Klettur og Getz gæta þjóðhöfðingja og leita að glæponum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 18:49 Sérsveitarmaður og þjálfari með sprengu-og sporleitarhundanna Klett og Getz sem er nýjasti liðsfélagi sveitarinnar. Vísir/Jóhann K Sprengjuleitar-og sporhundurinn Klettur sem hefur á níu ára ferli sinnt viðamiklum verkefnum eins og öryggisleit vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna hefur nú fengið nýjan samstarfsfélaga. Nýi félaginn kemur frá Noregi og lofar góðu en er ennþá starfsmaður á plani að sögn yfirmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra. Klettur er labrador hundur sem hefur sinnt í verkefnum hjá sérsveitinni í níu ár. Hann starfar með sprengjusérfræðingum sveitarinnar þegar leita þarf að sprengiefnum eða skotvopnum. Klettur þekkir lyktir af 25-30 mismunandi sprengiefnum og efnum til sprengigerðar. Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra.Vísir/Baldur „Hann vinnur mikið við öryggisleit ef það koma þjóðhöfðingjar til landsins, ef það finnast tortryggilegir pakkar þá er hann fenginn til að skoða hvort þeir séu hættulegir, þá er hann líka þjálfaður til að leita að skotvopnum. Loks nýtist hann í sporleit,“ segir Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Á síðasta ári var Klettur kallaður út tuttugu og tvisvar sinnum en verkefnum hans hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Sum verkefnin eru mjög viðamikil og má þar nefna öryggisleit í tengslum við heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands á síðasta ári og þegar fundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefur farið fram hér á landi. „Við fáum hann einnig í sporleit þegar við leitum af hættulegum brotamönnum. Þá vinnum við bæði með hundinn og hitadróna til að leita. Ef hundurinn rekur slóðina í ákveðna átt þá reynum við að fara með drónann á undan þannig að þetta er samspil,“ segir Jón Már. Hann segir að sérsveitin sé í samstarfi við samskonar sveitir á Norðurlöndum sem séu með hunda í slíkum verkefnum. Oftast séu hundar af labradorkyndi notaðir því þeir séu afar gæfir og þægilegir í umgengni. Klettur og Getz við sprengjuleit.Vísir/Jóhann K Klettur sem er ellefu ára hefur nú fengið eins og hálfs árs gamlan samstarfsfélaga frá Noregi sem nefnist Getz. Þeir félagar voru í þjálfun í dag og leituðu að ammóníum nítrati sem þjálfari hundanna og sérsveitarmaður hafði falið í bíl. Getz gætti þess að þefa uppi hvern krók og kima og það tók hann innan við mínútu að finna efnið. Klettur sýndi líka gamla takta og var eldsnöggur að hafa uppi á efninu. Þeir félagar voru að lokum verðlaunaðir fyrir verkefnið. Dýr Lögreglan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sprengjuleitar-og sporhundurinn Klettur sem hefur á níu ára ferli sinnt viðamiklum verkefnum eins og öryggisleit vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna hefur nú fengið nýjan samstarfsfélaga. Nýi félaginn kemur frá Noregi og lofar góðu en er ennþá starfsmaður á plani að sögn yfirmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra. Klettur er labrador hundur sem hefur sinnt í verkefnum hjá sérsveitinni í níu ár. Hann starfar með sprengjusérfræðingum sveitarinnar þegar leita þarf að sprengiefnum eða skotvopnum. Klettur þekkir lyktir af 25-30 mismunandi sprengiefnum og efnum til sprengigerðar. Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra.Vísir/Baldur „Hann vinnur mikið við öryggisleit ef það koma þjóðhöfðingjar til landsins, ef það finnast tortryggilegir pakkar þá er hann fenginn til að skoða hvort þeir séu hættulegir, þá er hann líka þjálfaður til að leita að skotvopnum. Loks nýtist hann í sporleit,“ segir Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Á síðasta ári var Klettur kallaður út tuttugu og tvisvar sinnum en verkefnum hans hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Sum verkefnin eru mjög viðamikil og má þar nefna öryggisleit í tengslum við heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands á síðasta ári og þegar fundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefur farið fram hér á landi. „Við fáum hann einnig í sporleit þegar við leitum af hættulegum brotamönnum. Þá vinnum við bæði með hundinn og hitadróna til að leita. Ef hundurinn rekur slóðina í ákveðna átt þá reynum við að fara með drónann á undan þannig að þetta er samspil,“ segir Jón Már. Hann segir að sérsveitin sé í samstarfi við samskonar sveitir á Norðurlöndum sem séu með hunda í slíkum verkefnum. Oftast séu hundar af labradorkyndi notaðir því þeir séu afar gæfir og þægilegir í umgengni. Klettur og Getz við sprengjuleit.Vísir/Jóhann K Klettur sem er ellefu ára hefur nú fengið eins og hálfs árs gamlan samstarfsfélaga frá Noregi sem nefnist Getz. Þeir félagar voru í þjálfun í dag og leituðu að ammóníum nítrati sem þjálfari hundanna og sérsveitarmaður hafði falið í bíl. Getz gætti þess að þefa uppi hvern krók og kima og það tók hann innan við mínútu að finna efnið. Klettur sýndi líka gamla takta og var eldsnöggur að hafa uppi á efninu. Þeir félagar voru að lokum verðlaunaðir fyrir verkefnið.
Dýr Lögreglan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira