Íslenski boltinn

Fylkir endurheimtir Orra frá Heerenveen

Sindri Sverrisson skrifar
Fylkismenn hafa átt góðu gengi að fagna í sumar og fá nú liðsauka.
Fylkismenn hafa átt góðu gengi að fagna í sumar og fá nú liðsauka. VÍSIR/VILHELM

Knattspyrnumaðurinn efnilegi Orri Hrafn Kjartansson er genginn í raðir Fylkis á nýjan leik eftir að hafa verið hjá hollenska félaginu Heerenveen í tvö ár.

Orri Hrafn, sem er 18 ára miðjumaður, á að baki 21 leik fyrir yngri landslið Íslands. Hann skrifaði undir samning við Fylki sem gildir til næstu þriggja ára, eða út leiktíðina 2023.

Samkvæmt yfirlýsingu Fylkis mun Orri Hrafn geta hafið æfingar að undangenginni fimm daga sóttkví og ætti hann að vera gjaldgengur í leiknum við KA í Pepsi Max-deildinni 13. september. Það gæti þá orðið fyrsti meistaraflokksleikur hans en hann lék með U19-liði Heerenveen.

„Heimkoma Orra Hrafns er okkur mikið ánægjuefni enda afar hæfileikaríkur leikmaður á ferðinni með hugarfar sem ungir iðkendur félagsins geta tekið sér til fyrirmyndar,“ segir í yfirlýsingu Fylkismanna.

Fylkir er í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 22 stig en hefur leikið tveimur leikjum meira en næstu fjögur lið sem koma í hnapp þar á eftir.

Orri Hrafn Kjartansson í Fylki! Fylkir og hollenska úrvalsdeildarliðið Sc Heerenveen hafa náð samkomulagi um...

Posted by Íþróttafélagið Fylkir on Mánudagur, 31. ágúst 2020

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×