Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2020 22:20 Tveir grímuklæddir menn í New York í Bandaríkjunum. Noam Galai/Getty Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá háskólanum fjölgaði staðfestum greiningum í landinu um milljón á innan við einum mánuði. Yfir 183.000 manns hafa nú látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Tölur háskólans sýna þá að frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist með Covid-19 í Bandaríkjunum þann 21. janúar á þessu ári liðu 99 dagar uns milljón manns höfðu greinst, þann 28. apríl. Fjöldi þeirra sem greindist með veiruna náði síðan tveimur milljónum 43 dögum síðar. Fjöldi staðfestra smita fór úr tveimur milljónum í þrjár milljónir á 28 dögum, úr þremur milljónum í fjórar á 15 dögum og úr fjórum milljónum í fimm á 17 dögum. Þá náði fjöldi staðfestra smita yfir sex milljónir 22 dögum eftir að fimm milljónir höfðu greinst með veiruna. Af þessum tölum má greina að hægst hafi á faraldrinum í Bandaríkjunum. Þó hafa hvergi greinst fleiri með kórónuveiruna en í landinu. Næst á eftir Bandaríkjunum kemur Brasilía, en þar hafa rúmlega 3,9 milljónir manna greinst með veiruna. Forsetinn farið með rangt mál um dánartíðni Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur, ásamt ríkisstjórn sinni, verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Hann hefur ítrekað sagt að faraldurinn myndi einn daginn gufa upp eins og fyrir kraftaverk. Eins hefur hann stært sig af viðbrögðum við veirunni og sagt dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum vera eina þá lægstu í heimi. Það er ekki rétt. Fyrir hverja milljón íbúa Bandaríkjanna hafa 566 látist af völdum Covid-19. Samkvæmt Johns Hopkins-háskóla er það 11. hæsta dánartíðni Covid-sjúklinga í heimi. Trump hefur sagt að dánartíðni Covid-sjúklinga sé ein sú lægsta í heimi.KEVIN DIETSCH/EPA Á fréttamannafundi í dag sagði fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Kayleigh McEnany, engu að síður að Bandaríkin hefðu tekið vel á faraldrinum. „Við fyllumst von við það að sjá að daglegum nýsmitum fækkar, andlátum og spítalainnlögnum fækkar,“ sagði hún. Þá sagði hún að í dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum væri einhver sú lægsta í heimi, sé miðað við dauðsföll sem hlutfall af heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna. Það er ekki heldur rétt en yfir 100 ríki eða sjálfsstjórnarsvæði eru með lægra hlutfall látinna miðað við heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í viðkomandi ríki. Í Bandaríkjunum er hlutfallið 3,1 prósent. Til samanburðar má benda á að á Íslandi er hlutfallið 0,5 prósent. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá háskólanum fjölgaði staðfestum greiningum í landinu um milljón á innan við einum mánuði. Yfir 183.000 manns hafa nú látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Tölur háskólans sýna þá að frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist með Covid-19 í Bandaríkjunum þann 21. janúar á þessu ári liðu 99 dagar uns milljón manns höfðu greinst, þann 28. apríl. Fjöldi þeirra sem greindist með veiruna náði síðan tveimur milljónum 43 dögum síðar. Fjöldi staðfestra smita fór úr tveimur milljónum í þrjár milljónir á 28 dögum, úr þremur milljónum í fjórar á 15 dögum og úr fjórum milljónum í fimm á 17 dögum. Þá náði fjöldi staðfestra smita yfir sex milljónir 22 dögum eftir að fimm milljónir höfðu greinst með veiruna. Af þessum tölum má greina að hægst hafi á faraldrinum í Bandaríkjunum. Þó hafa hvergi greinst fleiri með kórónuveiruna en í landinu. Næst á eftir Bandaríkjunum kemur Brasilía, en þar hafa rúmlega 3,9 milljónir manna greinst með veiruna. Forsetinn farið með rangt mál um dánartíðni Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur, ásamt ríkisstjórn sinni, verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Hann hefur ítrekað sagt að faraldurinn myndi einn daginn gufa upp eins og fyrir kraftaverk. Eins hefur hann stært sig af viðbrögðum við veirunni og sagt dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum vera eina þá lægstu í heimi. Það er ekki rétt. Fyrir hverja milljón íbúa Bandaríkjanna hafa 566 látist af völdum Covid-19. Samkvæmt Johns Hopkins-háskóla er það 11. hæsta dánartíðni Covid-sjúklinga í heimi. Trump hefur sagt að dánartíðni Covid-sjúklinga sé ein sú lægsta í heimi.KEVIN DIETSCH/EPA Á fréttamannafundi í dag sagði fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Kayleigh McEnany, engu að síður að Bandaríkin hefðu tekið vel á faraldrinum. „Við fyllumst von við það að sjá að daglegum nýsmitum fækkar, andlátum og spítalainnlögnum fækkar,“ sagði hún. Þá sagði hún að í dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum væri einhver sú lægsta í heimi, sé miðað við dauðsföll sem hlutfall af heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna. Það er ekki heldur rétt en yfir 100 ríki eða sjálfsstjórnarsvæði eru með lægra hlutfall látinna miðað við heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í viðkomandi ríki. Í Bandaríkjunum er hlutfallið 3,1 prósent. Til samanburðar má benda á að á Íslandi er hlutfallið 0,5 prósent.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31
„Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37
Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. 24. ágúst 2020 11:00