Samherjar með flestar sendingar í Pepsi Max deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 15:30 Eyjólfur Héðinsson í leik með Stjörnunni. Vísir/Bára Stjörnumennirnir Eyjólfur Héðinsson og Alex Þór Hauksson hafa gefið flestar sendingar að meðaltali af öllum leikmönnum Pepsi Max deildar karla í sumar. Boltinn fer greinilega í gegnum miðjuna í leikjum Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í sumar því þar spila þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar sendingar á hverjar 90 mínútur í deildinni til þessa. Eyjólfur Héðinsson er sá leikmaður sem hefur átt flestar sendingar í deildinni eða 63,6 að meðaltali á hverjar níutíu mínútur. 84 prósent af sendingum hans hafa heppnast. Alex Þór Hauksson, liðsfélagi Eyjólfs hjá Stjörnunni, er síðan með 58,6 sendingar að meðaltali á hverjar níutíu mínútur og er aðeins á undan Víkingnum Kára Árnasyni sem er í þriðja sætinu með 57,95 sendingar á hvern heilan leik. Víkingar eiga aftur á móti flesta leikmenn á topp tíu listanum en þessar tölur frá Wyscout tölfræðiveitunni eru fyrir leik Víkinga og Fjölnis í gær. Þá voru þeir Júlíus Magnússon, Sölvi Geir Ottesen og Viktor Örlygur Andrason allir meðal tíu efstu manna. Eyjólfur Héðinsson er annars mjög áberandi á sendingalistum. Hann hefur gefið flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn og er einnig með flestar sókndjarfar sendingar. Alex er í öðru sæti á fyrri listanum en í þriðja sæti yfir sókndjarfar sendingar þar sem Blikinn Damir Muminovic er á milli þeirra. Meðal annarra sem eru á toppnum í sendingatölfræði eru Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson sem átt flestar lykilsendingar sem skapa skotfæri, Valsmaðurinn Aron Bjarnason sem hefur átt flestar langar sendingar og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson sem er með flestar fyrirgjafir. Hilmar Árni hefur einnig tekið flest horn allra leikmanna og KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur tekið flestar aukaspyrnur á sóknarvelli. Stjörnumenn verða í eldlínunni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport þar sem útsendingin hefst klukkan 18.45. Á sama tíma verður leikur Gróttu og Breiðabliks sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Eftir leikina verða síðan Pepsi Max Tilþrifin á Stöð 2 Sport. Flestar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 63,59 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 58,57 3. Kári Árnason, Víkingi 57,95 4. Damir Muminovic, Breiðabliki 57,62 5. Sebastian Hedlund, Val 57,24 6. Júlíus Magnússon, Víkingi 54,32 7. Guðmundur Kristjánsson, FH 54,23 8. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 52,94 9. Lasse Petry, Val 49,95 10. Viktor Örlygur Andrason, Víkingi 48,75 Flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,81 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 11,79 3. Lasse Petry, Val 10,48 4. Haukur Páll Sigurðsson, Val 10,23 5. Björn Daníel Sverrisson, FH 10,09 Flestar sókndjarfar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,97 2. Damir Muminovic, Breiðabliki 12,78 3. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 12,74 4. Kári Árnason, Víkingi 12,31 5. Hjörtur Logi Valgarðsson, FH 11,22 Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Stjörnumennirnir Eyjólfur Héðinsson og Alex Þór Hauksson hafa gefið flestar sendingar að meðaltali af öllum leikmönnum Pepsi Max deildar karla í sumar. Boltinn fer greinilega í gegnum miðjuna í leikjum Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla í sumar því þar spila þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar sendingar á hverjar 90 mínútur í deildinni til þessa. Eyjólfur Héðinsson er sá leikmaður sem hefur átt flestar sendingar í deildinni eða 63,6 að meðaltali á hverjar níutíu mínútur. 84 prósent af sendingum hans hafa heppnast. Alex Þór Hauksson, liðsfélagi Eyjólfs hjá Stjörnunni, er síðan með 58,6 sendingar að meðaltali á hverjar níutíu mínútur og er aðeins á undan Víkingnum Kára Árnasyni sem er í þriðja sætinu með 57,95 sendingar á hvern heilan leik. Víkingar eiga aftur á móti flesta leikmenn á topp tíu listanum en þessar tölur frá Wyscout tölfræðiveitunni eru fyrir leik Víkinga og Fjölnis í gær. Þá voru þeir Júlíus Magnússon, Sölvi Geir Ottesen og Viktor Örlygur Andrason allir meðal tíu efstu manna. Eyjólfur Héðinsson er annars mjög áberandi á sendingalistum. Hann hefur gefið flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn og er einnig með flestar sókndjarfar sendingar. Alex er í öðru sæti á fyrri listanum en í þriðja sæti yfir sókndjarfar sendingar þar sem Blikinn Damir Muminovic er á milli þeirra. Meðal annarra sem eru á toppnum í sendingatölfræði eru Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson sem átt flestar lykilsendingar sem skapa skotfæri, Valsmaðurinn Aron Bjarnason sem hefur átt flestar langar sendingar og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson sem er með flestar fyrirgjafir. Hilmar Árni hefur einnig tekið flest horn allra leikmanna og KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur tekið flestar aukaspyrnur á sóknarvelli. Stjörnumenn verða í eldlínunni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport þar sem útsendingin hefst klukkan 18.45. Á sama tíma verður leikur Gróttu og Breiðabliks sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Eftir leikina verða síðan Pepsi Max Tilþrifin á Stöð 2 Sport. Flestar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 63,59 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 58,57 3. Kári Árnason, Víkingi 57,95 4. Damir Muminovic, Breiðabliki 57,62 5. Sebastian Hedlund, Val 57,24 6. Júlíus Magnússon, Víkingi 54,32 7. Guðmundur Kristjánsson, FH 54,23 8. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 52,94 9. Lasse Petry, Val 49,95 10. Viktor Örlygur Andrason, Víkingi 48,75 Flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,81 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 11,79 3. Lasse Petry, Val 10,48 4. Haukur Páll Sigurðsson, Val 10,23 5. Björn Daníel Sverrisson, FH 10,09 Flestar sókndjarfar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,97 2. Damir Muminovic, Breiðabliki 12,78 3. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 12,74 4. Kári Árnason, Víkingi 12,31 5. Hjörtur Logi Valgarðsson, FH 11,22
Flestar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 63,59 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 58,57 3. Kári Árnason, Víkingi 57,95 4. Damir Muminovic, Breiðabliki 57,62 5. Sebastian Hedlund, Val 57,24 6. Júlíus Magnússon, Víkingi 54,32 7. Guðmundur Kristjánsson, FH 54,23 8. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 52,94 9. Lasse Petry, Val 49,95 10. Viktor Örlygur Andrason, Víkingi 48,75 Flestar sendingar inn á síðasta þriðjunginn í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,81 2. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 11,79 3. Lasse Petry, Val 10,48 4. Haukur Páll Sigurðsson, Val 10,23 5. Björn Daníel Sverrisson, FH 10,09 Flestar sókndjarfar sendingar í Pepsi Max deild karla til þessa: (Sendingar á hverjar 90 mínútur - Wyscout) 1. Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni 12,97 2. Damir Muminovic, Breiðabliki 12,78 3. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 12,74 4. Kári Árnason, Víkingi 12,31 5. Hjörtur Logi Valgarðsson, FH 11,22
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti