Knattspyrnumaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson er farinn að láni til HK frá FH og mun klára tímabilið með Kópavogsliðinu í Pepsi Max-deildinni.
Þórður, sem leikur jafnan sem bakvörður, hefur aðeins spilað einn deildarleik með FH í sumar. Þetta er annað sumarið í röð þar sem hann skiptir um lið á miðju tímabili en hann kom til FH frá ÍA í lok júlí í fyrra.
Þórður er með samning við FH sem gildir út þetta ár. Þessi 25 ára gamli leikmaður lék 9 deildarleiki með FH í fyrra en hann var fastamaður í liði ÍA stærstan hluta tímabilanna 2015-2018.
Þórður Þorsteinn á láni til HK. FH og HK hafa komist að samkomulagi um lán á Þórði Þorsteini Þórðarsyni út leiktíðina....
Posted by FHingar on Þriðjudagur, 25. ágúst 2020