Bayern München Evrópumeistari eftir sigur á PSG 23. ágúst 2020 20:55 Bæjarar fagna sigurmarki Coman í kvöld. getty/ Manu Fernandez Bayern Munchen er sigurvegari Meistaradeildar Evrópu árið 2020. Liðið vann Paris Saint-Germain 1-0 í úrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn fór fram í Lissabon í Portúgal. Parísarliðið fékk betri færi í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað náð forystunni. Manuel Neuer lokaði hinsvegar marki Bæjara og tók allt sem á markið kom. Staðan því markalaus í hálfleik. Bayern hafði öll völd á vellinum í seinni hálfleik og á 59. mínútu kom Frakkinn Kingsley Coman Bæjurum í forystu þegar hann skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Joshua Kimmich, en Thilo Kehrer átti að gera betur í vörn PSG. Franska liðið fékk tækifæri til að jafna leikinn, Manuel Neuer varði stórkostlega frá Marquinhos og á 92. mínútu fékk Neymar síðasta tækifæri Parísarliðsins til að jafna en hann setti boltann rétt framhjá markinu. Lokatölur 1-0 fyrir Bayern Munchen og fyrsti sigur Bayern í keppninni síðan árið 2013 staðreynd. Titillinn fyllilega verðskuldaður og þetta er sjötti Meistaradeildartitill Bæjara frá upphafi. Meistaradeild Evrópu Þýskaland
Bayern Munchen er sigurvegari Meistaradeildar Evrópu árið 2020. Liðið vann Paris Saint-Germain 1-0 í úrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn fór fram í Lissabon í Portúgal. Parísarliðið fékk betri færi í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað náð forystunni. Manuel Neuer lokaði hinsvegar marki Bæjara og tók allt sem á markið kom. Staðan því markalaus í hálfleik. Bayern hafði öll völd á vellinum í seinni hálfleik og á 59. mínútu kom Frakkinn Kingsley Coman Bæjurum í forystu þegar hann skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Joshua Kimmich, en Thilo Kehrer átti að gera betur í vörn PSG. Franska liðið fékk tækifæri til að jafna leikinn, Manuel Neuer varði stórkostlega frá Marquinhos og á 92. mínútu fékk Neymar síðasta tækifæri Parísarliðsins til að jafna en hann setti boltann rétt framhjá markinu. Lokatölur 1-0 fyrir Bayern Munchen og fyrsti sigur Bayern í keppninni síðan árið 2013 staðreynd. Titillinn fyllilega verðskuldaður og þetta er sjötti Meistaradeildartitill Bæjara frá upphafi.