„Sem betur fer gerði hann það ekki því það hefði verið drepleiðinlegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 09:30 Valsmenn fagna einu marka sinn í Pepsi Max deildinni í sumar. Lasse Petry Andersen þakkar Kaj Leo í Bartalsstovu fyrir stoðsendinguna. Vísir/Daníel Þór Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni fóru yfir góða stöðu Valsmanna eftir sigur liðsins á KR og jafntefli Stjörnumanna á sama tíma. Guðmundur Benediktsson spurði sérfræðinga sína um það hvort að það geti eitthvað lið stöðvað Valsmenn sem er núna komnir með fimm stiga forskot á toppnum. „Ég sé það ekki gerast. Ég sé ekki annað en Valur sé komið á það ról og það skrið að þeir séu að fara að sigla þessum titli heim í haust,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Þeir eru búnir að fá á sig tólf mörk í ellefu leikjum þar af koma átta þeirra í tveimur leikjum. Þannig að þeir hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk í hinum níu leikjunum. Mér finnst þéttleikinn vera orðinn það mikill í liðinu að það eru ekki margir að fara að stríða þeim,“ sagði Atli Viðar. Hafa verið inn í klefa hjá Heimi í þessari stöðu „Ég veit að þið hafið báðir verið inn í klefa hjá Heimi Guðjónssyni þegar hann er með fimm stiga forskot. Hvernig er hann að fara í framhaldið? Á að keyra áfram, áfram, áfram eða eru menn að spá í hvað er fyrir aftan þá, spurði Guðmundur Benediktsson þá Atli Viðar Björnsson og Davíð Þór Viðarsson sem unnu báðir fimm Íslandsmeistaratitla undir stjórn Heimis Guðjónssonar. „Nú þekki ég ekki hópinn en ég veit að Heimir keyrir bara fulla ferð áfram,“ sagði Atli Viðar. „Hann er ekki mikið að pæla í einhverju öðru en því. Hann elskar að æfa og það er því bara næsta æfing,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Guðmundur Benediktsson sagði frá því að þegar hann var að spila fyrir Willum Þór Þórsson þá var Willum alltaf að finna sér æfingaleiki í landsliðsleikjahléum. Nú er landsleikjahlé fram undan. Davíð Þór segir að Heimir Guðjónsson hafi ekki gert það hjá FH. „Sem betur fer gerði hann það ekki því mér hefði fundið það drepleiðinlegt,“ sagði Davíð Þór. Hefur ekki trú á Stjörnunni eða KR „Auðvitað eru Valsmenn náttúrulega langlíklegastir en það eru alveg lið þarna. Blikarnir virðast vera komnir á gott skrið aftur en ég Stjörnuna ekki berjast um titilinn við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór sem sér KR-ingana ekki eiga lengur raunhæfa möguleika á því að berjast um titilinn. „Ég sé Blikana berjast við þá og svo finnst mér mitt gamla lið í FH vera búið að sýna mikla framfarir upp á síðkastið. Ef sá stígandi heldur áfram þá geta þeir alveg barist þarna á toppnum. FH á líka eftir að spila tvisvar við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór. Það má finna alla umfjöllunina um Valsmenn og stöðu þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan - Valur óstöðvandi? Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni fóru yfir góða stöðu Valsmanna eftir sigur liðsins á KR og jafntefli Stjörnumanna á sama tíma. Guðmundur Benediktsson spurði sérfræðinga sína um það hvort að það geti eitthvað lið stöðvað Valsmenn sem er núna komnir með fimm stiga forskot á toppnum. „Ég sé það ekki gerast. Ég sé ekki annað en Valur sé komið á það ról og það skrið að þeir séu að fara að sigla þessum titli heim í haust,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Þeir eru búnir að fá á sig tólf mörk í ellefu leikjum þar af koma átta þeirra í tveimur leikjum. Þannig að þeir hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk í hinum níu leikjunum. Mér finnst þéttleikinn vera orðinn það mikill í liðinu að það eru ekki margir að fara að stríða þeim,“ sagði Atli Viðar. Hafa verið inn í klefa hjá Heimi í þessari stöðu „Ég veit að þið hafið báðir verið inn í klefa hjá Heimi Guðjónssyni þegar hann er með fimm stiga forskot. Hvernig er hann að fara í framhaldið? Á að keyra áfram, áfram, áfram eða eru menn að spá í hvað er fyrir aftan þá, spurði Guðmundur Benediktsson þá Atli Viðar Björnsson og Davíð Þór Viðarsson sem unnu báðir fimm Íslandsmeistaratitla undir stjórn Heimis Guðjónssonar. „Nú þekki ég ekki hópinn en ég veit að Heimir keyrir bara fulla ferð áfram,“ sagði Atli Viðar. „Hann er ekki mikið að pæla í einhverju öðru en því. Hann elskar að æfa og það er því bara næsta æfing,“ sagði Davíð Þór Viðarsson. Guðmundur Benediktsson sagði frá því að þegar hann var að spila fyrir Willum Þór Þórsson þá var Willum alltaf að finna sér æfingaleiki í landsliðsleikjahléum. Nú er landsleikjahlé fram undan. Davíð Þór segir að Heimir Guðjónsson hafi ekki gert það hjá FH. „Sem betur fer gerði hann það ekki því mér hefði fundið það drepleiðinlegt,“ sagði Davíð Þór. Hefur ekki trú á Stjörnunni eða KR „Auðvitað eru Valsmenn náttúrulega langlíklegastir en það eru alveg lið þarna. Blikarnir virðast vera komnir á gott skrið aftur en ég Stjörnuna ekki berjast um titilinn við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór sem sér KR-ingana ekki eiga lengur raunhæfa möguleika á því að berjast um titilinn. „Ég sé Blikana berjast við þá og svo finnst mér mitt gamla lið í FH vera búið að sýna mikla framfarir upp á síðkastið. Ef sá stígandi heldur áfram þá geta þeir alveg barist þarna á toppnum. FH á líka eftir að spila tvisvar við Valsmenn,“ sagði Davíð Þór. Það má finna alla umfjöllunina um Valsmenn og stöðu þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan - Valur óstöðvandi?
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki