Formaður KSÍ segir gagnrýni Rúnars ósanngjarna Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2020 14:45 Guðni Bergsson og hans fólk hjá KSÍ hefur haft í nógu að snúast undanfarið vegna kórónuveirufaraldursins. mynd/skjáskot Guðni Bergsson formaður KSÍ hefur sent frá sér pistil þar sem hann svarar gagnrýni Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Rúnar sagði í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason að svo virtist sem að landsleikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni hefði skipt KSÍ meira máli en leikir íslensku félagsliðanna eins og KR í Evrópukeppnum. KR þurfti að fara í sóttkví við komuna til Íslands eftir tap gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en fékk svo að breyta yfir í vinnusóttkví frá og með síðasta laugardegi og gat þá byrjað að æfa að nýju. „Þetta er bara staðan. Við verðum að sætta okkur við þetta og keyra á þetta áfram. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og maður hefði viljað sjá KSÍ beita sér meira fyrir félögin í landinu, frekar en, eins og þetta virðist vera, að það sé meira verið að hugsa um leik Englands og Íslands. Það virðist vera hugsað meira um þann leik en félögin,“ sagði Rúnar. Guðni segir þessa gagnrýni ósanngjarna og að hann geti engan veginn tekið undir það að starfsfólk KSÍ hafi ekki sinnt sínum aðildarfélögum sem skyldu. Mun meiri tími hafi farið í að sinna þeim heldur en að undirbúa landsleiki. Á endanum beri KSÍ eins og öðrum í samfélaginu skylda til að fylgja settum reglum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnalæknis. Pistilinn má lesa hér að neðan. Pistill formanns KSÍ: Ósanngjörn gagnrýni Frá því að seinni bylgja Covid-veirunnar hóf göngu sína hefur starfsfólk KSÍ unnið hörðum höndum við að greina og skýra stöðuna, vernda hagsmuni og passa upp á framgang æfinga og leikja. Sú vinna hefur snúið að stjórnvöldum, UEFA og félögunum á Íslandi og felur í sér fleiri tugi funda í síma, yfir netið og í raunheimum auk þess sem hundruðir tölvupósta og símtala hafa gengið milli aðila. Undanfarnar vikur hefur UEFA, með stuðningi aðildarsambandanna, þurft að greina allar sviðsmyndir í þeim tilgangi að samræma aðgerðir og undanþágur á reglum í 55 þjóðlöndum til þess að alþjóðlegir leikir fari fram bæði hjá félagsliðum og landsliðum. Það er ábyrgð fólgin í því að segja að fólk sé ekki að vinna vinnuna sína. Ég sem formaður KSÍ get engan veginn tekið undir þá ósanngjörnu gagnrýni sem kom fram af hálfu þjálfara KR að starfsfólk sambandsins sé ekki að sinna aðildarfélögum okkar sem skyldi. Við getum fullyrt að það hefur farið mun meiri tími hjá okkur hér í KSÍ að sinna aðildarfélögunum okkar í þessu ástandi heldur en til undirbúnings landsleikja. Mótum var endurraðað með frestunum í bikarnum og á Íslandsmótum meistaraflokka og yngri flokka og nýir leikdagar fundnir á um 200 leiki. Ítarleg gögn voru unnin til þess að fá mótin okkar í gang aftur og undanþágu frá 2 metra reglunni þannig að fótboltinn og æfingar gætu aftur hafist. Okkar vinna var notuð sem fyrirmynd fyrir aðrar iþróttagreinar í sambærilegri stöðu. Á endanum ber okkur, rétt eins og öðrum í samfélaginu, skylda til að fylgja reglum jafnt sem leiðbeiningum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnarlæknis. Við verðum að hlíta því og standa saman þegar mest á reynir. KSÍ KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Guðni Bergsson formaður KSÍ hefur sent frá sér pistil þar sem hann svarar gagnrýni Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Rúnar sagði í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason að svo virtist sem að landsleikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni hefði skipt KSÍ meira máli en leikir íslensku félagsliðanna eins og KR í Evrópukeppnum. KR þurfti að fara í sóttkví við komuna til Íslands eftir tap gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en fékk svo að breyta yfir í vinnusóttkví frá og með síðasta laugardegi og gat þá byrjað að æfa að nýju. „Þetta er bara staðan. Við verðum að sætta okkur við þetta og keyra á þetta áfram. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og maður hefði viljað sjá KSÍ beita sér meira fyrir félögin í landinu, frekar en, eins og þetta virðist vera, að það sé meira verið að hugsa um leik Englands og Íslands. Það virðist vera hugsað meira um þann leik en félögin,“ sagði Rúnar. Guðni segir þessa gagnrýni ósanngjarna og að hann geti engan veginn tekið undir það að starfsfólk KSÍ hafi ekki sinnt sínum aðildarfélögum sem skyldu. Mun meiri tími hafi farið í að sinna þeim heldur en að undirbúa landsleiki. Á endanum beri KSÍ eins og öðrum í samfélaginu skylda til að fylgja settum reglum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnalæknis. Pistilinn má lesa hér að neðan. Pistill formanns KSÍ: Ósanngjörn gagnrýni Frá því að seinni bylgja Covid-veirunnar hóf göngu sína hefur starfsfólk KSÍ unnið hörðum höndum við að greina og skýra stöðuna, vernda hagsmuni og passa upp á framgang æfinga og leikja. Sú vinna hefur snúið að stjórnvöldum, UEFA og félögunum á Íslandi og felur í sér fleiri tugi funda í síma, yfir netið og í raunheimum auk þess sem hundruðir tölvupósta og símtala hafa gengið milli aðila. Undanfarnar vikur hefur UEFA, með stuðningi aðildarsambandanna, þurft að greina allar sviðsmyndir í þeim tilgangi að samræma aðgerðir og undanþágur á reglum í 55 þjóðlöndum til þess að alþjóðlegir leikir fari fram bæði hjá félagsliðum og landsliðum. Það er ábyrgð fólgin í því að segja að fólk sé ekki að vinna vinnuna sína. Ég sem formaður KSÍ get engan veginn tekið undir þá ósanngjörnu gagnrýni sem kom fram af hálfu þjálfara KR að starfsfólk sambandsins sé ekki að sinna aðildarfélögum okkar sem skyldi. Við getum fullyrt að það hefur farið mun meiri tími hjá okkur hér í KSÍ að sinna aðildarfélögunum okkar í þessu ástandi heldur en til undirbúnings landsleikja. Mótum var endurraðað með frestunum í bikarnum og á Íslandsmótum meistaraflokka og yngri flokka og nýir leikdagar fundnir á um 200 leiki. Ítarleg gögn voru unnin til þess að fá mótin okkar í gang aftur og undanþágu frá 2 metra reglunni þannig að fótboltinn og æfingar gætu aftur hafist. Okkar vinna var notuð sem fyrirmynd fyrir aðrar iþróttagreinar í sambærilegri stöðu. Á endanum ber okkur, rétt eins og öðrum í samfélaginu, skylda til að fylgja reglum jafnt sem leiðbeiningum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnarlæknis. Við verðum að hlíta því og standa saman þegar mest á reynir.
Pistill formanns KSÍ: Ósanngjörn gagnrýni Frá því að seinni bylgja Covid-veirunnar hóf göngu sína hefur starfsfólk KSÍ unnið hörðum höndum við að greina og skýra stöðuna, vernda hagsmuni og passa upp á framgang æfinga og leikja. Sú vinna hefur snúið að stjórnvöldum, UEFA og félögunum á Íslandi og felur í sér fleiri tugi funda í síma, yfir netið og í raunheimum auk þess sem hundruðir tölvupósta og símtala hafa gengið milli aðila. Undanfarnar vikur hefur UEFA, með stuðningi aðildarsambandanna, þurft að greina allar sviðsmyndir í þeim tilgangi að samræma aðgerðir og undanþágur á reglum í 55 þjóðlöndum til þess að alþjóðlegir leikir fari fram bæði hjá félagsliðum og landsliðum. Það er ábyrgð fólgin í því að segja að fólk sé ekki að vinna vinnuna sína. Ég sem formaður KSÍ get engan veginn tekið undir þá ósanngjörnu gagnrýni sem kom fram af hálfu þjálfara KR að starfsfólk sambandsins sé ekki að sinna aðildarfélögum okkar sem skyldi. Við getum fullyrt að það hefur farið mun meiri tími hjá okkur hér í KSÍ að sinna aðildarfélögunum okkar í þessu ástandi heldur en til undirbúnings landsleikja. Mótum var endurraðað með frestunum í bikarnum og á Íslandsmótum meistaraflokka og yngri flokka og nýir leikdagar fundnir á um 200 leiki. Ítarleg gögn voru unnin til þess að fá mótin okkar í gang aftur og undanþágu frá 2 metra reglunni þannig að fótboltinn og æfingar gætu aftur hafist. Okkar vinna var notuð sem fyrirmynd fyrir aðrar iþróttagreinar í sambærilegri stöðu. Á endanum ber okkur, rétt eins og öðrum í samfélaginu, skylda til að fylgja reglum jafnt sem leiðbeiningum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnarlæknis. Við verðum að hlíta því og standa saman þegar mest á reynir.
KSÍ KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira