Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon voru heldur betur í stuði eftir að liðið lyfti Evrópubikarnum á loft.
Fimmta árið í röð stendur Lyon uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu en í kvöld var það Wolfsburg sem lá í franska valnum.
Sara Björk var á skotskónum og skoraði þriðja mark Lyon með laglegri hælspyrnu og það var ekki leiðinlegt inn í búningsklefa Lyon eftir leikinn.
Þar var stiginn trylltur dans í búningsklefanum og landsliðsfyrirliðinn okkar tók að sjálfsögðu þátt í honum.
Það var einnig létt á leikmönnum liðsins og Sara fékk m.a. bunu af vatni yfir sig í klefanum.
Enn einn bikarinn sem Hafnfirðingurinn vinnur á síðustu árum en dansinn og allar fréttir kvöldsins tengdar sigri Lyon má sjá hér að neðan.
La fameuse danse de la victoire ! #UWCL #UWCLfinal #WOLOL pic.twitter.com/ReCGgYgiJ6
— OL Féminin (@OLfeminin) August 30, 2020