Leikskóla lokað í þrjá daga Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 06:51 Álfaborg var lokað í gær og verður leikskólinn lokaður fram á föstudag. álfaborg Leikskólinn Álfaborg á Svalbarðsströnd verður lokaður fram á föstudag meðan beðið er greiningar á sýnum vegna COVID-19. Sýnið var tekið af fjölskyldumeðlim starfsmanns leikskólans. Á vef leikskólans segir að lokun leikskólans, sem varir í þrjá daga í það heila, sé í samræmi við viðbragðsáætlun sveitarfélagsins. „Við viljum hafa varann á og lokum því leikskólanum þessa þrjá daga eða þar til niðurstaða fæst úr sýnatöku,“ segir í orðsendingu vegna málsins. „Í faraldri eins og þeim sem gengur nú yfir fellur það í hlut stjórnenda að meta hættuna, hvort skólum sé lokað og til hvaða ráðstafana er tekið í viðbrögðum vinnustaða. Vonandi eru þessi viðbrögð of hörð og of mikil en um leið erum við minnt á að slagnum er ekki lokið og veiran berst enn manna á milli.“ Í orðsendingunni er þess jafnframt getið að hlutfallslega fá smit af COVID-19 hafi greinst hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri. Á covid.is má þannig sjá að aðeins fjögur börn á aldrinum 0 til 5 ára hafi smitast í yfirstandandi bylgju faraldursins. Þar að auki hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að dæmin hér innanlands sýni að börn séu ólíklegri til að veikjast alvarlega eða smita út frá sér. Engu að síður vilja þau á Álfaborg á Svalbarðsströnd ekki taka óþarfa áhættu. „Með lokun leikskóla þessa daga viljum við koma í veg fyrir veikindi starfsmanna og foreldra. Mikilvægt er að þeir sem finna fyrir einkennum haldi sig heima og leiti sér hjálpar. Starfsmenn leikskólans halda sig í heimavið þessa daga og við vonum að hægt verði að snúa aftur til starfa í leikskólanum okkar á föstudaginn,“ segir í fyrrnefndri orðsendingu. Svalbarðsstrandarhreppur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur átti kollgátuna varðandi börnin Staðfest hefur verið að börn smitast síður og veikjast einnig síður af nýju kórónuveirunni. 25. maí 2020 15:01 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Leikskólinn Álfaborg á Svalbarðsströnd verður lokaður fram á föstudag meðan beðið er greiningar á sýnum vegna COVID-19. Sýnið var tekið af fjölskyldumeðlim starfsmanns leikskólans. Á vef leikskólans segir að lokun leikskólans, sem varir í þrjá daga í það heila, sé í samræmi við viðbragðsáætlun sveitarfélagsins. „Við viljum hafa varann á og lokum því leikskólanum þessa þrjá daga eða þar til niðurstaða fæst úr sýnatöku,“ segir í orðsendingu vegna málsins. „Í faraldri eins og þeim sem gengur nú yfir fellur það í hlut stjórnenda að meta hættuna, hvort skólum sé lokað og til hvaða ráðstafana er tekið í viðbrögðum vinnustaða. Vonandi eru þessi viðbrögð of hörð og of mikil en um leið erum við minnt á að slagnum er ekki lokið og veiran berst enn manna á milli.“ Í orðsendingunni er þess jafnframt getið að hlutfallslega fá smit af COVID-19 hafi greinst hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri. Á covid.is má þannig sjá að aðeins fjögur börn á aldrinum 0 til 5 ára hafi smitast í yfirstandandi bylgju faraldursins. Þar að auki hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að dæmin hér innanlands sýni að börn séu ólíklegri til að veikjast alvarlega eða smita út frá sér. Engu að síður vilja þau á Álfaborg á Svalbarðsströnd ekki taka óþarfa áhættu. „Með lokun leikskóla þessa daga viljum við koma í veg fyrir veikindi starfsmanna og foreldra. Mikilvægt er að þeir sem finna fyrir einkennum haldi sig heima og leiti sér hjálpar. Starfsmenn leikskólans halda sig í heimavið þessa daga og við vonum að hægt verði að snúa aftur til starfa í leikskólanum okkar á föstudaginn,“ segir í fyrrnefndri orðsendingu.
Svalbarðsstrandarhreppur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur átti kollgátuna varðandi börnin Staðfest hefur verið að börn smitast síður og veikjast einnig síður af nýju kórónuveirunni. 25. maí 2020 15:01 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Þórólfur átti kollgátuna varðandi börnin Staðfest hefur verið að börn smitast síður og veikjast einnig síður af nýju kórónuveirunni. 25. maí 2020 15:01