Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna

Fréttamynd

Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar

Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gærkvöld fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðsfélagi hennar og fyrirliði Wolfsburg, Alexandra Popp, var með áhugaverða skýringu á ótrúlegri frammistöðu Sveindísar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ældi á heimavöll Sæ­dísar sem þurfti að bíða

Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir þurfti líkt og aðrir leikmenn að bíða lengur en ella með að hefja seinni hálfleik gegn Juventus í gær, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, því ein úr ítalska liðinu ældi á völlinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís búin að skora gegn Arsenal

Glódís Perla Viggósdóttir er búin að skora fyrir Bayern Munchen í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu en hún jafnaði metin í 1-1 gegn Arsenal með góðu skallamarki. Bayern er með 2-1 forystu en leikurinn er enn í fullum gangi.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal sneri dæminu sér í vil

Eftir að tapa 1-0 í Svíþjóð gerði Arsenal sér lítið fyrir og vann Häcken 3-0 í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu.Sigurinn þýðir að Arsenal er komið í riðlakeppnina. París Saint-Germian, sem fór alla leið í undanúrslit í fyrra, er úr leik eftir tap gegn Juventus.

Fótbolti
Fréttamynd

Eyddi Insta­gram eftir kyn­ferðis­leg skila­boð

Hin þrítuga Emanuela Rusta frá Albaníu hefur náð langt sem fótboltadómari, og meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna, en fyrirsagnir fjölmiðla um það hversu kynþokkafull hún sé hafa haft mikil áhrif á einkalíf hennar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sú marka­hæsta ekki með vegna klaufa­legra mis­taka

Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann.

Fótbolti