Segja að það hafi verið svindlað í kosningunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. september 2020 19:00 Kosningastarfsfólk í Hvíta-Rússlandi segir að svindlað hafi verið í forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hundruð þúsunda hafa mótmælt Alexander Lúkasjenko forseta síðustu vikur. Mótmælin hófust áður en hinar opinberu niðurstöður lágu fyrir, en landskjörstjórn sagði Lúkasjenko hafa fengið um áttatíu prósent atkvæða og þannig náð endurkjöri. Mikill fjöldi landsmanna hefur neitað að viðurkenna niðurstöðurnar. Það hafa mótframbjóðendur Lúkasjenkos og Evrópusambandið ekki heldur gert. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan segir brögð í tafli í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenko hefur unnið allar forsetakosningar í sögu landsins og hefur verið sakaður um svindl í öllum utan þeirra fyrstu. Því þjálfaði stjórnarandstaðan þúsundir landsmanna í aðdraganda kosninganna til þess að fylgjast með framkvæmd þeirra. Þessir kosningastarfsmenn segjast nú hafa orðið vitni að svindli. „Ég kvað mér til hljóðs þegar ég sá yfirmann á kjörstað setja kjörseðla þar sem merkt var við aðra en Lúkasjenko í bunka með kjörseðlum þar sem merkt var við forsetann. Mér var sagt að róa mig niður, sagði Valería Artíkovskaja kosningastarfsmaður við AP. Alexander Komíts, eftirlitsmaður á vegum samtakanna Heiðarlegt fólk, sagði að vegna svindls vissi trúlega enginn, ekki einu sinni landskjörstjórn, hvernig kosningarnar fóru í raun og veru. Gögn sem samtökin hafa í fórum sýnum sýni þó fram á að kosningunum hafi verið hagrætt og að stjórnarandstæðingurinn Svíatlana Tsíkanúskaja hafi fengið mun fleiri atkvæði en segir í hinum opinberu niðurstöðum. Hvíta-Rússland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Kosningastarfsfólk í Hvíta-Rússlandi segir að svindlað hafi verið í forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hundruð þúsunda hafa mótmælt Alexander Lúkasjenko forseta síðustu vikur. Mótmælin hófust áður en hinar opinberu niðurstöður lágu fyrir, en landskjörstjórn sagði Lúkasjenko hafa fengið um áttatíu prósent atkvæða og þannig náð endurkjöri. Mikill fjöldi landsmanna hefur neitað að viðurkenna niðurstöðurnar. Það hafa mótframbjóðendur Lúkasjenkos og Evrópusambandið ekki heldur gert. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan segir brögð í tafli í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenko hefur unnið allar forsetakosningar í sögu landsins og hefur verið sakaður um svindl í öllum utan þeirra fyrstu. Því þjálfaði stjórnarandstaðan þúsundir landsmanna í aðdraganda kosninganna til þess að fylgjast með framkvæmd þeirra. Þessir kosningastarfsmenn segjast nú hafa orðið vitni að svindli. „Ég kvað mér til hljóðs þegar ég sá yfirmann á kjörstað setja kjörseðla þar sem merkt var við aðra en Lúkasjenko í bunka með kjörseðlum þar sem merkt var við forsetann. Mér var sagt að róa mig niður, sagði Valería Artíkovskaja kosningastarfsmaður við AP. Alexander Komíts, eftirlitsmaður á vegum samtakanna Heiðarlegt fólk, sagði að vegna svindls vissi trúlega enginn, ekki einu sinni landskjörstjórn, hvernig kosningarnar fóru í raun og veru. Gögn sem samtökin hafa í fórum sýnum sýni þó fram á að kosningunum hafi verið hagrætt og að stjórnarandstæðingurinn Svíatlana Tsíkanúskaja hafi fengið mun fleiri atkvæði en segir í hinum opinberu niðurstöðum.
Hvíta-Rússland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira