Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 14:00 Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins um langt árabil og ver einnig mark Vals sem er á toppi Pepsi Max-deildarinnar. VÍSIR/VILHELM Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. Þetta segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Vísir leitaði viðbragða hans vegna þeirrar ákvörðunar FIFA að veita knattspyrnufélögum tímabundna heimild til að banna leikmönnum sínum að spila í Þjóðadeildinni í september, kalli landsleikir á fimm daga sóttkví. Þessi heimild á við Val vegna Kaj Leo i Bartalsstovu, sem valinn hefur verið í færeyska landsliðið sem mætir Möltu og svo Andorra á útivelli. Heimildin mun einnig eiga við um Hannes og Birki Má Sævarsson verði þeir valdir í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður á föstudag. Verði Hannes og Birkir valdir í hópinn sem mætir Englandi og Belgíu þurfa þeir að óbreyttu að fara í fimm daga sóttkví eftir heimkomu frá Belgíu 9. september. Miðað við núverandi dagskrá Vals myndu þeir missa af bikarleik við HK 10. september og deildarleik við Víking R. þremur dögum síðar, auk þess að mega ekki æfa með Val á meðan þeir eru í sóttkví. Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er leikmaður Víkings og gæti einnig misst af leiknum við Val 13. september. Víkingar hafa rétt á að banna honum að fara í landsleikina verði hann valinn. Börkur bindur vonir við að hægt verði í samvinnu við KSÍ að greiða úr málinu og að engum verði bannað að spila landsleiki: „Já, ég ætla að trúa því að minnsta kosti þar til að annað kemur í ljós. Menn vilja vinna þetta í sátt og samlyndi því hagur og velferð íslenskra liða hlýtur að vera í forgangi hjá KSÍ. Ég trúi ekki öðru. Við þurfum að sjá hvort það sé hægt að hnika til leikjum eins og þarf, og finna sameiginlega lausn,“ segir Börkur. „Við þurfum auðvitað fyrst að sjá íslenska landsliðshópinn en ég reikna alveg með að við eigum 1-2 leikmenn þar. Við erum vissulega að skoða þetta og búa til sviðsmyndir,“ segir Börkur. En gætu Valsmenn sætt sig við að vera án landsliðsmarkvarðarins í fyrrnefndum leikjum? „Nei, það er alls ekki sú staða sem við viljum að verði uppi. Við erum með okkar markmið sem félag og Valur er í forgangi hjá okkur. Að sjálfsögðu viljum við hafa alla okkar menn í svona mikilvægum leikjum,“ segir Börkur. FH vill að Gunnar geti spilað Að sama skapi á FH rétt á að meina Gunnari Nielsen markverði um að spila með Færeyjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það sé vilji félagsins að leyfa leikmönnum að spila landsleiki fyrir sína þjóð. Málið verði þó skoðað en FH-ingar eiga leik við Stjörnuna í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september, sem Gunnar missir að óbreyttu af. Valur FH Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. Þetta segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Vísir leitaði viðbragða hans vegna þeirrar ákvörðunar FIFA að veita knattspyrnufélögum tímabundna heimild til að banna leikmönnum sínum að spila í Þjóðadeildinni í september, kalli landsleikir á fimm daga sóttkví. Þessi heimild á við Val vegna Kaj Leo i Bartalsstovu, sem valinn hefur verið í færeyska landsliðið sem mætir Möltu og svo Andorra á útivelli. Heimildin mun einnig eiga við um Hannes og Birki Má Sævarsson verði þeir valdir í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður á föstudag. Verði Hannes og Birkir valdir í hópinn sem mætir Englandi og Belgíu þurfa þeir að óbreyttu að fara í fimm daga sóttkví eftir heimkomu frá Belgíu 9. september. Miðað við núverandi dagskrá Vals myndu þeir missa af bikarleik við HK 10. september og deildarleik við Víking R. þremur dögum síðar, auk þess að mega ekki æfa með Val á meðan þeir eru í sóttkví. Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er leikmaður Víkings og gæti einnig misst af leiknum við Val 13. september. Víkingar hafa rétt á að banna honum að fara í landsleikina verði hann valinn. Börkur bindur vonir við að hægt verði í samvinnu við KSÍ að greiða úr málinu og að engum verði bannað að spila landsleiki: „Já, ég ætla að trúa því að minnsta kosti þar til að annað kemur í ljós. Menn vilja vinna þetta í sátt og samlyndi því hagur og velferð íslenskra liða hlýtur að vera í forgangi hjá KSÍ. Ég trúi ekki öðru. Við þurfum að sjá hvort það sé hægt að hnika til leikjum eins og þarf, og finna sameiginlega lausn,“ segir Börkur. „Við þurfum auðvitað fyrst að sjá íslenska landsliðshópinn en ég reikna alveg með að við eigum 1-2 leikmenn þar. Við erum vissulega að skoða þetta og búa til sviðsmyndir,“ segir Börkur. En gætu Valsmenn sætt sig við að vera án landsliðsmarkvarðarins í fyrrnefndum leikjum? „Nei, það er alls ekki sú staða sem við viljum að verði uppi. Við erum með okkar markmið sem félag og Valur er í forgangi hjá okkur. Að sjálfsögðu viljum við hafa alla okkar menn í svona mikilvægum leikjum,“ segir Börkur. FH vill að Gunnar geti spilað Að sama skapi á FH rétt á að meina Gunnari Nielsen markverði um að spila með Færeyjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það sé vilji félagsins að leyfa leikmönnum að spila landsleiki fyrir sína þjóð. Málið verði þó skoðað en FH-ingar eiga leik við Stjörnuna í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september, sem Gunnar missir að óbreyttu af.
Valur FH Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki