Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 15:30 Doc Rivers er ekki alltaf sáttur með dómgæsluna í NBA. AP/Ashley Landis Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Doc Rivers stýrði Los Angels Clippers liðinu til 154-111 stórsigurs á Dallas Mavericks í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en Clippers náði þar með 3-2 forystu. Doc Rivers var hins vegar mikið niðri fyrir og mjög tilfinningasamur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Ástæðan var skotárásin á blökkumanninn Jacob Blake en Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í Kenosha í Wisconsin fylki fyrir fram börnin sín þrjú. Hér fyrir neðan má sjá einræðu Doc Rivers um ástandi í málum blökkumanna í Bandaríkjunum. Doc Rivers with raw emotion and a thunderbolt cry for justice: "All you hear is Donald Trump & all of them talking about fear. We're the ones getting killed. We're the ones getting shot...It's amazing, we keep loving this country, and this country does not love us back." pic.twitter.com/19dHu9UlZ5— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) August 26, 2020 „Allt sem við heyrum er að Donald Trump og allt hans fólk er að tala um ótta en það erum við sem eru drepin. Það er verið að skjóta okkur. Það eru við sem fáum ekki að búa í ákveðnum samfélögum. Við erum hengd. Við erum skotin. Svo heyrum við hitt fólkið tala um ótta,“ sagði Doc Rivers. Doc Rivers átti erfitt með sig og var með tárin í augunum. „Það er ótrúlegt að við höldum áfram að elska þetta land því landið elskar okkur ekki til baka. Þetta er svo sorglegt. Ég ætti bara að vera þjálfari en ég er svo oft áminntur um húðlitinn minn. Það er mjög sorglegt. Við verðum að gera betur og við verðum að heimta meira,“ sagði Doc Rivers. „Þetta er frekar fyndið. Við mótmælum og þeir senda á okkur óeirðalögregluna. Þeir senda fólk í fullum skrúða með byssur,“ sagði Doc Rivers. NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira
Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Doc Rivers stýrði Los Angels Clippers liðinu til 154-111 stórsigurs á Dallas Mavericks í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en Clippers náði þar með 3-2 forystu. Doc Rivers var hins vegar mikið niðri fyrir og mjög tilfinningasamur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Ástæðan var skotárásin á blökkumanninn Jacob Blake en Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í Kenosha í Wisconsin fylki fyrir fram börnin sín þrjú. Hér fyrir neðan má sjá einræðu Doc Rivers um ástandi í málum blökkumanna í Bandaríkjunum. Doc Rivers with raw emotion and a thunderbolt cry for justice: "All you hear is Donald Trump & all of them talking about fear. We're the ones getting killed. We're the ones getting shot...It's amazing, we keep loving this country, and this country does not love us back." pic.twitter.com/19dHu9UlZ5— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) August 26, 2020 „Allt sem við heyrum er að Donald Trump og allt hans fólk er að tala um ótta en það erum við sem eru drepin. Það er verið að skjóta okkur. Það eru við sem fáum ekki að búa í ákveðnum samfélögum. Við erum hengd. Við erum skotin. Svo heyrum við hitt fólkið tala um ótta,“ sagði Doc Rivers. Doc Rivers átti erfitt með sig og var með tárin í augunum. „Það er ótrúlegt að við höldum áfram að elska þetta land því landið elskar okkur ekki til baka. Þetta er svo sorglegt. Ég ætti bara að vera þjálfari en ég er svo oft áminntur um húðlitinn minn. Það er mjög sorglegt. Við verðum að gera betur og við verðum að heimta meira,“ sagði Doc Rivers. „Þetta er frekar fyndið. Við mótmælum og þeir senda á okkur óeirðalögregluna. Þeir senda fólk í fullum skrúða með byssur,“ sagði Doc Rivers.
NBA Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira