Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 08:30 Lionel Messi faðmar Pep Guardiola í einum af lokaleikjum þeirra saman hjá Barcelona. Getty/David Ramos Lionel Messi vill komast frá Barcelona og það er margt sem bendir til þess að leið hans gæti legið norður til Manchester borgar til að spila með liði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur fylgst mjög vel með máli Lionel Messi og slær því upp að Lionel Messi hafi talað við Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, í síma í síðustu viku. Messi kom mjög mörgum á óvart með því að láta Barcelona vita af því í gær að hann vildi komast frá félaginu þrátt fyrir að vera með samning til ársins 2021. Guardiola and Messi spoke on the phone last week to discuss the possibility of Messi making a move to Man City this summer, sources have told @moillorens and @RodrigoFaez. https://t.co/yvKZmkIGEz— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2020 Svar Barcelona var að biðja Messi um að vera áfram hjá félaginu þar sem hann hefur spilað undanfarin tuttugu ár, fyrst með yngri liðum félagsins og svo sem lykilmaður aðalliðsins í fimmtán ár. ESPN hafði áður sagt frá því að Manchester City væri að finna það út hvort félagið gæti samið við Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Manchester City hefur hingað til álitið slíkt ómögulegt en eftir umrætt símtal Messi og Guardiola þá er meiri bjartsýni á að þetta gæti orðið að veruleika. .@ManCity. @Inter. @PSG_insideWhere will Messi be taking his talents? pic.twitter.com/QMiukp2Czm— ESPN (@espn) August 26, 2020 Lionel Messi varð 33 ára gamall í sumar en hann hefur unnið allt í boði með Barcelona og slegið öll helstu met félagsins. Messi skoraði 31 mark í öllum keppnum á tímabilinu og var bæði með 25 mörk og 21 stoðsendingu í deildinni. Það kom þó ekki í veg fyrir að liðið færi titlalaust í gegnum tímabilið. Áfallið kom þó í lokaleik tímabilsins þegar Barcelona tapaði 8-2 á móti verðandi Evrópumeisturum Bayern München og þar sem Lionel Messi leit út eins og niðurbrotinn maður. Where to next for Lionel Messi? pic.twitter.com/MYchvNfnMA— Match of the Day (@BBCMOTD) August 26, 2020 Það eru auðvitað mörg félög sem vilja fá Lionel Messi til sín en hér skipti örugglega miklu máli hversu vel hann þekkir Pep Guardiola frá tíma þeirra saman hjá Barcelona og hversu fjársterkt félag Manchester City er. Það eru því mestar líkur á því að við sjáum Lionel Messi í búningi Manchester City á komandi tímabili fari hann yfir höfuð frá Barcelona. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Lionel Messi vill komast frá Barcelona og það er margt sem bendir til þess að leið hans gæti legið norður til Manchester borgar til að spila með liði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur fylgst mjög vel með máli Lionel Messi og slær því upp að Lionel Messi hafi talað við Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, í síma í síðustu viku. Messi kom mjög mörgum á óvart með því að láta Barcelona vita af því í gær að hann vildi komast frá félaginu þrátt fyrir að vera með samning til ársins 2021. Guardiola and Messi spoke on the phone last week to discuss the possibility of Messi making a move to Man City this summer, sources have told @moillorens and @RodrigoFaez. https://t.co/yvKZmkIGEz— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2020 Svar Barcelona var að biðja Messi um að vera áfram hjá félaginu þar sem hann hefur spilað undanfarin tuttugu ár, fyrst með yngri liðum félagsins og svo sem lykilmaður aðalliðsins í fimmtán ár. ESPN hafði áður sagt frá því að Manchester City væri að finna það út hvort félagið gæti samið við Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Manchester City hefur hingað til álitið slíkt ómögulegt en eftir umrætt símtal Messi og Guardiola þá er meiri bjartsýni á að þetta gæti orðið að veruleika. .@ManCity. @Inter. @PSG_insideWhere will Messi be taking his talents? pic.twitter.com/QMiukp2Czm— ESPN (@espn) August 26, 2020 Lionel Messi varð 33 ára gamall í sumar en hann hefur unnið allt í boði með Barcelona og slegið öll helstu met félagsins. Messi skoraði 31 mark í öllum keppnum á tímabilinu og var bæði með 25 mörk og 21 stoðsendingu í deildinni. Það kom þó ekki í veg fyrir að liðið færi titlalaust í gegnum tímabilið. Áfallið kom þó í lokaleik tímabilsins þegar Barcelona tapaði 8-2 á móti verðandi Evrópumeisturum Bayern München og þar sem Lionel Messi leit út eins og niðurbrotinn maður. Where to next for Lionel Messi? pic.twitter.com/MYchvNfnMA— Match of the Day (@BBCMOTD) August 26, 2020 Það eru auðvitað mörg félög sem vilja fá Lionel Messi til sín en hér skipti örugglega miklu máli hversu vel hann þekkir Pep Guardiola frá tíma þeirra saman hjá Barcelona og hversu fjársterkt félag Manchester City er. Það eru því mestar líkur á því að við sjáum Lionel Messi í búningi Manchester City á komandi tímabili fari hann yfir höfuð frá Barcelona.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira