Lífið

„Þetta er svona eins og maður pantar á krakkamatseðli“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Davíð Örn Hákonarson og Aron Mola elduðu saman í fyrsta þættinum af matreiðsluþættinum Allt úr engu.
Davíð Örn Hákonarson og Aron Mola elduðu saman í fyrsta þættinum af matreiðsluþættinum Allt úr engu. Skjáskot

Í fyrsta þætti af Allt úr engu fór matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson í heimsókn til leikarans Arons Mola, skoðaði hráefnið sem til var hjá honum og töfraði fram nokkra rétti. Fyrsta skrefið var að kíkja í skápana og ísskápinn á heimilinu. 

Hjá Aroni og fjölskyldu var til rjómi og einnig margir bananar sem þurfti að borða sem allra fyrst til þess að þeir skemmdust ekki. Þessa banana ákvað Davíð Örn að nýta í bananamyntusúkkulaðimús með kexmulningi. Útkoman var einstaklega falleg og kepptust þeir um það hvor skreytti fallegri skál með þessum eftirrétti. Punkturinn yfir i-ið var fersk mynta sem kokkurinn týndi í Garðabænum. 

Klippu úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og þar má sjá aðferðina en uppskriftina er einnig að finna neðar í fréttinni. 

Þættirnir Allt úr engu eru sýndir á mánudagskvöldum á Stöð 2. Þar skoðar Davíð Örn allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Ásamt því að spjalla við skemmtilega gesti sem koma færandi með góð ráð kennir hann áhorfendum Stöðvar 2 sniðugar leiðir til að auka nýtni og minnka fyrir matarsóun.

Hér fyrir neðan má sjá allar uppskriftirnar úr fyrsta þættinum þar sem þeir gerðu saman grillaðan lax með birki, brokkolíní með heimagerðu hvítlaukskryddi og svo súkkulaðimúsina.  Uppskriftirnar birtast í þeirri röð sem þær koma í þættinum. 

Allt úr engu - Fyrsti þáttur


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.