Íslandsmetaárið mikla hjá Hilmari og Vigdísi varð enn glæsilegra í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 15:30 Vigdís Jónsdóttir og Hilmar Örn Jónsson hafa sett samtals átta Íslandsmet í sleggjukasti á árinu 2020. Mynd/FRÍ FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir héldu áfram að bæta Íslandsmet sín í gær. Þau Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir settu þá bæði Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika. Saman hafa þau núna sett saman átta Íslandsmet í sinni grein á árinu 2020. Hilmar Örn Jónsson kastaði 75,90 sentimetra í sínu öðru kasti á Origo móti FH og bætti fimm daga gamalt Íslandsmet sitt um átta sentimetra. Í sínu fimmta kasti flaug sleggjan svo 77,10 metra sem er tíundi besti árangurinn í heiminum í ár en það þýddi um leið að hann bætti glænýtt Íslandsmet sitt um meira en einn metra. Hilmar er þar með farinn að nálgast Ólympíulágmarkið sem er 77,50 metrar. Íslandsmet hans í byrjun þessa árs var 75,26 metrar en er nú næstum því tveimur metrum lengra. 1,84 metra bæting á einu sumri í þremur Íslandsmetum. FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir bættu bæði eigin Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika í dag. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Fimmtudagur, 27. ágúst 2020 Tímabilið til þess að ná lágmarki opnar 1. desember á þessu ári og er opið til 29. júní 2021 en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins. Aðeins er gert ráð fyrir því að þeir allra bestu komist inn á lágmarki og svo er fyllt upp í 32 keppendur út frá stöðu á heimslista. Hilmar Örn sló Íslandsmetið í sleggjukasti í fyrsta sinn 27. apríl 2019 þegar hann tók metið af Bergi Inga Péturssyni sem hafði átt það í næstum því fjórtán ár. Vigdís Jónsdóttir kastaði lengst 63,44 metra sem er 74 sentimetrum lengra en fyrra Íslandsmet hennar. Vigdís var að bæta met sitt í fimmta sinn í sumar og fjórtánda skiptið frá upphafi. Íslandsmetið í sleggjukasti í byrjun ársins var kast Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur upp á 62,16 metra. Elísabet Rut hafði tekið metið af Vigdísi í fyrr en Vigdís mætti til leiks í ár staðráðin í að ná metinu aftur. Það gerði hún og gott betur en með Íslandsmetum hefur hún lengt Íslandsmetið um 1,28 metra á árinu sem er mikil bæting. Vigdís Jónsdóttir eignaðist Íslandsmetið í sleggjukasti fyrst árið 2014 og átti það til 2019 þegar Elísabet Rut bætti það. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira
FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir héldu áfram að bæta Íslandsmet sín í gær. Þau Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir settu þá bæði Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika. Saman hafa þau núna sett saman átta Íslandsmet í sinni grein á árinu 2020. Hilmar Örn Jónsson kastaði 75,90 sentimetra í sínu öðru kasti á Origo móti FH og bætti fimm daga gamalt Íslandsmet sitt um átta sentimetra. Í sínu fimmta kasti flaug sleggjan svo 77,10 metra sem er tíundi besti árangurinn í heiminum í ár en það þýddi um leið að hann bætti glænýtt Íslandsmet sitt um meira en einn metra. Hilmar er þar með farinn að nálgast Ólympíulágmarkið sem er 77,50 metrar. Íslandsmet hans í byrjun þessa árs var 75,26 metrar en er nú næstum því tveimur metrum lengra. 1,84 metra bæting á einu sumri í þremur Íslandsmetum. FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir bættu bæði eigin Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika í dag. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Fimmtudagur, 27. ágúst 2020 Tímabilið til þess að ná lágmarki opnar 1. desember á þessu ári og er opið til 29. júní 2021 en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins. Aðeins er gert ráð fyrir því að þeir allra bestu komist inn á lágmarki og svo er fyllt upp í 32 keppendur út frá stöðu á heimslista. Hilmar Örn sló Íslandsmetið í sleggjukasti í fyrsta sinn 27. apríl 2019 þegar hann tók metið af Bergi Inga Péturssyni sem hafði átt það í næstum því fjórtán ár. Vigdís Jónsdóttir kastaði lengst 63,44 metra sem er 74 sentimetrum lengra en fyrra Íslandsmet hennar. Vigdís var að bæta met sitt í fimmta sinn í sumar og fjórtánda skiptið frá upphafi. Íslandsmetið í sleggjukasti í byrjun ársins var kast Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur upp á 62,16 metra. Elísabet Rut hafði tekið metið af Vigdísi í fyrr en Vigdís mætti til leiks í ár staðráðin í að ná metinu aftur. Það gerði hún og gott betur en með Íslandsmetum hefur hún lengt Íslandsmetið um 1,28 metra á árinu sem er mikil bæting. Vigdís Jónsdóttir eignaðist Íslandsmetið í sleggjukasti fyrst árið 2014 og átti það til 2019 þegar Elísabet Rut bætti það.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira