Hetjudáðir Jamal Murray héldu lífi í Denver og Paul George vaknaði til lífsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 07:30 Jamal Murray var frábær á móti Utah Jazz í nótt og hélt lífi í tímabilinu hjá Denver Nuggets. AP/Mike Ehrmann Frábær frammistaða Jamal Murray kom öðru fremur í veg fyrir að Utah Jazz kæmist áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en Los Angeles Clippers er aftur komið yfir í einvígi sínu eftir stórsigur á Dallas Mavericks. Paul George komst loksins í gang og það var ekki sökum að spyrja því Los Angeles Clippers liðið rúllaði yfir Dallas Mavericks. Clippers liðið vann leikinn 154-111 og er komið í 3-2 í einvíginu. Paul George skoraði 35 stig í leiknum en hann var aðeins með 29 prósent skotnýtingu í einvígi í fyrstu fjórum leikjunum. „Ég var á dimmum stað og var í raun fjarverandi. Síðustu leikir voru mjög erfiðir,“ sagði Paul George en hann átti erfitt með að venjast bubblunni í Disney garðinum. @Yg_Trece (35 PTS) and Kawhi Leonard (32 PTS) combine for 67 to put the @LAClippers up 3-2 vs. DAL!Game 6 Thurs. (8/27) at 9 PM ET on ESPN pic.twitter.com/hhtIVDenH2— NBA (@NBA) August 26, 2020 „Ég kom í dag með það hugarfar að þetta væri Staples Center og að við værum að spila á heimavelli. Ég plataði hugann og talaði sjálfan mig til. Við bjuggum til okkar eigin orku og ákváðum að stjórna þessum leik,“ sagði Paul George. Kawhi Leonard skoraði 32 stig og Montrezl Harrell var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Clippers liðið. Luka Doncic kom niður á jörðina eftir stórleikinn í leik fjögur og hitti aðeins úr 6 af 17 skotum. Doncic endaði með 22 stig en Dallas var áfram án Kristaps Porzingis. Það voru mikil læti í leiknun. Rick Carlisle, þjálfari Dallas var rekinn út úr húsi og það voru dæmdar sex tæknivillur og ein óíþróttamannsleg villa. Luka Doncic sagði að Marcus Morris gæti hafa stigið viljandi á veika ökklann hans í þriðja leikhlutanum. „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic. Back-to-back 40-PT games for @BeMore27!Jamal Murray's 42 PTS (33 in 2nd half) propel the @nuggets to Game 6, Thurs. (8/27) at 4pm/et on ESPN.#Drop40 #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/hkA08xgZxR— NBA (@NBA) August 26, 2020 Jamal Murray átti stórkostlegan seinni hálfleik þegar Denver Nuggets vann 117-107 sigur á Utah Jazz og minnkaði muninn í 3-2. Utah Jazz hafði komist áfram með sigri og var um tíma með fimmtán stiga forskot. Jamal Murray skoraði 33 af 42 stigum sínum í leiknum í seinni hálfleik þar sem hann fór aldrei af velli. Murray hitti úr 17 af 26 skotum sínum þar af 14 af 18 í seinni hálfleik. Hann var líka með átta stoðsendingar. Utah Jazz var 63-54 yfir í hálfleik og staðan var síðan jöfn 101-101 þegar Jamal Murray gerði endanlega út um leikinn með því að skora níu stig í röð. „Þegar hann er í þessum ham þá erum við annaðhvort að vinna leikina okkar eða nálægt því. Við þurfum á þessu að halda frá honum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var frábær framan af leik með 21 stigi í fyrsta leikhluta en endaði með 31 stig „Við höfum allir vilja til að vinna. Það heldur okkur gangandi og það getur komið þér langt,“ sagði Jamal Murray. Donovan Mitchell skoraði 30 stig fyrir Utah Jazz og er með 37,6 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Jordan Clarkson var með 17 stig og Joe Ingles skoraði 13 stig. The updated #NBAPlayoffs picture after Tuesday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/gOGiZ6Hfne— NBA (@NBA) August 26, 2020 3 GAME 5s!#NBAPlayoffs action continues Wednesday with games on NBA TV and TNT, starting at 4 PM ET. #WholeNewGame pic.twitter.com/u5oNBxXdGZ— NBA (@NBA) August 26, 2020 NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira
Frábær frammistaða Jamal Murray kom öðru fremur í veg fyrir að Utah Jazz kæmist áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en Los Angeles Clippers er aftur komið yfir í einvígi sínu eftir stórsigur á Dallas Mavericks. Paul George komst loksins í gang og það var ekki sökum að spyrja því Los Angeles Clippers liðið rúllaði yfir Dallas Mavericks. Clippers liðið vann leikinn 154-111 og er komið í 3-2 í einvíginu. Paul George skoraði 35 stig í leiknum en hann var aðeins með 29 prósent skotnýtingu í einvígi í fyrstu fjórum leikjunum. „Ég var á dimmum stað og var í raun fjarverandi. Síðustu leikir voru mjög erfiðir,“ sagði Paul George en hann átti erfitt með að venjast bubblunni í Disney garðinum. @Yg_Trece (35 PTS) and Kawhi Leonard (32 PTS) combine for 67 to put the @LAClippers up 3-2 vs. DAL!Game 6 Thurs. (8/27) at 9 PM ET on ESPN pic.twitter.com/hhtIVDenH2— NBA (@NBA) August 26, 2020 „Ég kom í dag með það hugarfar að þetta væri Staples Center og að við værum að spila á heimavelli. Ég plataði hugann og talaði sjálfan mig til. Við bjuggum til okkar eigin orku og ákváðum að stjórna þessum leik,“ sagði Paul George. Kawhi Leonard skoraði 32 stig og Montrezl Harrell var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Clippers liðið. Luka Doncic kom niður á jörðina eftir stórleikinn í leik fjögur og hitti aðeins úr 6 af 17 skotum. Doncic endaði með 22 stig en Dallas var áfram án Kristaps Porzingis. Það voru mikil læti í leiknun. Rick Carlisle, þjálfari Dallas var rekinn út úr húsi og það voru dæmdar sex tæknivillur og ein óíþróttamannsleg villa. Luka Doncic sagði að Marcus Morris gæti hafa stigið viljandi á veika ökklann hans í þriðja leikhlutanum. „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic. Back-to-back 40-PT games for @BeMore27!Jamal Murray's 42 PTS (33 in 2nd half) propel the @nuggets to Game 6, Thurs. (8/27) at 4pm/et on ESPN.#Drop40 #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/hkA08xgZxR— NBA (@NBA) August 26, 2020 Jamal Murray átti stórkostlegan seinni hálfleik þegar Denver Nuggets vann 117-107 sigur á Utah Jazz og minnkaði muninn í 3-2. Utah Jazz hafði komist áfram með sigri og var um tíma með fimmtán stiga forskot. Jamal Murray skoraði 33 af 42 stigum sínum í leiknum í seinni hálfleik þar sem hann fór aldrei af velli. Murray hitti úr 17 af 26 skotum sínum þar af 14 af 18 í seinni hálfleik. Hann var líka með átta stoðsendingar. Utah Jazz var 63-54 yfir í hálfleik og staðan var síðan jöfn 101-101 þegar Jamal Murray gerði endanlega út um leikinn með því að skora níu stig í röð. „Þegar hann er í þessum ham þá erum við annaðhvort að vinna leikina okkar eða nálægt því. Við þurfum á þessu að halda frá honum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var frábær framan af leik með 21 stigi í fyrsta leikhluta en endaði með 31 stig „Við höfum allir vilja til að vinna. Það heldur okkur gangandi og það getur komið þér langt,“ sagði Jamal Murray. Donovan Mitchell skoraði 30 stig fyrir Utah Jazz og er með 37,6 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Jordan Clarkson var með 17 stig og Joe Ingles skoraði 13 stig. The updated #NBAPlayoffs picture after Tuesday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/gOGiZ6Hfne— NBA (@NBA) August 26, 2020 3 GAME 5s!#NBAPlayoffs action continues Wednesday with games on NBA TV and TNT, starting at 4 PM ET. #WholeNewGame pic.twitter.com/u5oNBxXdGZ— NBA (@NBA) August 26, 2020
NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira