Ferðalög fólks verði færri og valin af meiri kostgæfni Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2020 09:56 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Vísir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segist gera ráð fyrir að á næstu árum verði ferðalög fólks almennt færri og valin af meiri kostgæfni. Skarphéðinn ræddi ferðavenjur og stöðu ferðaþjónustunnar í ástandinu sem nú ríkir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Menn gera ráð fyrir að ferðalög í kringum vinnu – ráðstefnur, fundir og annað slíkt – almennt gert ráð fyrir að það muni draga úr því. Hvað varðar hvaða áhrif þetta mun hafa á þá sem eru í fríi – sumir telja að þetta muni verða til þess að fólk fari í lengri og færri ferðir. Það getur vel verið. Fyrir Covid voru menn fyrst og fremst að horfa á kolefnissporið og hvaða áhrif það myndi hafa á ferðalög og umhverfið. Þetta hefur ekkert farið frá okkur. Þegar dregur úr Covid mun þetta mál verða enn brýnna og koma upp til að hafa áhrif. Ég held að þetta muni verða til þess að ferðir verði lengri, valdar af meiri kostgæfni. Þetta mun örugglega hafa áhrif,“ segir Skarphéðinn. Erfiðara að fá fólk til að fara í „aukaferðalagið“ Ferðamálastjóri ræddi sömuleiðis stöðu ferðaþjónustunnar og þær ráðstafanir sem hefur verið gripið til á landamærunum. Nú komi svo gott sem engir bandarískir ferðamenn, en þeir hafa jafnan verið mjög áberandi á haustin. „Það er alveg ljóst að eftir þessar aðgerðir á landamærum – ákvörðun um það að skima tvisvar og sóttkví á milli – þá hefur dregið allverulega úr. Það eru sárafáir ferðamenn sem hafa áhuga á þessu að hafa þetta svona þegar þeir koma til landsins. Það er alveg ljóst að það verða ekki margir á meðan þetta verður. Það er líka alveg viðbúið að þetta muni teygja sig eitthvað lengra inn í haustið því ferðavilji almennt og ferðir eru sjaldgæfari á haustin og veturna hjá fólki. Þetta er kannski annað ferðalagið á árinu, aukaferðalagið, og kannski erfiðara að fá fólk til að fara í það.“ Hlusta má á viðtalið í spilaranum að neðan. Aðspurður um ferðir Íslendinga til útlanda segir Skarphéðinn að búið er að aflýsa svo gott sem öllum borgarferðum í haust. „Þetta eru oft árshátíðarferðir eða starfsmannaferðir eða einhverjir saumaklúbbar eða eitthvað svoleiðis. Bæði í vor og haust er búið að aflýsa þessu. Vonandi að þessir hópar sjái tækifæri í því að ferðast innanlands.“ Íslendingatraffíkin farin að einskorðast við helgar Skarphéðinn segir að í gegnum tíðina hafi Íslendingar ferðast fyrst og fremst í júlí. Þannig að aðrir mánuðir hafi alla jafna ekki verið mjög fyrirferðarmiklir hjá Íslendingum. „Það sem gerðist núna er að Íslendingar virðast hafa byrjað fyrr, jafnvel í maí og verið þokkalega mikið að ferðast í júní og svolítið inn í ágúst. Ef við tökum júlí, þá eru allar vísbendingar um að umsvif í ferðaþjónustu hafi ekki verið langt frá því sem var í júlí í fyrra. Þannig að þó að erlendir ferðamenn hafi ekki verið um 20 prósent af því sem var í fyrra þá hafa Íslendingarnir bætt það upp. Svo það sem gerist þegar við færum okkur í seinni hlutann í ágúst þá var farið að vera greinilegt að Íslendingatraffíkin var farin að einskorðast við helgar. Það er greinilegt líka þegar komið er fram í haustið,“ segir Skarphéðinn. Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segist gera ráð fyrir að á næstu árum verði ferðalög fólks almennt færri og valin af meiri kostgæfni. Skarphéðinn ræddi ferðavenjur og stöðu ferðaþjónustunnar í ástandinu sem nú ríkir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Menn gera ráð fyrir að ferðalög í kringum vinnu – ráðstefnur, fundir og annað slíkt – almennt gert ráð fyrir að það muni draga úr því. Hvað varðar hvaða áhrif þetta mun hafa á þá sem eru í fríi – sumir telja að þetta muni verða til þess að fólk fari í lengri og færri ferðir. Það getur vel verið. Fyrir Covid voru menn fyrst og fremst að horfa á kolefnissporið og hvaða áhrif það myndi hafa á ferðalög og umhverfið. Þetta hefur ekkert farið frá okkur. Þegar dregur úr Covid mun þetta mál verða enn brýnna og koma upp til að hafa áhrif. Ég held að þetta muni verða til þess að ferðir verði lengri, valdar af meiri kostgæfni. Þetta mun örugglega hafa áhrif,“ segir Skarphéðinn. Erfiðara að fá fólk til að fara í „aukaferðalagið“ Ferðamálastjóri ræddi sömuleiðis stöðu ferðaþjónustunnar og þær ráðstafanir sem hefur verið gripið til á landamærunum. Nú komi svo gott sem engir bandarískir ferðamenn, en þeir hafa jafnan verið mjög áberandi á haustin. „Það er alveg ljóst að eftir þessar aðgerðir á landamærum – ákvörðun um það að skima tvisvar og sóttkví á milli – þá hefur dregið allverulega úr. Það eru sárafáir ferðamenn sem hafa áhuga á þessu að hafa þetta svona þegar þeir koma til landsins. Það er alveg ljóst að það verða ekki margir á meðan þetta verður. Það er líka alveg viðbúið að þetta muni teygja sig eitthvað lengra inn í haustið því ferðavilji almennt og ferðir eru sjaldgæfari á haustin og veturna hjá fólki. Þetta er kannski annað ferðalagið á árinu, aukaferðalagið, og kannski erfiðara að fá fólk til að fara í það.“ Hlusta má á viðtalið í spilaranum að neðan. Aðspurður um ferðir Íslendinga til útlanda segir Skarphéðinn að búið er að aflýsa svo gott sem öllum borgarferðum í haust. „Þetta eru oft árshátíðarferðir eða starfsmannaferðir eða einhverjir saumaklúbbar eða eitthvað svoleiðis. Bæði í vor og haust er búið að aflýsa þessu. Vonandi að þessir hópar sjái tækifæri í því að ferðast innanlands.“ Íslendingatraffíkin farin að einskorðast við helgar Skarphéðinn segir að í gegnum tíðina hafi Íslendingar ferðast fyrst og fremst í júlí. Þannig að aðrir mánuðir hafi alla jafna ekki verið mjög fyrirferðarmiklir hjá Íslendingum. „Það sem gerðist núna er að Íslendingar virðast hafa byrjað fyrr, jafnvel í maí og verið þokkalega mikið að ferðast í júní og svolítið inn í ágúst. Ef við tökum júlí, þá eru allar vísbendingar um að umsvif í ferðaþjónustu hafi ekki verið langt frá því sem var í júlí í fyrra. Þannig að þó að erlendir ferðamenn hafi ekki verið um 20 prósent af því sem var í fyrra þá hafa Íslendingarnir bætt það upp. Svo það sem gerist þegar við færum okkur í seinni hlutann í ágúst þá var farið að vera greinilegt að Íslendingatraffíkin var farin að einskorðast við helgar. Það er greinilegt líka þegar komið er fram í haustið,“ segir Skarphéðinn.
Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira