Biden-lestin á fullu skriði Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 06:16 Joe Biden og eiginkona hans Jill ræða hér við stuðningsmenn á kosningafundi í Philadelphiu í nótt. Getty/Mark Makela Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stendur uppi sem sigurvegari næturinnar í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust. Demókratar í sex ríkjum Bandaríkjanna greiddu atkvæði í gær og sigraði Biden í hið minnsta fjórum þeirra. Niðurstaðna er enn að vænta úr tveimur ríkjum en sem stendur er keppinautur Biden, öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, þar með forystu. Forskot Sanders í Washingtonríki er þó ekki nema nokkur þúsund atkvæði og eru stjórnmálaspekingar vestanhafs því ekki tilbúnir að lýsa Sanders sigurvegara þar. Ef fer sem horfir bætti Biden við sig 153 kjörfundarfulltrúum í nótt og Sanders 89. Alls þarf 1993 fulltrúa til að tryggja sér útnefningu Demókrataflokksins á landsfundi hans í sumar. Sem fyrr segir á þó enn eftir að klára talninguna og eru 110 kjörfundarfulltrúar enn í pottinum. Því gæti myndin breyst eitthvað eftir því sem fram líða stundir. Framboð Biden hefur verið á miklu skriði undanfarna daga og vikur. Eftir slakt gengi í fyrstu þremur ríkjunum tókst Biden að snúa taflinu sér í vil í Suður-Karólínu og hefur síðan þá sópað til sín hverju ríkinu á fætur öðru. Eftir gott gengi á Ofurþriðjudeginum svokallaða í síðustu viku, þar sem greidd voru atkvæði í 14 ríkjum samtímis, tók Biden forystu í forvalinu. Það skilaði honum ekki aðeins fjölda kjörfundarfulltrúa heldur stuðningi mótframbjóðenda hans sem hafa lagst á sveif með varaforsetanum fyrrverandi að undanförnu; eins og Pete Buttigieg, Amy Klobuchar, Michael Bloomberg og Cory Booker. Næst ganga demókratar að kjörborðinu á Norður-Maríönueyjum á laugardag þar sem sigur veitir 6 fulltrúa. Næsta stóra próf er hins vegar á þriðjudaginn í næstu viku. Þá er kosið í fjórum ríkjum samtímis; Flórída, Arizona, Illinois og Ohio sem samanlagt veita 577 kjörfundarfulltrúa. Þar er Biden jafnframt spáð góðu gengi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 15:46 Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 15:19 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stendur uppi sem sigurvegari næturinnar í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í haust. Demókratar í sex ríkjum Bandaríkjanna greiddu atkvæði í gær og sigraði Biden í hið minnsta fjórum þeirra. Niðurstaðna er enn að vænta úr tveimur ríkjum en sem stendur er keppinautur Biden, öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, þar með forystu. Forskot Sanders í Washingtonríki er þó ekki nema nokkur þúsund atkvæði og eru stjórnmálaspekingar vestanhafs því ekki tilbúnir að lýsa Sanders sigurvegara þar. Ef fer sem horfir bætti Biden við sig 153 kjörfundarfulltrúum í nótt og Sanders 89. Alls þarf 1993 fulltrúa til að tryggja sér útnefningu Demókrataflokksins á landsfundi hans í sumar. Sem fyrr segir á þó enn eftir að klára talninguna og eru 110 kjörfundarfulltrúar enn í pottinum. Því gæti myndin breyst eitthvað eftir því sem fram líða stundir. Framboð Biden hefur verið á miklu skriði undanfarna daga og vikur. Eftir slakt gengi í fyrstu þremur ríkjunum tókst Biden að snúa taflinu sér í vil í Suður-Karólínu og hefur síðan þá sópað til sín hverju ríkinu á fætur öðru. Eftir gott gengi á Ofurþriðjudeginum svokallaða í síðustu viku, þar sem greidd voru atkvæði í 14 ríkjum samtímis, tók Biden forystu í forvalinu. Það skilaði honum ekki aðeins fjölda kjörfundarfulltrúa heldur stuðningi mótframbjóðenda hans sem hafa lagst á sveif með varaforsetanum fyrrverandi að undanförnu; eins og Pete Buttigieg, Amy Klobuchar, Michael Bloomberg og Cory Booker. Næst ganga demókratar að kjörborðinu á Norður-Maríönueyjum á laugardag þar sem sigur veitir 6 fulltrúa. Næsta stóra próf er hins vegar á þriðjudaginn í næstu viku. Þá er kosið í fjórum ríkjum samtímis; Flórída, Arizona, Illinois og Ohio sem samanlagt veita 577 kjörfundarfulltrúa. Þar er Biden jafnframt spáð góðu gengi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 15:46 Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 15:19 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 15:46
Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32