Íslenski boltinn

Þjálfari Fram: Páll Magnús­son var mjög dóna­legur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Þórir hefur gert flotta hluti með Fram.
Jón Þórir hefur gert flotta hluti með Fram. vísir/skjáskot

Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var ekki hrifinn af framkomu Alþingismannsins Páls Magnússonar í stúkunni er ÍBV vann 2-1 sigur á Fram í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Páll var á meðal þeirra tíu Eyjamanna sem fengu að vera í stúkunni í kvöld í áhorfendabanninu og Jón Þórir var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við Hafliða Breiðfjörð hjá Fótbolti.net eftir leikinn.

„Mér fannst óþarfa dónaskapur í sumum mönnum í stúkunni og ég tala nú ekki um þjóðkjörinn fulltrúa okkar á þingi, ég var ósáttur við hvernig hann hagaði sér og hafði viðlíka orðbragð,“ sagði Jón og hélt áfram.

„Páll Magnússon var mjög dónalegur. Auðvitað geta menn sagt það sem þeir vilja fyrir utan völlinn en menn þurfa að passa orðbragðið og sýna smá kurteisi.“

Allt viðtalið við Jón hjá Hafliða má sjá hér en í viðtali við Vísi eftir leikinn sagði Jón að hann hafi viljað fá meira út úr leiknum.

„Mér fannst við eiga meira skilið úr leiknum. Á endanum er eina tölfræðin sem skiptir máli er mörk skoruð og þeir skoruðu einu fleiri en við í dag.“

„Þeir skora tvö góð mörk með skotum. Ég sá ekki alveg fyrra markið en seinna hirðir hann eftir hornspyrnu. Mér fannst við gera nóg til að vinna leikinn í sjálfu sér en á endanum skoruðu þeir fleiri mörk og eru að fara í undanúrslit.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×