Morris neitar því að hafa reynt að meiða Luka Doncic í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 10:30 Það er erfitt að stoppa Luka Doncic en vonandi var leikmaður Los Angeles Clippers ekki að reyna að meiða hann viljandi í nótt. AP/Ashley Landis Luka Doncic er meiddur á ökkla en hann er að spila í gegnum meiðslin í úrslitakeppni NBA en það fór ekki í vel í hann eða aðra hjá Dallas þegar leikmaður Los Angeles Clippers steig á veika ökklann hans í nótt. Luka Doncic hefur verið magnaður með liði Dallas Mavericks í sinni fyrstu úrslitakeppni í NBA-deildinni í körfubolta og það þrátt fyrir að spila meiddur. Í fjórða leiknum, þegar Dallas liðið jafnaði metin í 2-2, þá var Luka Doncic með 43 stig, 17 fráköst, 13 stoðsendingar og sigurkörfuna á flautunni. Í nótt gekk Clippers liðinu betur að ráða við hann. Atvik í þessum fimmta leik Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks fékk hins vegar einhverja til að halda að leikmenn Los Angeles Clippers væru farnir að gera allt til að reyna að stoppa Luka Doncic. Marcus Morris steig á fót Doncic í leiknum. Luka Doncic stóð á vellinum og var að bíða eftir því að fá boltann eftir körfu frá Clippers. Marcus Morris var að hlaupa til baka og hljóp að Doncic og steig á vinstri fót Doncic þannig að skórinn hans losnaði. Doncic er einmitt meiddur á vinstri ökkla. Clippers' Morris denies trying to hurt Mavs' Doncic https://t.co/1jiq26tURF #Mavs pic.twitter.com/AfNAjiw9IE— ESPNDallas (@ESPNDallas) August 26, 2020 „Ég spila leikinn með virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum leikmönnum. Það að halda því fram að ég sé að reyna að meiða einhvern viljandi er algjört rugl,“ skrifaði Marcus Morris á Twitter eftir leikinn. „Ég hef spilað í tíu ár á móti þeim bestu og ég stend með mínu siðferði og minni vinnusemi. Ég er keppnismaður og skil allt eftir á gólfinu í hverjum leik,“ skrifaði Morris og bætti við í annarri færslu. „Körfubolti hefur aldrei verið það mikil alvara að maður reyni að meiða einhvern. Ég biðst ekki afsökunar á neinu því ég veit hvað ég legg á mig á hverjum degi. Þetta voru mistök, sættið ykkur við það. Ég spila leikinn til að keppa,“ skrifaði Marcus Morris á Twitter „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. The sideline view of Marcus Morris stepping on Luka Doncic's injured ankle #NBAPlayoffs pic.twitter.com/t3AIzL7kHJ— Sports ReUp (@SportsReUp) August 26, 2020 NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Luka Doncic er meiddur á ökkla en hann er að spila í gegnum meiðslin í úrslitakeppni NBA en það fór ekki í vel í hann eða aðra hjá Dallas þegar leikmaður Los Angeles Clippers steig á veika ökklann hans í nótt. Luka Doncic hefur verið magnaður með liði Dallas Mavericks í sinni fyrstu úrslitakeppni í NBA-deildinni í körfubolta og það þrátt fyrir að spila meiddur. Í fjórða leiknum, þegar Dallas liðið jafnaði metin í 2-2, þá var Luka Doncic með 43 stig, 17 fráköst, 13 stoðsendingar og sigurkörfuna á flautunni. Í nótt gekk Clippers liðinu betur að ráða við hann. Atvik í þessum fimmta leik Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks fékk hins vegar einhverja til að halda að leikmenn Los Angeles Clippers væru farnir að gera allt til að reyna að stoppa Luka Doncic. Marcus Morris steig á fót Doncic í leiknum. Luka Doncic stóð á vellinum og var að bíða eftir því að fá boltann eftir körfu frá Clippers. Marcus Morris var að hlaupa til baka og hljóp að Doncic og steig á vinstri fót Doncic þannig að skórinn hans losnaði. Doncic er einmitt meiddur á vinstri ökkla. Clippers' Morris denies trying to hurt Mavs' Doncic https://t.co/1jiq26tURF #Mavs pic.twitter.com/AfNAjiw9IE— ESPNDallas (@ESPNDallas) August 26, 2020 „Ég spila leikinn með virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum leikmönnum. Það að halda því fram að ég sé að reyna að meiða einhvern viljandi er algjört rugl,“ skrifaði Marcus Morris á Twitter eftir leikinn. „Ég hef spilað í tíu ár á móti þeim bestu og ég stend með mínu siðferði og minni vinnusemi. Ég er keppnismaður og skil allt eftir á gólfinu í hverjum leik,“ skrifaði Morris og bætti við í annarri færslu. „Körfubolti hefur aldrei verið það mikil alvara að maður reyni að meiða einhvern. Ég biðst ekki afsökunar á neinu því ég veit hvað ég legg á mig á hverjum degi. Þetta voru mistök, sættið ykkur við það. Ég spila leikinn til að keppa,“ skrifaði Marcus Morris á Twitter „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. The sideline view of Marcus Morris stepping on Luka Doncic's injured ankle #NBAPlayoffs pic.twitter.com/t3AIzL7kHJ— Sports ReUp (@SportsReUp) August 26, 2020
NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira