Pablo Punyed átti að fá rautt spjald fyrir „mjög ljótt brot“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 12:30 Pablo Punyed steig aftan á kálfa Tryggva Hrafns Haraldssonar í hröðu upphlaupi Skagamanna en slapp með gult spjald. Skjámynd/S2 Sport Pablo Punyed skoraði tvö mörk fyrir KR í 4-1 sigri á Skagamönnum en samkvæmt sérfræðingunum í Pepsi Max Stúkunni þá átti hann vera farinn löngu áður útaf með rautt spjald. KR-ingar voru heppnir að missa ekki mann af velli með rautt spjald strax á sextándu mínútu í sigrinum á Skagamönnum í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar. KR vann leikinn 4-1 en hefðu getað þurft að spila manni færri í 74 mínútur. Pablo Oshan Punyed steig aftan á Tryggva Hrafn Haraldsson í skyndisókn á 16. mínútu leiksins og hlaut gula spjaldið fyrir frá Erlendi Eiríkssyni dómara. Staðan var þá 1-0 fyrir KR. Pablo Punyed innsiglaði síðan sigur KR-liðsins með því að skora tvö síðustu mörk leiksins á 68. og 89. mínútu. Guðmundur Benediktsson spurði þá Þorkel Mána Pétursson og Tómas Inga Tómasson út í þetta brot hjá Pablo Punyed í Pepsi Max Stúkunni í gær. „Ég vil meina að hann sé heppinn að fá ekki meira en gult spjald. Rikki sagði í lýsingunni að þetta væri ‚professional' brot en mér finnst þetta ekki vera mjög ‚professional'. Hann fer beint í löppina á honum og hann hefði þess vegna getað slasað hann,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Við höfum oft séð þessi brot þegar menn eru að teika, menn halda í peysuna eða hlaupa inn í menn. Þarna var hann vísviljandi að stíga á hann. Hann gerði ekki neina tilraun til þess að spila knettinum,“ sagði Þorkell Máni sem vildi meina að þetta væri appelsínugult spjald. Tómas Ingi Tómasson var aftur á móti miklu harðari á því að þetta væri rautt spjald. „Það er ekkert appelsínugult spjald til og þetta er rautt spjald. Mér fannst hann reyna að meiða hann eða reyna að stoppa hann fyrir það fyrsta. Hann fer með takkana aftan í kálfann á honum sem mér finnst vera mjög ljótt brot. Mér finnst þetta vera rautt spjald,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. „Hann átti ekki möguleika á boltanum og þrumaði mann svona niður. Bara útaf með hann,“ sagði Tómas Ingi. Það má sjá hvað þeir sögðu um brot Pablo Punyed og brotið sjálft í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Pablo Punyed átti að fá rautt spjald á móti ÍA Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Pablo Punyed skoraði tvö mörk fyrir KR í 4-1 sigri á Skagamönnum en samkvæmt sérfræðingunum í Pepsi Max Stúkunni þá átti hann vera farinn löngu áður útaf með rautt spjald. KR-ingar voru heppnir að missa ekki mann af velli með rautt spjald strax á sextándu mínútu í sigrinum á Skagamönnum í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar. KR vann leikinn 4-1 en hefðu getað þurft að spila manni færri í 74 mínútur. Pablo Oshan Punyed steig aftan á Tryggva Hrafn Haraldsson í skyndisókn á 16. mínútu leiksins og hlaut gula spjaldið fyrir frá Erlendi Eiríkssyni dómara. Staðan var þá 1-0 fyrir KR. Pablo Punyed innsiglaði síðan sigur KR-liðsins með því að skora tvö síðustu mörk leiksins á 68. og 89. mínútu. Guðmundur Benediktsson spurði þá Þorkel Mána Pétursson og Tómas Inga Tómasson út í þetta brot hjá Pablo Punyed í Pepsi Max Stúkunni í gær. „Ég vil meina að hann sé heppinn að fá ekki meira en gult spjald. Rikki sagði í lýsingunni að þetta væri ‚professional' brot en mér finnst þetta ekki vera mjög ‚professional'. Hann fer beint í löppina á honum og hann hefði þess vegna getað slasað hann,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Við höfum oft séð þessi brot þegar menn eru að teika, menn halda í peysuna eða hlaupa inn í menn. Þarna var hann vísviljandi að stíga á hann. Hann gerði ekki neina tilraun til þess að spila knettinum,“ sagði Þorkell Máni sem vildi meina að þetta væri appelsínugult spjald. Tómas Ingi Tómasson var aftur á móti miklu harðari á því að þetta væri rautt spjald. „Það er ekkert appelsínugult spjald til og þetta er rautt spjald. Mér fannst hann reyna að meiða hann eða reyna að stoppa hann fyrir það fyrsta. Hann fer með takkana aftan í kálfann á honum sem mér finnst vera mjög ljótt brot. Mér finnst þetta vera rautt spjald,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. „Hann átti ekki möguleika á boltanum og þrumaði mann svona niður. Bara útaf með hann,“ sagði Tómas Ingi. Það má sjá hvað þeir sögðu um brot Pablo Punyed og brotið sjálft í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Pablo Punyed átti að fá rautt spjald á móti ÍA
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira