Alfreð vill koma sjálfum sér á ról: Ekki verið gaman að geta ekki sýnt sitt rétta andlit Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2020 15:00 Alfreð Finnbogason í landsleik gegn Andorra í fyrra. VÍSIR/GETTY Alfreð Finnbogason segist hafa ákveðið að fórna landsleikjunum við England og Belgíu í von um að það gagnist bæði sér og landsliðinu til framtíðar. Þetta segir Alfreð í viðtali við Fótbolta.net en auk Alfreðs gáfu þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson ekki kost á sér í leikina í Þjóðadeildinni í september. Alfreð segir í raun glórulaust að láta leikmenn mæta í landsleiki á þessum tímapunkti, nú þegar undirbúningstímabil sé í gangi. Hann hafi síðustu fjögur ár ýmist verið að koma úr meiðslum eða spila meiddur með landsliðinu og vilji geta einbeitt sér að því að komast í toppform. „Ég tek þessa ákvörðun út frá því að ég vil koma sjálfum mér á ról. Ég hef ekki spilað 90 mínútna keppnisleik á þessu ári og vil fara í grunninn og spila í hverri viku. Ég er að reyna að hugsa þetta til lengri tíma, ég vonast til að nýtast landsliðinu meira næstu árin ef ég er í toppformi og spila í hverri viku með mínu liði. Það hefur ekki verið gaman til lengri tíma að vera hálflaskaður og geta ekki sýnt sitt rétta andlit. Ég tek þessa ákvörðun fyrir mig en vonandi getur landsliðið hagnast á því til lengri tíma að ég sé í betra formi, það hefur forgang hjá mér akkúrat núna,“ segir Alfreð við Fótbolta.net. Alfreð er leikmaður Augsburg í þýsku 1. deildinni en þar lauk síðustu leiktíð, sem dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins, ekki fyrr en 27. júní. Ný leiktíð hefst 18. september og áður en að því kemur verður leikið í þýska bikarnum. Meiðst nokkuð oft upp á síðkastið með landsliðinu Alfreð viðurkennir að landsliðsþjálfararnir hafi verið svekktir með ákvörðunina enda sjái þeir leikina einnig fyrir sér sem undirbúningsleiki fyrir EM-umspilið mikilvæga í október. Hann vonast þó eftir skilningi á sinni stöðu. „Á sama tíma finnst mér það gríðarlega ósanngjarnt gagnvart mínu liði að fara svona stuttu fyrir mót. Ég myndi ná fyrstu æfingu þegar ég kæmi til baka á fimmtudegi og svo er fyrsti keppnisleikur á laugardegi. Maður hefur meiðst nokkuð oft uppá síðkastið með landsliðinu og maður fann það aðeins frá félaginu að þolinmæðin væri á þrotum. Mér finnst ég hafa ákveðna skuldbindingu gagnvart félaginu mínu, sem ég framlengdi samning minn við fyrir ári síðan. Ég þarf að borga til baka og standa mig þar,“ segir Alfreð en ítarlegt viðtal við hann má sjá á Fótbolta.net. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46 Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Alfreð Finnbogason segist hafa ákveðið að fórna landsleikjunum við England og Belgíu í von um að það gagnist bæði sér og landsliðinu til framtíðar. Þetta segir Alfreð í viðtali við Fótbolta.net en auk Alfreðs gáfu þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson ekki kost á sér í leikina í Þjóðadeildinni í september. Alfreð segir í raun glórulaust að láta leikmenn mæta í landsleiki á þessum tímapunkti, nú þegar undirbúningstímabil sé í gangi. Hann hafi síðustu fjögur ár ýmist verið að koma úr meiðslum eða spila meiddur með landsliðinu og vilji geta einbeitt sér að því að komast í toppform. „Ég tek þessa ákvörðun út frá því að ég vil koma sjálfum mér á ról. Ég hef ekki spilað 90 mínútna keppnisleik á þessu ári og vil fara í grunninn og spila í hverri viku. Ég er að reyna að hugsa þetta til lengri tíma, ég vonast til að nýtast landsliðinu meira næstu árin ef ég er í toppformi og spila í hverri viku með mínu liði. Það hefur ekki verið gaman til lengri tíma að vera hálflaskaður og geta ekki sýnt sitt rétta andlit. Ég tek þessa ákvörðun fyrir mig en vonandi getur landsliðið hagnast á því til lengri tíma að ég sé í betra formi, það hefur forgang hjá mér akkúrat núna,“ segir Alfreð við Fótbolta.net. Alfreð er leikmaður Augsburg í þýsku 1. deildinni en þar lauk síðustu leiktíð, sem dróst á langinn vegna kórónuveirufaraldursins, ekki fyrr en 27. júní. Ný leiktíð hefst 18. september og áður en að því kemur verður leikið í þýska bikarnum. Meiðst nokkuð oft upp á síðkastið með landsliðinu Alfreð viðurkennir að landsliðsþjálfararnir hafi verið svekktir með ákvörðunina enda sjái þeir leikina einnig fyrir sér sem undirbúningsleiki fyrir EM-umspilið mikilvæga í október. Hann vonast þó eftir skilningi á sinni stöðu. „Á sama tíma finnst mér það gríðarlega ósanngjarnt gagnvart mínu liði að fara svona stuttu fyrir mót. Ég myndi ná fyrstu æfingu þegar ég kæmi til baka á fimmtudegi og svo er fyrsti keppnisleikur á laugardegi. Maður hefur meiðst nokkuð oft uppá síðkastið með landsliðinu og maður fann það aðeins frá félaginu að þolinmæðin væri á þrotum. Mér finnst ég hafa ákveðna skuldbindingu gagnvart félaginu mínu, sem ég framlengdi samning minn við fyrir ári síðan. Ég þarf að borga til baka og standa mig þar,“ segir Alfreð en ítarlegt viðtal við hann má sjá á Fótbolta.net.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46 Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
„Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46
Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51
Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15