Doc Rivers: Trump og hans fólk tala um ótta en það erum við sem eru drepin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 15:30 Doc Rivers er ekki alltaf sáttur með dómgæsluna í NBA. AP/Ashley Landis Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Doc Rivers stýrði Los Angels Clippers liðinu til 154-111 stórsigurs á Dallas Mavericks í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en Clippers náði þar með 3-2 forystu. Doc Rivers var hins vegar mikið niðri fyrir og mjög tilfinningasamur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Ástæðan var skotárásin á blökkumanninn Jacob Blake en Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í Kenosha í Wisconsin fylki fyrir fram börnin sín þrjú. Hér fyrir neðan má sjá einræðu Doc Rivers um ástandi í málum blökkumanna í Bandaríkjunum. Doc Rivers with raw emotion and a thunderbolt cry for justice: "All you hear is Donald Trump & all of them talking about fear. We're the ones getting killed. We're the ones getting shot...It's amazing, we keep loving this country, and this country does not love us back." pic.twitter.com/19dHu9UlZ5— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) August 26, 2020 „Allt sem við heyrum er að Donald Trump og allt hans fólk er að tala um ótta en það erum við sem eru drepin. Það er verið að skjóta okkur. Það eru við sem fáum ekki að búa í ákveðnum samfélögum. Við erum hengd. Við erum skotin. Svo heyrum við hitt fólkið tala um ótta,“ sagði Doc Rivers. Doc Rivers átti erfitt með sig og var með tárin í augunum. „Það er ótrúlegt að við höldum áfram að elska þetta land því landið elskar okkur ekki til baka. Þetta er svo sorglegt. Ég ætti bara að vera þjálfari en ég er svo oft áminntur um húðlitinn minn. Það er mjög sorglegt. Við verðum að gera betur og við verðum að heimta meira,“ sagði Doc Rivers. „Þetta er frekar fyndið. Við mótmælum og þeir senda á okkur óeirðalögregluna. Þeir senda fólk í fullum skrúða með byssur,“ sagði Doc Rivers. NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Sjá meira
Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, hélt hjartnæma og áhrifamikla einræðu um ástandið í Bandaríkjunum eftir sigur liðsins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Doc Rivers stýrði Los Angels Clippers liðinu til 154-111 stórsigurs á Dallas Mavericks í fimmta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en Clippers náði þar með 3-2 forystu. Doc Rivers var hins vegar mikið niðri fyrir og mjög tilfinningasamur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Ástæðan var skotárásin á blökkumanninn Jacob Blake en Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í Kenosha í Wisconsin fylki fyrir fram börnin sín þrjú. Hér fyrir neðan má sjá einræðu Doc Rivers um ástandi í málum blökkumanna í Bandaríkjunum. Doc Rivers with raw emotion and a thunderbolt cry for justice: "All you hear is Donald Trump & all of them talking about fear. We're the ones getting killed. We're the ones getting shot...It's amazing, we keep loving this country, and this country does not love us back." pic.twitter.com/19dHu9UlZ5— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) August 26, 2020 „Allt sem við heyrum er að Donald Trump og allt hans fólk er að tala um ótta en það erum við sem eru drepin. Það er verið að skjóta okkur. Það eru við sem fáum ekki að búa í ákveðnum samfélögum. Við erum hengd. Við erum skotin. Svo heyrum við hitt fólkið tala um ótta,“ sagði Doc Rivers. Doc Rivers átti erfitt með sig og var með tárin í augunum. „Það er ótrúlegt að við höldum áfram að elska þetta land því landið elskar okkur ekki til baka. Þetta er svo sorglegt. Ég ætti bara að vera þjálfari en ég er svo oft áminntur um húðlitinn minn. Það er mjög sorglegt. Við verðum að gera betur og við verðum að heimta meira,“ sagði Doc Rivers. „Þetta er frekar fyndið. Við mótmælum og þeir senda á okkur óeirðalögregluna. Þeir senda fólk í fullum skrúða með byssur,“ sagði Doc Rivers.
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Sjá meira