Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 1. september 2020 12:13 Forstjóri Play segir það skekkja samkeppni á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair aðstoð með ábyrgð á lánum upp á allt að 15 milljarða króna. Vísir/Vilhelm Forstjóri flugfélagsins Play gerir miklar athugasemdir við frumvarp fjármálaráðhera um ríkisábyrgð á lánalínum fyrir Icelandair. Ábyrgðin feli í sér mikla áhættu fyrir ríkissjóð og skekki samkeppnisstöðu á flugmarkaði. Ellefu umsagnir hafa borist til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra til fjáraukalaga, þar sem gert er ráð fyrir ríkisábyrgð að verðmæti allt að 15 milljarða til Icelandair Group. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki gera athugasemdir við að veitt verði ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair Group en ekki einungis til flugfélagsins Icelandair. Því Icelandair Group eigi einnig dótturfélög í innanlandsflugi, vöruflutningum sem og ferðaskrifstofurekstri. Ferðavefurinn Túristi vekur athygli á að Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar sem styðja frumvarpið hafi breytt áliti sínu og bætt inn eftirfarandi fyrirvara: „Fjárlaganefnd ætti að skoða hvort rétt sé að ábyrgðinni fylgi þaðskilyrði að húnsé nýtt íflugrekstri einvörðungu, t.d.með lánveitingu til Icelandair ehf., ekki Icelandair Group." Í áliti flugfélagsins Play, sem enn hefur ekki hafið starfsemi, er tekið undir þetta og síðan gerðar alvarlegar athugasemdir við málið í heild sinni. Í umsögn félagsins sem Arnar Már Magnússon forstjóri félagsins skrifar undir er meðal annars bent á að gjaldið fyrir ríkisábyrgðina sé lægra en gert sé ráð fyrir í viðmiðunum Eftirlitsstofnunar EFTA og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Arnar Már Magnússon segir ríkið ætla að taka lægra gjald fyrir ríkisábyrgðina á lánum til Icelandair en viðmiðanir Eftirlitsstofnunar EFTA og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins geri ráð fyrir og það sem tíðkist á almennum markaði.Vísir/Vilhelm „Þetta gjald er hærra bæði á almennum markaði og hvernig það hefur tíðkast erlendis í gegnum þessi neyðarlán. Við teljum þetta gjald einfaldlega of lágt,” segir Arnar Már. Með því felist of mikill vilji stjórnvalda til ívilnunar. Almennt leggist Play gegn ríkisaðstoð við Icelandair. „Við teljum að flugmarkaðurinn eins og aðrir markaðir eigi að vera markaður án ríkisíhlutunar eða ívilnunar. Teljum að það eigi við um flugmarkaðinn sem og aðra markaði,” segir forstjóri Play. Kórónufaraldurinn hefur seinkað áformum Play um að hefja starfsemi en fari illa fyrir Icelandair flugfélaginu segir Arnar Már flugfélagið með allt tilbúið. „Hundrað prósent. Við höfum lagt gríðarlega mikla vinnu í uppbyggingu félagsins undanfarna mánuði og höfum þurft að fresta fyrsta flugi sökum covid. En við erum hundrað prósent tilbúin og getum stigið hratt inn. Með frábæran flota af nýjum Airbus flugvélum sem henta gríðarlega vel inn í leiðarkerfið. Eru hagkvæmar og sparsamar á sama tíma,” segir Arnar Már Magnússon. Icelandair Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Play Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49 Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Sjá meira
Forstjóri flugfélagsins Play gerir miklar athugasemdir við frumvarp fjármálaráðhera um ríkisábyrgð á lánalínum fyrir Icelandair. Ábyrgðin feli í sér mikla áhættu fyrir ríkissjóð og skekki samkeppnisstöðu á flugmarkaði. Ellefu umsagnir hafa borist til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra til fjáraukalaga, þar sem gert er ráð fyrir ríkisábyrgð að verðmæti allt að 15 milljarða til Icelandair Group. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki gera athugasemdir við að veitt verði ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair Group en ekki einungis til flugfélagsins Icelandair. Því Icelandair Group eigi einnig dótturfélög í innanlandsflugi, vöruflutningum sem og ferðaskrifstofurekstri. Ferðavefurinn Túristi vekur athygli á að Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar sem styðja frumvarpið hafi breytt áliti sínu og bætt inn eftirfarandi fyrirvara: „Fjárlaganefnd ætti að skoða hvort rétt sé að ábyrgðinni fylgi þaðskilyrði að húnsé nýtt íflugrekstri einvörðungu, t.d.með lánveitingu til Icelandair ehf., ekki Icelandair Group." Í áliti flugfélagsins Play, sem enn hefur ekki hafið starfsemi, er tekið undir þetta og síðan gerðar alvarlegar athugasemdir við málið í heild sinni. Í umsögn félagsins sem Arnar Már Magnússon forstjóri félagsins skrifar undir er meðal annars bent á að gjaldið fyrir ríkisábyrgðina sé lægra en gert sé ráð fyrir í viðmiðunum Eftirlitsstofnunar EFTA og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Arnar Már Magnússon segir ríkið ætla að taka lægra gjald fyrir ríkisábyrgðina á lánum til Icelandair en viðmiðanir Eftirlitsstofnunar EFTA og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins geri ráð fyrir og það sem tíðkist á almennum markaði.Vísir/Vilhelm „Þetta gjald er hærra bæði á almennum markaði og hvernig það hefur tíðkast erlendis í gegnum þessi neyðarlán. Við teljum þetta gjald einfaldlega of lágt,” segir Arnar Már. Með því felist of mikill vilji stjórnvalda til ívilnunar. Almennt leggist Play gegn ríkisaðstoð við Icelandair. „Við teljum að flugmarkaðurinn eins og aðrir markaðir eigi að vera markaður án ríkisíhlutunar eða ívilnunar. Teljum að það eigi við um flugmarkaðinn sem og aðra markaði,” segir forstjóri Play. Kórónufaraldurinn hefur seinkað áformum Play um að hefja starfsemi en fari illa fyrir Icelandair flugfélaginu segir Arnar Már flugfélagið með allt tilbúið. „Hundrað prósent. Við höfum lagt gríðarlega mikla vinnu í uppbyggingu félagsins undanfarna mánuði og höfum þurft að fresta fyrsta flugi sökum covid. En við erum hundrað prósent tilbúin og getum stigið hratt inn. Með frábæran flota af nýjum Airbus flugvélum sem henta gríðarlega vel inn í leiðarkerfið. Eru hagkvæmar og sparsamar á sama tíma,” segir Arnar Már Magnússon.
Icelandair Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Play Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49 Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Sjá meira
Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29
Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49
Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53
Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14