LeBron James og Lakers menn frábærir á Kobe Bryant deginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 07:00 LeBron James þurfti bara að spila þrjá fyrstu leikhlutana þegar Los Angeles Lakers liðið rúllaði yfir Portland Trail Blazers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Getty/Kevin C. Cox Miami Heat varð þriðja liðið til að komast áfram upp úr fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og bæði Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks eru í lykilstöðu eftir að þau komust í 3-1. Það er hins vegar allt jafnt í einvígi Houston Rockets og Oklahoma City Thunder eftir að Thunder jafnaði í nótt. Los Angeles Lakers vann 135-115 sigur á Portland Trail Blazers og var þetta þriðji sigur liðsins í röð eftir að Portland liðið komst í 1-0 í einvíginu. Leikurinn fór fram á Kobe Bryant deginum (24.8) og heiðruðu leikmenn Lakers hann fyrst með því að spila í sérstökum Mamba búningnum en svo með því að rúlla yfir Portland liðið. @KingJames' EFFICIENT night (30 PTS, 10 AST, 10-12 FGM) pushes the @Lakers ahead 3-1 vs. POR! #NBAPlayoffsGame 5 Wed. (8/26) at 9 PM ET on TNT pic.twitter.com/k9hVx8UAIo— NBA (@NBA) August 25, 2020 LeBron James var rosalegur annan leikinn í röð en hann var með 30 stig og 10 stoðsendingar á þeim 28 mínútum sem hann spilaði. James settist endanlega á bekkinn í lok þriðja leikhluta þegar úrslitin voru ljós. Anthony Davis var með 18 stig á 18 mínútum og Kyle Kuzma skoraði líka 18 stig en Lakers liðið var 80-51 yfir í hálfleik. Það þótti mjög táknrænt á Mamba deginum að Lakers komst í 24-8 í leiknum en það eru einmitt númer Kobe Bryant. Damian Lillard, aðalstjarna Portland Trail Blazers, var aðeins með 11 stig en hann fór af velli í þriðja leikhluta, meiddur á hné. Jusuf Nurkic var atkvæðamestur með 20 stig og 13 fráköst. Giannis Antetokounmpo var með 31 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar og Khris Middleton skoraði 18 af 21 stigi sínu í lokaleikhlutanum þegar Milwaukee Bucks vann 121-106 sigur á Orlando Magic og komst í 3-1 í einvígi liðanna. Nikola Vucevic var öflugur hjá Orlando með 31 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. MIAMI ADVANCES!@Goran_Dragic drops 13 of his 23 PTS in Q4 to lead the Heat to the Eastern Conference Semifinals! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/lCkXBFgap2— NBA (@NBA) August 25, 2020 Goran Dragic skoraði 23 stig og var með 14 stig og 19 fráköst þegar Miami Heat sópaði Indiana Pacers út úr úrslitakeppninni með sannfærandi 99-87 sigri. Tyler Herro var líka með 16 stig en þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem Miami liðið kemst í gegnum fyrstu umferðina. Miami Heat er þriðja liðið til að komast áfram en Boston Celtics og Toronto Raptors unnu einnig sín einvígi 4-0. Dennis Schroder (#NBAPlayoffs career-high 30 PTS) & @CP3 (26 PTS, 3 STL) lead @okcthunder to the Game 4 win!Series tied 2-2... Game 5 on Wed. (8/26) at 6:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/UZ1dWFtfi0— NBA (@NBA) August 24, 2020 Spennan er aftur á móti í einvígi Houston Rockets og Oklahoma City Thunder en Thunder jafnaði metin í 2-2 með 117-114 sigri í nótt. Dennis Schroder skoraði 30 stig fyrir Thunder liðið í leiknum, Chris Paul var með 26 stig og Shai Gilgeous-Alexander bætti við 18 stigum og 12 fráköstum. James Harden var með 32 stig, 15 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Houston en það dugði ekki til ekki frekar en 23 stig frá Eric Gordon og 21 stig frá Danuel House Jr. The @MiamiHEAT advance to the East semis, the @Bucks & @Lakers go up 3-1 and the @okcthunder tie the series 2-2! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/8Rdd2h4ixi— NBA (@NBA) August 25, 2020 The updated #NBAPlayoffs picture after Monday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/TIOPoYyHrQ— NBA (@NBA) August 25, 2020 NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Miami Heat varð þriðja liðið til að komast áfram upp úr fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og bæði Los Angeles Lakers og Milwaukee Bucks eru í lykilstöðu eftir að þau komust í 3-1. Það er hins vegar allt jafnt í einvígi Houston Rockets og Oklahoma City Thunder eftir að Thunder jafnaði í nótt. Los Angeles Lakers vann 135-115 sigur á Portland Trail Blazers og var þetta þriðji sigur liðsins í röð eftir að Portland liðið komst í 1-0 í einvíginu. Leikurinn fór fram á Kobe Bryant deginum (24.8) og heiðruðu leikmenn Lakers hann fyrst með því að spila í sérstökum Mamba búningnum en svo með því að rúlla yfir Portland liðið. @KingJames' EFFICIENT night (30 PTS, 10 AST, 10-12 FGM) pushes the @Lakers ahead 3-1 vs. POR! #NBAPlayoffsGame 5 Wed. (8/26) at 9 PM ET on TNT pic.twitter.com/k9hVx8UAIo— NBA (@NBA) August 25, 2020 LeBron James var rosalegur annan leikinn í röð en hann var með 30 stig og 10 stoðsendingar á þeim 28 mínútum sem hann spilaði. James settist endanlega á bekkinn í lok þriðja leikhluta þegar úrslitin voru ljós. Anthony Davis var með 18 stig á 18 mínútum og Kyle Kuzma skoraði líka 18 stig en Lakers liðið var 80-51 yfir í hálfleik. Það þótti mjög táknrænt á Mamba deginum að Lakers komst í 24-8 í leiknum en það eru einmitt númer Kobe Bryant. Damian Lillard, aðalstjarna Portland Trail Blazers, var aðeins með 11 stig en hann fór af velli í þriðja leikhluta, meiddur á hné. Jusuf Nurkic var atkvæðamestur með 20 stig og 13 fráköst. Giannis Antetokounmpo var með 31 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar og Khris Middleton skoraði 18 af 21 stigi sínu í lokaleikhlutanum þegar Milwaukee Bucks vann 121-106 sigur á Orlando Magic og komst í 3-1 í einvígi liðanna. Nikola Vucevic var öflugur hjá Orlando með 31 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. MIAMI ADVANCES!@Goran_Dragic drops 13 of his 23 PTS in Q4 to lead the Heat to the Eastern Conference Semifinals! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/lCkXBFgap2— NBA (@NBA) August 25, 2020 Goran Dragic skoraði 23 stig og var með 14 stig og 19 fráköst þegar Miami Heat sópaði Indiana Pacers út úr úrslitakeppninni með sannfærandi 99-87 sigri. Tyler Herro var líka með 16 stig en þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem Miami liðið kemst í gegnum fyrstu umferðina. Miami Heat er þriðja liðið til að komast áfram en Boston Celtics og Toronto Raptors unnu einnig sín einvígi 4-0. Dennis Schroder (#NBAPlayoffs career-high 30 PTS) & @CP3 (26 PTS, 3 STL) lead @okcthunder to the Game 4 win!Series tied 2-2... Game 5 on Wed. (8/26) at 6:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/UZ1dWFtfi0— NBA (@NBA) August 24, 2020 Spennan er aftur á móti í einvígi Houston Rockets og Oklahoma City Thunder en Thunder jafnaði metin í 2-2 með 117-114 sigri í nótt. Dennis Schroder skoraði 30 stig fyrir Thunder liðið í leiknum, Chris Paul var með 26 stig og Shai Gilgeous-Alexander bætti við 18 stigum og 12 fráköstum. James Harden var með 32 stig, 15 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Houston en það dugði ekki til ekki frekar en 23 stig frá Eric Gordon og 21 stig frá Danuel House Jr. The @MiamiHEAT advance to the East semis, the @Bucks & @Lakers go up 3-1 and the @okcthunder tie the series 2-2! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/8Rdd2h4ixi— NBA (@NBA) August 25, 2020 The updated #NBAPlayoffs picture after Monday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/TIOPoYyHrQ— NBA (@NBA) August 25, 2020
NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira