Ásmundur nýtur trausts hjá Fjölni: „Stöndum við bakið á okkar manni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2020 12:04 Úr leik Fylkis og Fjölnis í gær. Árbæingar unnu 2-0 sigur með mörkum Ásgeirs Eyþórssonar og Valdimars Þór Ingimundarsonar. vísir/vilhelm Þrátt fyrir rýra uppskeru það sem af er tímabili nýtur Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, trausts stjórnar knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, í stuttu máli ekki. Við stöndum við bakið á okkar manni,“ sagði Kolbeinn Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, aðspurður hvort það hefði komið til tals að skipta um þjálfara hjá liðinu. Fjölnir er á botni Pepsi Max-deildar karla með fjögur stig, fimm stigum frá öruggu sæti, og hefur ekki enn unnið leik. Í gær tapaði Fjölnir fyrir Fylki, 2-0. „Fyrst og síðast þurfum við að fá úrslit inni á vellinum. Við teljum okkur hafa hafa eitthvað verið óheppna með meiðsli, færanýtingu og annað slíkt. En í lok dagsins eru það bara stigin á töflunni sem telja og þau hafa ekki verið nógu mörg hingað til. En við höfum fulla trú á Ása og þjálfarateyminu. Það vinnur sína vinnu vel að okkar mati,“ sagði Kolbeinn. Félagaskiptaglugginn er opinn og verður opinn til 1. september. Fjölnismenn freista þess að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. „Við erum að skoða leikmenn, bæði innanlands og erlendis. En þetta er gamla klisjan, það eru margir um hituna og að bítast um sömu leikmennina. Vonandi kemur eitthvað nánar í ljós á næstu tveimur dögum. Við stefnum á að styrkja liðið, engin spurning. Við ætlum ekkert að leggja árar í bát og erum ekki hættir þótt stigin séu fá. Þetta er fljótt að snúast við og við eigum tíu leiki eftir,“ sagði Kolbeinn. Fjölnir átti að mæta Breiðabliki á sunnudaginn en þeim leik var frestað vegna þátttöku Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar. Samkvæmt dagskránni er næsti leikur Fjölnis ekki fyrr en gegn Gróttu mánudaginn 14. september, eftir þrjár vikur. Kolbeinn á síður von á því að það líði svo langt á milli leikja. „KSÍ og félögin berjast í þessu á hverjum einasta degi, að hreyfa og færa mótið til. Ég neita að trúa því að það komi þriggja vikna hlé hjá okkur. Það þarf að spila þétt ef þetta á að klárast fyrir jól. Það er verið að reyna að færa leiki,“ sagði Kolbeinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Fjölnir 2-0 | Staða Fjölnismanna versnar enn Fylkir komst upp fyrir KR í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 2-0 sigri á botnliði Fjölnis. Ásgeir Eyþórsson og Valdimar Þór Ingimundarson skoruðu mörk Fylkismanna. 25. ágúst 2020 22:04 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Þrátt fyrir rýra uppskeru það sem af er tímabili nýtur Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, trausts stjórnar knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, í stuttu máli ekki. Við stöndum við bakið á okkar manni,“ sagði Kolbeinn Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, aðspurður hvort það hefði komið til tals að skipta um þjálfara hjá liðinu. Fjölnir er á botni Pepsi Max-deildar karla með fjögur stig, fimm stigum frá öruggu sæti, og hefur ekki enn unnið leik. Í gær tapaði Fjölnir fyrir Fylki, 2-0. „Fyrst og síðast þurfum við að fá úrslit inni á vellinum. Við teljum okkur hafa hafa eitthvað verið óheppna með meiðsli, færanýtingu og annað slíkt. En í lok dagsins eru það bara stigin á töflunni sem telja og þau hafa ekki verið nógu mörg hingað til. En við höfum fulla trú á Ása og þjálfarateyminu. Það vinnur sína vinnu vel að okkar mati,“ sagði Kolbeinn. Félagaskiptaglugginn er opinn og verður opinn til 1. september. Fjölnismenn freista þess að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. „Við erum að skoða leikmenn, bæði innanlands og erlendis. En þetta er gamla klisjan, það eru margir um hituna og að bítast um sömu leikmennina. Vonandi kemur eitthvað nánar í ljós á næstu tveimur dögum. Við stefnum á að styrkja liðið, engin spurning. Við ætlum ekkert að leggja árar í bát og erum ekki hættir þótt stigin séu fá. Þetta er fljótt að snúast við og við eigum tíu leiki eftir,“ sagði Kolbeinn. Fjölnir átti að mæta Breiðabliki á sunnudaginn en þeim leik var frestað vegna þátttöku Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar. Samkvæmt dagskránni er næsti leikur Fjölnis ekki fyrr en gegn Gróttu mánudaginn 14. september, eftir þrjár vikur. Kolbeinn á síður von á því að það líði svo langt á milli leikja. „KSÍ og félögin berjast í þessu á hverjum einasta degi, að hreyfa og færa mótið til. Ég neita að trúa því að það komi þriggja vikna hlé hjá okkur. Það þarf að spila þétt ef þetta á að klárast fyrir jól. Það er verið að reyna að færa leiki,“ sagði Kolbeinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Fjölnir 2-0 | Staða Fjölnismanna versnar enn Fylkir komst upp fyrir KR í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 2-0 sigri á botnliði Fjölnis. Ásgeir Eyþórsson og Valdimar Þór Ingimundarson skoruðu mörk Fylkismanna. 25. ágúst 2020 22:04 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Fjölnir 2-0 | Staða Fjölnismanna versnar enn Fylkir komst upp fyrir KR í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 2-0 sigri á botnliði Fjölnis. Ásgeir Eyþórsson og Valdimar Þór Ingimundarson skoruðu mörk Fylkismanna. 25. ágúst 2020 22:04