Enski boltinn

Segir það versta sem gæti gerst væri að þurfa að standa heiðursvörð fyrir Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Liverpool standa hér heiðursvörð fyrir leikmenn Chelsea í maí 2015.
Leikmenn Liverpool standa hér heiðursvörð fyrir leikmenn Chelsea í maí 2015. Getty/John Powell
Tap Manchester City um helgina eykur líkurnar á því að fráfarandi meistarar þurfti að standa heiðursvörð fyrir leikmenn Liverpool þegar liðin mætast í næsta mánuði. Fyrrum leikmanni Manchester City líst ekkert á það.

Manchester City getur fært Liverpool enska meistaratitilinn á silfurfati í þessari viku en það gæti líka tekið Liverpool liðið aðeins lengri tíma að tryggja sér titilinn.

Liverpool vantar sex stig til að tryggja sér titilinn og þau geta Liverpool menn safnað sjálfir með sigrum í næstum tveimur leikjum en eins getur Manchester City liðið misstigið sig enn á ný.

Næstu leikir Liverpool eru á móti Everton á útivelli og Crystal Palace á heimavelli. Eftir það kemur svo að leik á móti Manchester City á Ethiad.

Verði Liverpool búið að tryggja sér enska meistaratitilinn fyrir leikinn á móti Manchester City 4. apríl er það venjan að lið standi heiðursvörð fyrir nýjum meisturum. Shaun Wright-Phillips fagnar því ekki sem fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi stuðningsmaður félagsins.





„Sem stuðningsmaður Manchester City og gamall leikmaður liðsins, þá væri það versta sem gæti gerst væri að þeir þyrftu að standa heiðursvörð fyrir Liverpool liðið,“ sagði Shaun Wright-Phillips eins og sjá má hér fyrir ofan.

„Manchester City liðið er búiið að drottna yfir deildinni í tvö ár en að þurfa að standa heiðursvörðinn væri mjög sárt fyrir City og fyrir mig líka,“ sagði Shaun Wright-Phillips hlæjandi.

Shaun Wright-Phillips er alinn upp hjá Manchester City og spilaði þar til ársins 2005 þegar hann fót til Chelsea. Hann kom aftur til City og var þar á árunum 2008 til 2011.

Wright-Phillips varð enskur meistari með Chelsea en aldrei með Manchester City. Hann var aftur á móti á vellinum, sem leikmaður Queens Park Rangers, þegar Manchester City tryggði sér enska meistaratitilinn í lokaumferðinni 2012. Þá hafði Manchester City ekki orðið enskur meistari síðan 1968 eða í 44 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×