Mótherjar Víkings lausir við veiruna og náðu nokkrum æfingum Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 12:30 Víkingar leika í Slóveníu á morgun gegn sterku liði Olimpija Ljubljana. VÍSIR/BÁRA Andstæðingar Víkings R. í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta gátu ekki æft saman í tvær vikur vegna sóttkvíar. Víkingar flugu til Slóveníu í dag og mæta þar Olimpija á morgun. Leikmenn Olimpija voru allir settir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá þremur þeirra. Í ljósi þess að leikurinn mikilvægi við Víkinga var handan við hornið reyndu forráðamenn Olimpija að þrýsta á stjórnvöld og færa fyrir því rök að það væri í lagi að þeir kæmu saman til æfinga, en þess í stað hafa leikmenn æft heima, hver í sínu lagi, síðustu tvær vikur. Sóttkvíinni lauk um helgina og æfingar Olimpija hófust að nýju á sunnudag. Leikmannahópurinn var svo allur smitprófaður í gær og reyndist ekkert sýni jákvætt. „Þetta hafa verið mjög erfiðar tvær vikur hjá okkur án alvöru æfinga. Við fáum örfáa daga til að undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir Evrópuleikinn. Þrátt fyrir þessar aðstæður sem við erum í þá gerum við allt sem við getum til að nýta tímann og undirbúa okkur fyrir leikinn við Víkinga,“ sagði Dino Skender þjálfari Olimpija, sem kveðst búinn að rýna vel í leikstíl Víkings. Fyrir #eurovikes dugir ekkert minna en 6 sæti á mann #fotboltinet @vikingurfc pic.twitter.com/eBKaw6zYsV— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2020 Leikmenn Víkings ferðuðust í einkaflugi til Slóveníu í dag, eftir að hafa farið í smitpróf heima á Íslandi, en leikur bikarmeistaranna við Olimpija er kl. 16.30 á morgun að íslenskum tíma. Víkingar þurfa svo að fara í vinnusóttkví við komuna aftur til Íslands og munu ekki spila aftur fyrr en að loknu landsleikjahléi, eftir hálfan mánuð. Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin í Evrópukeppni spila ekki í Pepsi Max um næstu helgi KSÍ hefur frestað leikjum Víkinga og Breiðabliks um næstu helgi og um leið frestast leikur FH-inga í sömu umferð Pepsi Max deildarinnar. 25. ágúst 2020 09:30 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Andstæðingar Víkings R. í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta gátu ekki æft saman í tvær vikur vegna sóttkvíar. Víkingar flugu til Slóveníu í dag og mæta þar Olimpija á morgun. Leikmenn Olimpija voru allir settir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá þremur þeirra. Í ljósi þess að leikurinn mikilvægi við Víkinga var handan við hornið reyndu forráðamenn Olimpija að þrýsta á stjórnvöld og færa fyrir því rök að það væri í lagi að þeir kæmu saman til æfinga, en þess í stað hafa leikmenn æft heima, hver í sínu lagi, síðustu tvær vikur. Sóttkvíinni lauk um helgina og æfingar Olimpija hófust að nýju á sunnudag. Leikmannahópurinn var svo allur smitprófaður í gær og reyndist ekkert sýni jákvætt. „Þetta hafa verið mjög erfiðar tvær vikur hjá okkur án alvöru æfinga. Við fáum örfáa daga til að undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir Evrópuleikinn. Þrátt fyrir þessar aðstæður sem við erum í þá gerum við allt sem við getum til að nýta tímann og undirbúa okkur fyrir leikinn við Víkinga,“ sagði Dino Skender þjálfari Olimpija, sem kveðst búinn að rýna vel í leikstíl Víkings. Fyrir #eurovikes dugir ekkert minna en 6 sæti á mann #fotboltinet @vikingurfc pic.twitter.com/eBKaw6zYsV— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2020 Leikmenn Víkings ferðuðust í einkaflugi til Slóveníu í dag, eftir að hafa farið í smitpróf heima á Íslandi, en leikur bikarmeistaranna við Olimpija er kl. 16.30 á morgun að íslenskum tíma. Víkingar þurfa svo að fara í vinnusóttkví við komuna aftur til Íslands og munu ekki spila aftur fyrr en að loknu landsleikjahléi, eftir hálfan mánuð.
Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin í Evrópukeppni spila ekki í Pepsi Max um næstu helgi KSÍ hefur frestað leikjum Víkinga og Breiðabliks um næstu helgi og um leið frestast leikur FH-inga í sömu umferð Pepsi Max deildarinnar. 25. ágúst 2020 09:30 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Íslensku liðin í Evrópukeppni spila ekki í Pepsi Max um næstu helgi KSÍ hefur frestað leikjum Víkinga og Breiðabliks um næstu helgi og um leið frestast leikur FH-inga í sömu umferð Pepsi Max deildarinnar. 25. ágúst 2020 09:30
Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30
Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30
Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn