Ólafur Helgi segir síðasta daginn hafa verið uppnámslausan Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 16:53 Ólafur Helgi Kjartansson rúllar hér munum út af skrifstofunni sinni á lögreglustöðinni á Suðurnesjum. vísir/sigurjón Ólafur Helgi Kjartansson kvaddi í dag starfsstöð sína hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann mun hefja störf í dómsmálaráðuneytinu næstu mánaðamót sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Með því lýkur áratugalöngum löggæsluferli Ólafs. Þó svo að enn sé rúm vika í að hann taki við nýja starfinu var Ólafur Helgi að ganga frá skrifstofu sinni þegar ljósmyndara bar að garði á Suðurnesjum nú síðdegis. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að hann hafi átt inni nokkra sumarleyfisdaga sem hann hyggst nýta áður en hann fer í dómsmálaráðuneytið. Ólafur fundaði með ráðuneytisstjóra í dag á Suðurnesjum en að sögn DV var það vegna „uppnáms“ í lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Hann hafi t.a.m. reynt að opna læstan skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs þar sem hann á hafa ásælst mannauðsgögn embættisins. Ólafur segir það hins vegar alrangt í samtali við fréttastofu, uppnámið hafi ekki verið neitt. Fundur hans og ráðuneytisstjórans hafi einungis snúið að yfirvofandi starfsskiptum og orlofi næstu daga. Hann hafnar því jafnframt að hafa ætlað að opna skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs. Nokkur styr hefur staðið um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Þannig óskaði Ólafur Helgi eftir því við dómsmálaráðuneytið að veikindaleyfi tveggja starfsmanna embættisins yrði skoðað. Starfsmennirnir fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að aðrir tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þá hafa ráðningamál verið í brennidepli eftir að ljósi var varpað á hæfnismat á umsækjendum um stöðu yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli vorið 2019. Þar var 30 ára starfsreynsla, grunn- og meistaranám í lögfræði, fjórar annir í mannauðsstjórnun og meistaranám í rannsóknum við norskan háskóla lagt að jöfnu við menntun í markþjálfun, eitt ár í Bifröst og eina önn í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Sá sem var með síðarnefndu menntunina var talinn hæfari, sem kom þó ekki að sök því Ólafur Helgi réð hvorugan. Hann vildi ekki tjá sig um innri málefni embættisins í samtali við fréttastofu. Ólafur Helgi segir þó að honum sé annt um embættið og segir að þar vinni gott og heiðarlegt fólk. Lögreglan Tengdar fréttir Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson kvaddi í dag starfsstöð sína hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann mun hefja störf í dómsmálaráðuneytinu næstu mánaðamót sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Með því lýkur áratugalöngum löggæsluferli Ólafs. Þó svo að enn sé rúm vika í að hann taki við nýja starfinu var Ólafur Helgi að ganga frá skrifstofu sinni þegar ljósmyndara bar að garði á Suðurnesjum nú síðdegis. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að hann hafi átt inni nokkra sumarleyfisdaga sem hann hyggst nýta áður en hann fer í dómsmálaráðuneytið. Ólafur fundaði með ráðuneytisstjóra í dag á Suðurnesjum en að sögn DV var það vegna „uppnáms“ í lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Hann hafi t.a.m. reynt að opna læstan skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs þar sem hann á hafa ásælst mannauðsgögn embættisins. Ólafur segir það hins vegar alrangt í samtali við fréttastofu, uppnámið hafi ekki verið neitt. Fundur hans og ráðuneytisstjórans hafi einungis snúið að yfirvofandi starfsskiptum og orlofi næstu daga. Hann hafnar því jafnframt að hafa ætlað að opna skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs. Nokkur styr hefur staðið um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Þannig óskaði Ólafur Helgi eftir því við dómsmálaráðuneytið að veikindaleyfi tveggja starfsmanna embættisins yrði skoðað. Starfsmennirnir fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að aðrir tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þá hafa ráðningamál verið í brennidepli eftir að ljósi var varpað á hæfnismat á umsækjendum um stöðu yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli vorið 2019. Þar var 30 ára starfsreynsla, grunn- og meistaranám í lögfræði, fjórar annir í mannauðsstjórnun og meistaranám í rannsóknum við norskan háskóla lagt að jöfnu við menntun í markþjálfun, eitt ár í Bifröst og eina önn í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Sá sem var með síðarnefndu menntunina var talinn hæfari, sem kom þó ekki að sök því Ólafur Helgi réð hvorugan. Hann vildi ekki tjá sig um innri málefni embættisins í samtali við fréttastofu. Ólafur Helgi segir þó að honum sé annt um embættið og segir að þar vinni gott og heiðarlegt fólk.
Lögreglan Tengdar fréttir Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11
Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14