Ásmundur nýtur trausts hjá Fjölni: „Stöndum við bakið á okkar manni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2020 12:04 Úr leik Fylkis og Fjölnis í gær. Árbæingar unnu 2-0 sigur með mörkum Ásgeirs Eyþórssonar og Valdimars Þór Ingimundarsonar. vísir/vilhelm Þrátt fyrir rýra uppskeru það sem af er tímabili nýtur Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, trausts stjórnar knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, í stuttu máli ekki. Við stöndum við bakið á okkar manni,“ sagði Kolbeinn Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, aðspurður hvort það hefði komið til tals að skipta um þjálfara hjá liðinu. Fjölnir er á botni Pepsi Max-deildar karla með fjögur stig, fimm stigum frá öruggu sæti, og hefur ekki enn unnið leik. Í gær tapaði Fjölnir fyrir Fylki, 2-0. „Fyrst og síðast þurfum við að fá úrslit inni á vellinum. Við teljum okkur hafa hafa eitthvað verið óheppna með meiðsli, færanýtingu og annað slíkt. En í lok dagsins eru það bara stigin á töflunni sem telja og þau hafa ekki verið nógu mörg hingað til. En við höfum fulla trú á Ása og þjálfarateyminu. Það vinnur sína vinnu vel að okkar mati,“ sagði Kolbeinn. Félagaskiptaglugginn er opinn og verður opinn til 1. september. Fjölnismenn freista þess að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. „Við erum að skoða leikmenn, bæði innanlands og erlendis. En þetta er gamla klisjan, það eru margir um hituna og að bítast um sömu leikmennina. Vonandi kemur eitthvað nánar í ljós á næstu tveimur dögum. Við stefnum á að styrkja liðið, engin spurning. Við ætlum ekkert að leggja árar í bát og erum ekki hættir þótt stigin séu fá. Þetta er fljótt að snúast við og við eigum tíu leiki eftir,“ sagði Kolbeinn. Fjölnir átti að mæta Breiðabliki á sunnudaginn en þeim leik var frestað vegna þátttöku Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar. Samkvæmt dagskránni er næsti leikur Fjölnis ekki fyrr en gegn Gróttu mánudaginn 14. september, eftir þrjár vikur. Kolbeinn á síður von á því að það líði svo langt á milli leikja. „KSÍ og félögin berjast í þessu á hverjum einasta degi, að hreyfa og færa mótið til. Ég neita að trúa því að það komi þriggja vikna hlé hjá okkur. Það þarf að spila þétt ef þetta á að klárast fyrir jól. Það er verið að reyna að færa leiki,“ sagði Kolbeinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Fjölnir 2-0 | Staða Fjölnismanna versnar enn Fylkir komst upp fyrir KR í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 2-0 sigri á botnliði Fjölnis. Ásgeir Eyþórsson og Valdimar Þór Ingimundarson skoruðu mörk Fylkismanna. 25. ágúst 2020 22:04 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Þrátt fyrir rýra uppskeru það sem af er tímabili nýtur Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, trausts stjórnar knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, í stuttu máli ekki. Við stöndum við bakið á okkar manni,“ sagði Kolbeinn Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, aðspurður hvort það hefði komið til tals að skipta um þjálfara hjá liðinu. Fjölnir er á botni Pepsi Max-deildar karla með fjögur stig, fimm stigum frá öruggu sæti, og hefur ekki enn unnið leik. Í gær tapaði Fjölnir fyrir Fylki, 2-0. „Fyrst og síðast þurfum við að fá úrslit inni á vellinum. Við teljum okkur hafa hafa eitthvað verið óheppna með meiðsli, færanýtingu og annað slíkt. En í lok dagsins eru það bara stigin á töflunni sem telja og þau hafa ekki verið nógu mörg hingað til. En við höfum fulla trú á Ása og þjálfarateyminu. Það vinnur sína vinnu vel að okkar mati,“ sagði Kolbeinn. Félagaskiptaglugginn er opinn og verður opinn til 1. september. Fjölnismenn freista þess að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. „Við erum að skoða leikmenn, bæði innanlands og erlendis. En þetta er gamla klisjan, það eru margir um hituna og að bítast um sömu leikmennina. Vonandi kemur eitthvað nánar í ljós á næstu tveimur dögum. Við stefnum á að styrkja liðið, engin spurning. Við ætlum ekkert að leggja árar í bát og erum ekki hættir þótt stigin séu fá. Þetta er fljótt að snúast við og við eigum tíu leiki eftir,“ sagði Kolbeinn. Fjölnir átti að mæta Breiðabliki á sunnudaginn en þeim leik var frestað vegna þátttöku Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar. Samkvæmt dagskránni er næsti leikur Fjölnis ekki fyrr en gegn Gróttu mánudaginn 14. september, eftir þrjár vikur. Kolbeinn á síður von á því að það líði svo langt á milli leikja. „KSÍ og félögin berjast í þessu á hverjum einasta degi, að hreyfa og færa mótið til. Ég neita að trúa því að það komi þriggja vikna hlé hjá okkur. Það þarf að spila þétt ef þetta á að klárast fyrir jól. Það er verið að reyna að færa leiki,“ sagði Kolbeinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Fjölnir 2-0 | Staða Fjölnismanna versnar enn Fylkir komst upp fyrir KR í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 2-0 sigri á botnliði Fjölnis. Ásgeir Eyþórsson og Valdimar Þór Ingimundarson skoruðu mörk Fylkismanna. 25. ágúst 2020 22:04 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Fjölnir 2-0 | Staða Fjölnismanna versnar enn Fylkir komst upp fyrir KR í 5. sæti Pepsi Max-deildar karla með 2-0 sigri á botnliði Fjölnis. Ásgeir Eyþórsson og Valdimar Þór Ingimundarson skoruðu mörk Fylkismanna. 25. ágúst 2020 22:04