Umfjöllun: Olimpija 2-1 Víkingur | Víkingur úr leik eftir hetjulega baráttu í Slóveníu Ísak Hallmundarson skrifar 27. ágúst 2020 19:00 Víkingar eru staddir í Slóveníu. VÍSIR/BÁRA Olimpija Ljublijana og Víkingur Reykjavík mættust í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Eftir hetjulega baráttu Víkinga náði Olimpija að kreista fram sigur eftir framlengingu. Víkingar urðu fyrir því áfalli að missa Sölva Geir Ottesen af velli með rautt spjald eftir einungis fimm mínútna leik. Þeir spiluðu hinsvegar mjög góðan leik það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og á 27. mínútu kom Óttar Magnús Karlsson Víkingi 1-0 yfir þegar hann fylgdi á eftir skoti Erlings Agnarssonar og kláraði af stuttu færi. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Reykjavíkurliðinu. Það var ekkert sem benti sérstaklega til þess að Slóvenska liðið myndi jafna fyrr en þegar um 20 mínútur voru eftir. Þá fengu heimamenn nokkur dauðafæri og það endaði með því að á 88. mínútu jafnaði Matic Fink leikinn með viðstöðulausu skoti hægramegin úr teignum. Ansi svekkjandi fyrir Víkinga sem spiluðu frábærlega og voru svo nálægt því að halda forystunni út leikinn. Það var því haldið í framlengingu. Fyrri hálfleikur hennar var markalaus en eftir aðeins hálfa mínútu af seinni hluta framlengingar kom Radivoj Bosic Olimpija Ljublijana yfir þegar vörn Víkinga var aðeins sofandi á verðinum. Þetta reyndist sigurmarkið og Víkingur er því úr leik eftir hetjulega baráttu og gríðarlega svekkjandi fyrir þá að fá á sig þetta jöfnunarmark í blálokin á venjulegum leiktíma. Olimpija Ljublijana er því komið áfram í næstu umferð en liðið þarf að fara í gegnum þrjá umspilsleiki í viðbót til að komast í sjálfa riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Víkingur heldur því heim til Íslands í vinnusóttkví og mætir aftur til leiks í Pepsi Max deildinni þann 13. september og mætir þar Val á Hlíðarenda. Evrópudeild UEFA Víkingur Reykjavík
Olimpija Ljublijana og Víkingur Reykjavík mættust í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Eftir hetjulega baráttu Víkinga náði Olimpija að kreista fram sigur eftir framlengingu. Víkingar urðu fyrir því áfalli að missa Sölva Geir Ottesen af velli með rautt spjald eftir einungis fimm mínútna leik. Þeir spiluðu hinsvegar mjög góðan leik það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og á 27. mínútu kom Óttar Magnús Karlsson Víkingi 1-0 yfir þegar hann fylgdi á eftir skoti Erlings Agnarssonar og kláraði af stuttu færi. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Reykjavíkurliðinu. Það var ekkert sem benti sérstaklega til þess að Slóvenska liðið myndi jafna fyrr en þegar um 20 mínútur voru eftir. Þá fengu heimamenn nokkur dauðafæri og það endaði með því að á 88. mínútu jafnaði Matic Fink leikinn með viðstöðulausu skoti hægramegin úr teignum. Ansi svekkjandi fyrir Víkinga sem spiluðu frábærlega og voru svo nálægt því að halda forystunni út leikinn. Það var því haldið í framlengingu. Fyrri hálfleikur hennar var markalaus en eftir aðeins hálfa mínútu af seinni hluta framlengingar kom Radivoj Bosic Olimpija Ljublijana yfir þegar vörn Víkinga var aðeins sofandi á verðinum. Þetta reyndist sigurmarkið og Víkingur er því úr leik eftir hetjulega baráttu og gríðarlega svekkjandi fyrir þá að fá á sig þetta jöfnunarmark í blálokin á venjulegum leiktíma. Olimpija Ljublijana er því komið áfram í næstu umferð en liðið þarf að fara í gegnum þrjá umspilsleiki í viðbót til að komast í sjálfa riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Víkingur heldur því heim til Íslands í vinnusóttkví og mætir aftur til leiks í Pepsi Max deildinni þann 13. september og mætir þar Val á Hlíðarenda.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti