Manchester City gæti sett á svokallaðan Messi-skatt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 10:30 Það er mikið verðmæti í nafni Lionel Messi og Manchester mun örugglega nýta sér það. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Lionel Messi vill spila fyrir Manchester City á komandi tímabili og enska úrvalsdeildarfélagið leitar nú leiða til að fá leikmanninn til sín. Fleiri félög en Manchester City vilja auðvitað fá Messi til síns en hann vill spila fyrir sinn gamla stjóra Pep Guardiola. Lionel Messi er sagði hafa upplifað vanvirðingu frá Ronald Koeman, nýjum stjóra Barcelona, og er harður á því að spila ekki aftur fyrir félagið. Messi þarf auðvitað að losa undir síðast árinu á samningi sínum við Barcelona liðið og það mál gæti endað fyrir dómstólum. Manchester City are set to earn A LOT more money... https://t.co/GLTaxIYHvI— SPORTbible (@sportbible) August 27, 2020 Koma Lionel Messi til Manchester City myndi breyta miklu fyrir félagið ekki síst fjárhagslega. City menn ætla líka að nýta sér það. Það er auðvitað mjög dýrt að semja við Messi en það eru tekjumöguleikar líka. Samkvæmt fréttum sem berast út frá Manchester þá er Manchester City að íhuga að að setja á sérstakan Messi skatt takist þeim að krækja í argentínska snillinginn. Manchester City er eitt fárra félaga í heiminum sem hefur burði til þess að semja við risastjörnu eins og Lionel Messi. Það ættu því að vera til peningar í klúbbnum en um leið er tilefni til að heimta meiri pening frá styrktaraðilum þegar besti knattspyrnumanns heims kemur í félagið. Samkvæmt frétt Jack Gaughan í Daily Mail þá myndi Manchester City þannig kalla eftir aukagreiðslu ætli styrktaraðilar þeirra að nýta sér Messi í að búa til betri ímynd fyrir sitt fyrirtæki. The end of the affair: after Messi, Barcelona will never be the same | By @sidlowe https://t.co/q51s4V1EXI— Guardian sport (@guardian_sport) August 27, 2020 Messi er sjálfur með auglýsingasamninga við Pepsi Max, Lays og Adidas en það er aðeins Cristiano Ronaldo sem er jafn eftirsóttur hjá fyrirtækjum að auglýsa vörur sínar. Paul Hirst hjá The Times segir að Manchester City sé búið að vinna í þessu máli í meira en viku og þar á bæ trúa menn því að þetta sé möguleiki þrátt fyrir að City þurfi að kaupa Messi frá Barcelona fyrir stóra upphæð. Messi er með árslaun upp á 90 milljónir punda eða um 16,4 milljarða íslenskra króna. Það kostar því líka sitt að vera með hann á launaskrá. ESPN segir frá því að Manchester City ætli sér að bjóða Messi samning þar sem hann myndi spila í ensku úrvalsdeildinni í þrjú tímabil en færa sig síðan yfir í systurfélagið New York City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Man United and Man City are among the favourites for Lionel Messi's signature! pic.twitter.com/9SruZiloE5— The Sun Football (@TheSunFootball) August 27, 2020 Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Lionel Messi vill spila fyrir Manchester City á komandi tímabili og enska úrvalsdeildarfélagið leitar nú leiða til að fá leikmanninn til sín. Fleiri félög en Manchester City vilja auðvitað fá Messi til síns en hann vill spila fyrir sinn gamla stjóra Pep Guardiola. Lionel Messi er sagði hafa upplifað vanvirðingu frá Ronald Koeman, nýjum stjóra Barcelona, og er harður á því að spila ekki aftur fyrir félagið. Messi þarf auðvitað að losa undir síðast árinu á samningi sínum við Barcelona liðið og það mál gæti endað fyrir dómstólum. Manchester City are set to earn A LOT more money... https://t.co/GLTaxIYHvI— SPORTbible (@sportbible) August 27, 2020 Koma Lionel Messi til Manchester City myndi breyta miklu fyrir félagið ekki síst fjárhagslega. City menn ætla líka að nýta sér það. Það er auðvitað mjög dýrt að semja við Messi en það eru tekjumöguleikar líka. Samkvæmt fréttum sem berast út frá Manchester þá er Manchester City að íhuga að að setja á sérstakan Messi skatt takist þeim að krækja í argentínska snillinginn. Manchester City er eitt fárra félaga í heiminum sem hefur burði til þess að semja við risastjörnu eins og Lionel Messi. Það ættu því að vera til peningar í klúbbnum en um leið er tilefni til að heimta meiri pening frá styrktaraðilum þegar besti knattspyrnumanns heims kemur í félagið. Samkvæmt frétt Jack Gaughan í Daily Mail þá myndi Manchester City þannig kalla eftir aukagreiðslu ætli styrktaraðilar þeirra að nýta sér Messi í að búa til betri ímynd fyrir sitt fyrirtæki. The end of the affair: after Messi, Barcelona will never be the same | By @sidlowe https://t.co/q51s4V1EXI— Guardian sport (@guardian_sport) August 27, 2020 Messi er sjálfur með auglýsingasamninga við Pepsi Max, Lays og Adidas en það er aðeins Cristiano Ronaldo sem er jafn eftirsóttur hjá fyrirtækjum að auglýsa vörur sínar. Paul Hirst hjá The Times segir að Manchester City sé búið að vinna í þessu máli í meira en viku og þar á bæ trúa menn því að þetta sé möguleiki þrátt fyrir að City þurfi að kaupa Messi frá Barcelona fyrir stóra upphæð. Messi er með árslaun upp á 90 milljónir punda eða um 16,4 milljarða íslenskra króna. Það kostar því líka sitt að vera með hann á launaskrá. ESPN segir frá því að Manchester City ætli sér að bjóða Messi samning þar sem hann myndi spila í ensku úrvalsdeildinni í þrjú tímabil en færa sig síðan yfir í systurfélagið New York City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Man United and Man City are among the favourites for Lionel Messi's signature! pic.twitter.com/9SruZiloE5— The Sun Football (@TheSunFootball) August 27, 2020
Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira