Biden-lestin á fullu skriði Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 06:16 Joe Biden og eiginkona hans Jill ræða hér við stuðningsmenn á kosningafundi í Philadelphiu í nótt. Getty/Mark Makela Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stendur uppi sem sigurvegari næturinnar í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust. Demókratar í sex ríkjum Bandaríkjanna greiddu atkvæði í gær og sigraði Biden í hið minnsta fjórum þeirra. Niðurstaðna er enn að vænta úr tveimur ríkjum en sem stendur er keppinautur Biden, öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, þar með forystu. Forskot Sanders í Washingtonríki er þó ekki nema nokkur þúsund atkvæði og eru stjórnmálaspekingar vestanhafs því ekki tilbúnir að lýsa Sanders sigurvegara þar. Ef fer sem horfir bætti Biden við sig 153 kjörfundarfulltrúum í nótt og Sanders 89. Alls þarf 1993 fulltrúa til að tryggja sér útnefningu Demókrataflokksins á landsfundi hans í sumar. Sem fyrr segir á þó enn eftir að klára talninguna og eru 110 kjörfundarfulltrúar enn í pottinum. Því gæti myndin breyst eitthvað eftir því sem fram líða stundir. Framboð Biden hefur verið á miklu skriði undanfarna daga og vikur. Eftir slakt gengi í fyrstu þremur ríkjunum tókst Biden að snúa taflinu sér í vil í Suður-Karólínu og hefur síðan þá sópað til sín hverju ríkinu á fætur öðru. Eftir gott gengi á Ofurþriðjudeginum svokallaða í síðustu viku, þar sem greidd voru atkvæði í 14 ríkjum samtímis, tók Biden forystu í forvalinu. Það skilaði honum ekki aðeins fjölda kjörfundarfulltrúa heldur stuðningi mótframbjóðenda hans sem hafa lagst á sveif með varaforsetanum fyrrverandi að undanförnu; eins og Pete Buttigieg, Amy Klobuchar, Michael Bloomberg og Cory Booker. Næst ganga demókratar að kjörborðinu á Norður-Maríönueyjum á laugardag þar sem sigur veitir 6 fulltrúa. Næsta stóra próf er hins vegar á þriðjudaginn í næstu viku. Þá er kosið í fjórum ríkjum samtímis; Flórída, Arizona, Illinois og Ohio sem samanlagt veita 577 kjörfundarfulltrúa. Þar er Biden jafnframt spáð góðu gengi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 15:46 Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 15:19 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stendur uppi sem sigurvegari næturinnar í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust. Demókratar í sex ríkjum Bandaríkjanna greiddu atkvæði í gær og sigraði Biden í hið minnsta fjórum þeirra. Niðurstaðna er enn að vænta úr tveimur ríkjum en sem stendur er keppinautur Biden, öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, þar með forystu. Forskot Sanders í Washingtonríki er þó ekki nema nokkur þúsund atkvæði og eru stjórnmálaspekingar vestanhafs því ekki tilbúnir að lýsa Sanders sigurvegara þar. Ef fer sem horfir bætti Biden við sig 153 kjörfundarfulltrúum í nótt og Sanders 89. Alls þarf 1993 fulltrúa til að tryggja sér útnefningu Demókrataflokksins á landsfundi hans í sumar. Sem fyrr segir á þó enn eftir að klára talninguna og eru 110 kjörfundarfulltrúar enn í pottinum. Því gæti myndin breyst eitthvað eftir því sem fram líða stundir. Framboð Biden hefur verið á miklu skriði undanfarna daga og vikur. Eftir slakt gengi í fyrstu þremur ríkjunum tókst Biden að snúa taflinu sér í vil í Suður-Karólínu og hefur síðan þá sópað til sín hverju ríkinu á fætur öðru. Eftir gott gengi á Ofurþriðjudeginum svokallaða í síðustu viku, þar sem greidd voru atkvæði í 14 ríkjum samtímis, tók Biden forystu í forvalinu. Það skilaði honum ekki aðeins fjölda kjörfundarfulltrúa heldur stuðningi mótframbjóðenda hans sem hafa lagst á sveif með varaforsetanum fyrrverandi að undanförnu; eins og Pete Buttigieg, Amy Klobuchar, Michael Bloomberg og Cory Booker. Næst ganga demókratar að kjörborðinu á Norður-Maríönueyjum á laugardag þar sem sigur veitir 6 fulltrúa. Næsta stóra próf er hins vegar á þriðjudaginn í næstu viku. Þá er kosið í fjórum ríkjum samtímis; Flórída, Arizona, Illinois og Ohio sem samanlagt veita 577 kjörfundarfulltrúa. Þar er Biden jafnframt spáð góðu gengi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 15:46 Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 15:19 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Sjá meira
Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 15:46
Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32