnig að félagið muni vinna náið með heilbrigðisyfirvöldum sem og ensku úrvalsdeildinni en Arsenal mun ekki spila á næstunni. Svo mikið er víst.

Liðið átti að mæta Brighton á útivelli á laugardaginn en allar líkur eru á því að þeim leik verði frestað. Enska úrvalsdeildin gaf þó út fyrr í kvöld að ekki stæði til að fresta leikjum en ljóst er að fresta þarf að minnsta kosti leikjum Arsenal næstu vikurnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×