Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 16:00 Það hefur verið tómlegt í stúkunum á knattspyrnuvöllum landsins undanfarið. Aðeins 20 áhorfendur eru leyfðir á hverjum leik - 10 frá hvoru liði. VÍSIR/VILHELM Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. Þegar Íslandsmótið í fótbolta hófst í sumar giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna uppgangs kórónuveirunnar hér á landi. Til athugunar að leyfa áhorfendur Þrátt fyrir tveggja metra fjarlægðartakmarkanir voru íþróttir með snertingu leyfðar að nýju frá og með 14. ágúst, en áhorfendur bannaðir (reyndar mega 10 áhorfendur frá hvoru liði mæta á fótboltaleiki). Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, var spurð út í rökin fyrir því á upplýsingafundi í dag: „Það voru mikil brögð að því á íþróttaviðburðum fyrr í sumar að aðferðir þær sem voru notaðar til að takmarka áhorfendafjölda, varðandi hólfaskiptingu og þess háttar, dugðu ekki vel. Við vorum svo lánsöm þá að það voru ekki samfélagssmit í gangi, svo það urðu engar hópsýkingar. Nú er staðan svolítið önnur,“ sagði Kamilla en ljóst er að miklar tekjur eru í húfi fyrir íþróttafélög að ógleymdri skemmtun fyrir íþróttaáhugafólk. Sóttvarnalæknir ræður því hvort eitthvað breytist á næstunni. „Þetta er eitthvað sem er í athugun, hvort það séu forsendur til að endurskoða þetta eftir því sem við náum betri tökum á því samfélagssmiti sem er í gangi, og eins ef að fólk áttar sig betur á því hve mikilvægt er að virða þessar samkomutakmarkanir sem eru í gildi,“ sagði Kamilla. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ fékk það staðfest að engir verði í stúkunni á landsleikjunum í september Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið endanlega staðfestingu á því að næstu leikir íslensku landsliðanna á heimavelli fara fram fyrir luktum dyrum. 19. ágúst 2020 15:24 Silfurskeiðin fann leið fram hjá sóttvarnareglum Stuðningsmenn Stjörnunnar fóru nýstárlegar leiðir til að sjá leik síns liðs gegn FH í Kaplakrika á dögunum. 18. ágúst 2020 19:00 Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Áhorfendabannið kemur illa við félögin á Íslandi. Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. 14. ágúst 2020 19:00 Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Sjá meira
Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. Þegar Íslandsmótið í fótbolta hófst í sumar giltu 200 manna samkomutakmarkanir á Íslandi. Sá fjöldi áhorfenda var því leyfður á leikjum, og máttu íþróttafélög skipta áhorfendasvæðum upp í 200 manna hólf með sérinngangi, salernisaðstöðu og veitingasölu fyrir hvert hólf. Hólfin máttu svo fljótlega vera 500 manna, allt þar til að skrúfað var fyrir íþróttastarf í lok júlí vegna uppgangs kórónuveirunnar hér á landi. Til athugunar að leyfa áhorfendur Þrátt fyrir tveggja metra fjarlægðartakmarkanir voru íþróttir með snertingu leyfðar að nýju frá og með 14. ágúst, en áhorfendur bannaðir (reyndar mega 10 áhorfendur frá hvoru liði mæta á fótboltaleiki). Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, var spurð út í rökin fyrir því á upplýsingafundi í dag: „Það voru mikil brögð að því á íþróttaviðburðum fyrr í sumar að aðferðir þær sem voru notaðar til að takmarka áhorfendafjölda, varðandi hólfaskiptingu og þess háttar, dugðu ekki vel. Við vorum svo lánsöm þá að það voru ekki samfélagssmit í gangi, svo það urðu engar hópsýkingar. Nú er staðan svolítið önnur,“ sagði Kamilla en ljóst er að miklar tekjur eru í húfi fyrir íþróttafélög að ógleymdri skemmtun fyrir íþróttaáhugafólk. Sóttvarnalæknir ræður því hvort eitthvað breytist á næstunni. „Þetta er eitthvað sem er í athugun, hvort það séu forsendur til að endurskoða þetta eftir því sem við náum betri tökum á því samfélagssmiti sem er í gangi, og eins ef að fólk áttar sig betur á því hve mikilvægt er að virða þessar samkomutakmarkanir sem eru í gildi,“ sagði Kamilla.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ fékk það staðfest að engir verði í stúkunni á landsleikjunum í september Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið endanlega staðfestingu á því að næstu leikir íslensku landsliðanna á heimavelli fara fram fyrir luktum dyrum. 19. ágúst 2020 15:24 Silfurskeiðin fann leið fram hjá sóttvarnareglum Stuðningsmenn Stjörnunnar fóru nýstárlegar leiðir til að sjá leik síns liðs gegn FH í Kaplakrika á dögunum. 18. ágúst 2020 19:00 Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Áhorfendabannið kemur illa við félögin á Íslandi. Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. 14. ágúst 2020 19:00 Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Sjá meira
KSÍ fékk það staðfest að engir verði í stúkunni á landsleikjunum í september Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið endanlega staðfestingu á því að næstu leikir íslensku landsliðanna á heimavelli fara fram fyrir luktum dyrum. 19. ágúst 2020 15:24
Silfurskeiðin fann leið fram hjá sóttvarnareglum Stuðningsmenn Stjörnunnar fóru nýstárlegar leiðir til að sjá leik síns liðs gegn FH í Kaplakrika á dögunum. 18. ágúst 2020 19:00
Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Áhorfendabannið kemur illa við félögin á Íslandi. Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. 14. ágúst 2020 19:00
Áhorfendur ekki leyfðir um sinn Hlutirnir gerast hratt á tímum kórónuveirufaraldursins og nú er orðið ljóst að áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum hérlendis á næstunni. 13. ágúst 2020 13:26