Ferðalög fólks verði færri og valin af meiri kostgæfni Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2020 09:56 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Vísir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segist gera ráð fyrir að á næstu árum verði ferðalög fólks almennt færri og valin af meiri kostgæfni. Skarphéðinn ræddi ferðavenjur og stöðu ferðaþjónustunnar í ástandinu sem nú ríkir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Menn gera ráð fyrir að ferðalög í kringum vinnu – ráðstefnur, fundir og annað slíkt – almennt gert ráð fyrir að það muni draga úr því. Hvað varðar hvaða áhrif þetta mun hafa á þá sem eru í fríi – sumir telja að þetta muni verða til þess að fólk fari í lengri og færri ferðir. Það getur vel verið. Fyrir Covid voru menn fyrst og fremst að horfa á kolefnissporið og hvaða áhrif það myndi hafa á ferðalög og umhverfið. Þetta hefur ekkert farið frá okkur. Þegar dregur úr Covid mun þetta mál verða enn brýnna og koma upp til að hafa áhrif. Ég held að þetta muni verða til þess að ferðir verði lengri, valdar af meiri kostgæfni. Þetta mun örugglega hafa áhrif,“ segir Skarphéðinn. Erfiðara að fá fólk til að fara í „aukaferðalagið“ Ferðamálastjóri ræddi sömuleiðis stöðu ferðaþjónustunnar og þær ráðstafanir sem hefur verið gripið til á landamærunum. Nú komi svo gott sem engir bandarískir ferðamenn, en þeir hafa jafnan verið mjög áberandi á haustin. „Það er alveg ljóst að eftir þessar aðgerðir á landamærum – ákvörðun um það að skima tvisvar og sóttkví á milli – þá hefur dregið allverulega úr. Það eru sárafáir ferðamenn sem hafa áhuga á þessu að hafa þetta svona þegar þeir koma til landsins. Það er alveg ljóst að það verða ekki margir á meðan þetta verður. Það er líka alveg viðbúið að þetta muni teygja sig eitthvað lengra inn í haustið því ferðavilji almennt og ferðir eru sjaldgæfari á haustin og veturna hjá fólki. Þetta er kannski annað ferðalagið á árinu, aukaferðalagið, og kannski erfiðara að fá fólk til að fara í það.“ Hlusta má á viðtalið í spilaranum að neðan. Aðspurður um ferðir Íslendinga til útlanda segir Skarphéðinn að búið er að aflýsa svo gott sem öllum borgarferðum í haust. „Þetta eru oft árshátíðarferðir eða starfsmannaferðir eða einhverjir saumaklúbbar eða eitthvað svoleiðis. Bæði í vor og haust er búið að aflýsa þessu. Vonandi að þessir hópar sjái tækifæri í því að ferðast innanlands.“ Íslendingatraffíkin farin að einskorðast við helgar Skarphéðinn segir að í gegnum tíðina hafi Íslendingar ferðast fyrst og fremst í júlí. Þannig að aðrir mánuðir hafi alla jafna ekki verið mjög fyrirferðarmiklir hjá Íslendingum. „Það sem gerðist núna er að Íslendingar virðast hafa byrjað fyrr, jafnvel í maí og verið þokkalega mikið að ferðast í júní og svolítið inn í ágúst. Ef við tökum júlí, þá eru allar vísbendingar um að umsvif í ferðaþjónustu hafi ekki verið langt frá því sem var í júlí í fyrra. Þannig að þó að erlendir ferðamenn hafi ekki verið um 20 prósent af því sem var í fyrra þá hafa Íslendingarnir bætt það upp. Svo það sem gerist þegar við færum okkur í seinni hlutann í ágúst þá var farið að vera greinilegt að Íslendingatraffíkin var farin að einskorðast við helgar. Það er greinilegt líka þegar komið er fram í haustið,“ segir Skarphéðinn. Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segist gera ráð fyrir að á næstu árum verði ferðalög fólks almennt færri og valin af meiri kostgæfni. Skarphéðinn ræddi ferðavenjur og stöðu ferðaþjónustunnar í ástandinu sem nú ríkir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Menn gera ráð fyrir að ferðalög í kringum vinnu – ráðstefnur, fundir og annað slíkt – almennt gert ráð fyrir að það muni draga úr því. Hvað varðar hvaða áhrif þetta mun hafa á þá sem eru í fríi – sumir telja að þetta muni verða til þess að fólk fari í lengri og færri ferðir. Það getur vel verið. Fyrir Covid voru menn fyrst og fremst að horfa á kolefnissporið og hvaða áhrif það myndi hafa á ferðalög og umhverfið. Þetta hefur ekkert farið frá okkur. Þegar dregur úr Covid mun þetta mál verða enn brýnna og koma upp til að hafa áhrif. Ég held að þetta muni verða til þess að ferðir verði lengri, valdar af meiri kostgæfni. Þetta mun örugglega hafa áhrif,“ segir Skarphéðinn. Erfiðara að fá fólk til að fara í „aukaferðalagið“ Ferðamálastjóri ræddi sömuleiðis stöðu ferðaþjónustunnar og þær ráðstafanir sem hefur verið gripið til á landamærunum. Nú komi svo gott sem engir bandarískir ferðamenn, en þeir hafa jafnan verið mjög áberandi á haustin. „Það er alveg ljóst að eftir þessar aðgerðir á landamærum – ákvörðun um það að skima tvisvar og sóttkví á milli – þá hefur dregið allverulega úr. Það eru sárafáir ferðamenn sem hafa áhuga á þessu að hafa þetta svona þegar þeir koma til landsins. Það er alveg ljóst að það verða ekki margir á meðan þetta verður. Það er líka alveg viðbúið að þetta muni teygja sig eitthvað lengra inn í haustið því ferðavilji almennt og ferðir eru sjaldgæfari á haustin og veturna hjá fólki. Þetta er kannski annað ferðalagið á árinu, aukaferðalagið, og kannski erfiðara að fá fólk til að fara í það.“ Hlusta má á viðtalið í spilaranum að neðan. Aðspurður um ferðir Íslendinga til útlanda segir Skarphéðinn að búið er að aflýsa svo gott sem öllum borgarferðum í haust. „Þetta eru oft árshátíðarferðir eða starfsmannaferðir eða einhverjir saumaklúbbar eða eitthvað svoleiðis. Bæði í vor og haust er búið að aflýsa þessu. Vonandi að þessir hópar sjái tækifæri í því að ferðast innanlands.“ Íslendingatraffíkin farin að einskorðast við helgar Skarphéðinn segir að í gegnum tíðina hafi Íslendingar ferðast fyrst og fremst í júlí. Þannig að aðrir mánuðir hafi alla jafna ekki verið mjög fyrirferðarmiklir hjá Íslendingum. „Það sem gerðist núna er að Íslendingar virðast hafa byrjað fyrr, jafnvel í maí og verið þokkalega mikið að ferðast í júní og svolítið inn í ágúst. Ef við tökum júlí, þá eru allar vísbendingar um að umsvif í ferðaþjónustu hafi ekki verið langt frá því sem var í júlí í fyrra. Þannig að þó að erlendir ferðamenn hafi ekki verið um 20 prósent af því sem var í fyrra þá hafa Íslendingarnir bætt það upp. Svo það sem gerist þegar við færum okkur í seinni hlutann í ágúst þá var farið að vera greinilegt að Íslendingatraffíkin var farin að einskorðast við helgar. Það er greinilegt líka þegar komið er fram í haustið,“ segir Skarphéðinn.
Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira