Enski boltinn

Leikmenn Arsenal í sóttkví og leiknum á móti City í kvöld hefur verið frestað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Arsenal fagna marki á móti West Ham United um helgina.
Leikmenn Arsenal fagna marki á móti West Ham United um helgina. Getty/Chloe Knott
Leik Manchester City og Arsenal sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað. Þetta er fyrsti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni sem fer ekki fram vegna kórónuveirunnar.

Ákvörðunin var tekin eftir að upp komst að nokkrir leikmenn Arsenal höfðu hitt eiganda Olympiakos og Nottingham Forrest, Evangelos Marinakis, fyrir tveimur vikum síðan. Evangelos Marinakis greindist seinna með kórónuveiruna.





„Upplýsingarnar sem við fengum frá læknum eru að það séu mjög litlar líkur á því að þeir hafi smitast af Covid-19 veirunni,“ sagði í tilkynningu frá Arsenal.

„Engu að síður þá fylgjum við nákvæmlega eftir fyrirmælum stjórnvalda sem eru að hver sá sem kemst í snertingu við einhvern með veiruna á að fara í sóttkví í fjórtán daga frá þeim degi sem þeir hittust,“ segir enn fremur í tilkynningu Arsenal og þar kemur fram að enska úrvalsdeildin ætli ekki að þvinga Arsenal að spila án þessara leikmanna.

„Þetta þýðir að umræddir leikmenn geta ekki tekið þátt í leiknum á móti Manchester City í kvöld og enska úrvalsdeildin hefur tekið þá ákvörðun að fresta leiknum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×