Börnin í Ísaksskóla grétu þegar battavöllurinn var horfinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2020 13:38 Sparkvöllurinn stóð á gervigrasinu fjær. Nágrannakonan býr í gráa húsinu sem stendur næst vellinum. Vísir/Vilhelm „Það var grátið,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, um viðbrögð barna í skólanum þegar þau mættu eftir sumarfrí og sáu að vinsæll fótboltavöllur á skólalóðinni var horfinn. Um er að ræða battavöll í flottari kantinum sem notið hefur mikilla vinsælda, svo mikilla að fólk á öllum aldri sparkar þar bolta langt fram á kvöld. Battar eru veggir sem loka vellinum og gera að verkum að boltinn er alltaf í leik. Iðkunin hefur komið illa við íbúa í húsi sem stendur við völlinn. Fór svo að fulltrúi á skipulags- og umhverfissviði lagði til til að völlurinn yrði tekinn niður í framhaldi af beiðni Ísaksskóla um breytingar á deiliskipulagi vegna vallarins, sem þegar hafði staðið í á annað ár. Þá tillögu féllst borgarráð á í júlí. Ljóst er að völlurinn var reistur án þess að nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi höfðu verið samþykktar. „Þetta er búin að vera ólýsanlega martröð en henni er sem betur fer lokið,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir, íbúi í Skaftahlíð, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er eins og að koma út í sveit, borið saman við það sem áður var.“ Skilur afstöðu nágrannakonunnar Battavöllurinn hefur verið í notkun í á annað ár en um er að ræða gjöf fyrrverandi nemanda skólans. Þar var áður malbikað svæði með tveimur litlum mörkum. „Við erum auðvitað mjög leið að þessi dásemdarvöllur sé farin,“ segir Sigríður skólastjóri. Hún skilji þó nágrannakonuna mjög vel. Völlurinn hafi notið mikilla vinsælda fram á nótt með tilheyrandi látum. Svona leit battavöllurinn út sem reistur var á Ísaksskóla. Hún nefnir að völlurinn hafi verið settur upp með vitunda Reykjavíkurborgar. Hins vegar hafi ekki verið leyfi fyrir hárri girðingu sem reisa þurfti kringum völlinn til að varna því að boltar færu á lóð nágranna. Hafi hún raunar ekki vitað að byrjað væri að reisa hana fyrr en það verk var komið í gang. Ekki allt fengið í þessu lífi „Við höldum áfram að spila fótbolta og það er búið að lækka girðinguna og taka battana,“ segir Sigríður. Fótbolti hafi verið spilaður í Ísaksskóla í fimmtíu til sextíu ár. Úr skólanum hafi komið margt gott fótboltafólk og íþróttin mjög vinsæl í frímínútum og útiveru. Má nefna Elínu Mettu Jensen markadrottningu í Val sem og Matthías Guðmundsson sem er starfsmaður við skólann í dag. „Við erum allavega komin með gervigras, mjúkt undirlag. Og börnin fá mörk í næstu viku,“ segir Sigríður. Völlurinn hefði verið algjör snilld hefði hann ekki truflað einhvern. „En það er ekki allt fengið í þessu lífi. Við erum bara sátt,“ segir Sigríður og hlakkar til að fá lítil mörk á völlinn í næstu viku. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:07. Börn og uppeldi Fótbolti Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Það var grátið,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, um viðbrögð barna í skólanum þegar þau mættu eftir sumarfrí og sáu að vinsæll fótboltavöllur á skólalóðinni var horfinn. Um er að ræða battavöll í flottari kantinum sem notið hefur mikilla vinsælda, svo mikilla að fólk á öllum aldri sparkar þar bolta langt fram á kvöld. Battar eru veggir sem loka vellinum og gera að verkum að boltinn er alltaf í leik. Iðkunin hefur komið illa við íbúa í húsi sem stendur við völlinn. Fór svo að fulltrúi á skipulags- og umhverfissviði lagði til til að völlurinn yrði tekinn niður í framhaldi af beiðni Ísaksskóla um breytingar á deiliskipulagi vegna vallarins, sem þegar hafði staðið í á annað ár. Þá tillögu féllst borgarráð á í júlí. Ljóst er að völlurinn var reistur án þess að nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi höfðu verið samþykktar. „Þetta er búin að vera ólýsanlega martröð en henni er sem betur fer lokið,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir, íbúi í Skaftahlíð, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er eins og að koma út í sveit, borið saman við það sem áður var.“ Skilur afstöðu nágrannakonunnar Battavöllurinn hefur verið í notkun í á annað ár en um er að ræða gjöf fyrrverandi nemanda skólans. Þar var áður malbikað svæði með tveimur litlum mörkum. „Við erum auðvitað mjög leið að þessi dásemdarvöllur sé farin,“ segir Sigríður skólastjóri. Hún skilji þó nágrannakonuna mjög vel. Völlurinn hafi notið mikilla vinsælda fram á nótt með tilheyrandi látum. Svona leit battavöllurinn út sem reistur var á Ísaksskóla. Hún nefnir að völlurinn hafi verið settur upp með vitunda Reykjavíkurborgar. Hins vegar hafi ekki verið leyfi fyrir hárri girðingu sem reisa þurfti kringum völlinn til að varna því að boltar færu á lóð nágranna. Hafi hún raunar ekki vitað að byrjað væri að reisa hana fyrr en það verk var komið í gang. Ekki allt fengið í þessu lífi „Við höldum áfram að spila fótbolta og það er búið að lækka girðinguna og taka battana,“ segir Sigríður. Fótbolti hafi verið spilaður í Ísaksskóla í fimmtíu til sextíu ár. Úr skólanum hafi komið margt gott fótboltafólk og íþróttin mjög vinsæl í frímínútum og útiveru. Má nefna Elínu Mettu Jensen markadrottningu í Val sem og Matthías Guðmundsson sem er starfsmaður við skólann í dag. „Við erum allavega komin með gervigras, mjúkt undirlag. Og börnin fá mörk í næstu viku,“ segir Sigríður. Völlurinn hefði verið algjör snilld hefði hann ekki truflað einhvern. „En það er ekki allt fengið í þessu lífi. Við erum bara sátt,“ segir Sigríður og hlakkar til að fá lítil mörk á völlinn í næstu viku. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:07.
Börn og uppeldi Fótbolti Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent