Murray skoraði 50 stig þegar Denver tryggði sér oddaleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2020 07:30 Jamal Murray hefur verið óstöðvandi í úrslitakeppninni. getty/Kevin C. Cox Jamal Murray skoraði 50 stig þegar Denver Nuggets vann Utah Jazz, 107-119, í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Með sigrinum tryggði Denver sér oddaleik í einvíginu. Þetta var í annað sinn í einvíginu sem Murray skorar 50 stig og þriðji leikurinn í röð þar sem hann skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Allen Iverson 2001 sem afrekar það. Jamal Murray becomes the first player since Allen Iverson in 2001 to have three straight 40+ point playoff games. @EliasSports pic.twitter.com/yqD8oCux2p— NBA.com/Stats (@nbastats) August 31, 2020 Murray setti niður níu þriggja stiga skot í tólf tilraunum og skoraði 21 stig í 4. leikhluta. Nikola Jokic skoraði 22 stig og gaf átta stoðsendingar. 50 PTS on 17-24 shooting 21 in the 4th quarter 2nd 50-point game of seriesJamal Murray and the @nuggets force a Game 7 on Tuesday at 8:30pm/et on ABC! pic.twitter.com/PqOA2U6Puv— NBA (@NBA) August 31, 2020 Donovan Mitchell, leikmaður Utah Jazz, hélt uppteknum hætti og skoraði 44 stig. Hann er með 37,6 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Líkt og Murray skoraði hann níu þriggja stiga körfur í leiknum í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik þegar Los Angeles Clippers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á Dallas Mavericks, 97-113. Leonard skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Gary Payton fyrir 20 árum sem skilar viðlíka tölfræði í leik í úrslitakeppninni. On Sunday, Kawhi Leonard became the first player to put up 30+ PTS, 10+ REB, 5+ AST and 5+ STL in an #NBAPlayoffs game since Gary Payton in 2000. #NBAVault pic.twitter.com/Yk98vQu26D— NBA History (@NBAHistory) August 31, 2020 Marcus Morris, leikmaður Clippers, var rekinn af velli fyrir ljótt brot á Luka Doncic, besta manni Dallas. Morris braut einnig illa á Doncic í síðasta leik. Eftir þann leik sagðist Morris ekki vera grófur leikmaður en hann sýndi það ekki beint í verki í gær. Doncic átti stórleik, skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Í frumraun sinni í úrslitakeppninni skoraði Slóveninn 31,0 stig, tók 9,8 fráköst og gaf 8,7 stoðsendingar. Luka Doncic tallies 38 PTS, 9 REB, 9 AST for the @dallasmavs in Game 6. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/TiUHeWE2sG— NBA (@NBA) August 30, 2020 Boston Celtics vann öruggan sigur á meisturum Toronto Raptors í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar, 94-112. Boston hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum gegn Toronto á þessu tímabili og unnið báða leiki liðanna í Orlando með samtals 40 stigum. Allir í byrjunarliði Boston skoruðu þrettán stig eða meira í leiknum í gær. Jayson Tatum og Marcus Smart voru stigahæstir hjá Boston með 21 stig hvor. Kyle Lowry skoraði sautján stig og gaf átta stoðsendingar í liði Toronto. Kemba & Tatum fuel BOS in Game 1!@KembaWalker: 18 PTS, 10 AST@jaytatum0: 21 PTS, 9 REB@celtics x #NBAPlayoffs pic.twitter.com/i13NZVXp1W— NBA (@NBA) August 30, 2020 NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Sjá meira
Jamal Murray skoraði 50 stig þegar Denver Nuggets vann Utah Jazz, 107-119, í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Með sigrinum tryggði Denver sér oddaleik í einvíginu. Þetta var í annað sinn í einvíginu sem Murray skorar 50 stig og þriðji leikurinn í röð þar sem hann skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Allen Iverson 2001 sem afrekar það. Jamal Murray becomes the first player since Allen Iverson in 2001 to have three straight 40+ point playoff games. @EliasSports pic.twitter.com/yqD8oCux2p— NBA.com/Stats (@nbastats) August 31, 2020 Murray setti niður níu þriggja stiga skot í tólf tilraunum og skoraði 21 stig í 4. leikhluta. Nikola Jokic skoraði 22 stig og gaf átta stoðsendingar. 50 PTS on 17-24 shooting 21 in the 4th quarter 2nd 50-point game of seriesJamal Murray and the @nuggets force a Game 7 on Tuesday at 8:30pm/et on ABC! pic.twitter.com/PqOA2U6Puv— NBA (@NBA) August 31, 2020 Donovan Mitchell, leikmaður Utah Jazz, hélt uppteknum hætti og skoraði 44 stig. Hann er með 37,6 stig að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Líkt og Murray skoraði hann níu þriggja stiga körfur í leiknum í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik þegar Los Angeles Clippers tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á Dallas Mavericks, 97-113. Leonard skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Gary Payton fyrir 20 árum sem skilar viðlíka tölfræði í leik í úrslitakeppninni. On Sunday, Kawhi Leonard became the first player to put up 30+ PTS, 10+ REB, 5+ AST and 5+ STL in an #NBAPlayoffs game since Gary Payton in 2000. #NBAVault pic.twitter.com/Yk98vQu26D— NBA History (@NBAHistory) August 31, 2020 Marcus Morris, leikmaður Clippers, var rekinn af velli fyrir ljótt brot á Luka Doncic, besta manni Dallas. Morris braut einnig illa á Doncic í síðasta leik. Eftir þann leik sagðist Morris ekki vera grófur leikmaður en hann sýndi það ekki beint í verki í gær. Doncic átti stórleik, skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Í frumraun sinni í úrslitakeppninni skoraði Slóveninn 31,0 stig, tók 9,8 fráköst og gaf 8,7 stoðsendingar. Luka Doncic tallies 38 PTS, 9 REB, 9 AST for the @dallasmavs in Game 6. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/TiUHeWE2sG— NBA (@NBA) August 30, 2020 Boston Celtics vann öruggan sigur á meisturum Toronto Raptors í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar, 94-112. Boston hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum gegn Toronto á þessu tímabili og unnið báða leiki liðanna í Orlando með samtals 40 stigum. Allir í byrjunarliði Boston skoruðu þrettán stig eða meira í leiknum í gær. Jayson Tatum og Marcus Smart voru stigahæstir hjá Boston með 21 stig hvor. Kyle Lowry skoraði sautján stig og gaf átta stoðsendingar í liði Toronto. Kemba & Tatum fuel BOS in Game 1!@KembaWalker: 18 PTS, 10 AST@jaytatum0: 21 PTS, 9 REB@celtics x #NBAPlayoffs pic.twitter.com/i13NZVXp1W— NBA (@NBA) August 30, 2020
NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Sjá meira