Hlær að „asnalegri“ umsögn Samtaka skattgreiðenda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2020 17:51 Sjálfur segist Smári ekki muna punktastöðu sína hjá Icelandair. Hún hafi nánast engin áhrif á líf hans. FoVísir/Hanna Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir umsögn Samtaka skattgreiðenda um frumvarp fjármálaráðherra um fjáraukalög fyrir árið 2020, þar sem meðal annars er fjallað um hvort veita eigi ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til Icelandair Group. Samtökin hafa óskað eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, þar á meðal vildarpunktastöðu sína hjá flugfélaginu, áður en þingið greiðir atkvæði um frumvarpið. „Hahaha, ég las einmitt þessa umsögn í morgun og hugsaði með mér að "samtök skattgreiðenda" gætu varla verið asnalegri. Gott og vel að þingmenn eigi að gefa upp hlutabréfaeign ─ en það er nú þegar þannig að þingmönnum er skylt að gefa upp slíkt í hagsmunaskrá ─ en að biðja um vildarpunktastöðu er svolítið eins og að vilja fá uppgefið hvort fólk eigi inni einhverja punkta hjá Te og Kaffi eða inneign hjá Elko,“ skrifar Smári í stuttri Facebook-færslu sem hann birti í dag, þar sem hann deilir frétt Vísis af umsögn samtakanna. Þá segir Smári að ef einhver þingmaður láti vildarpunktastöðu sína hjá Icelandair stýra afstöðu sinni til málsins, viti hann ekki alveg hvað hægt væri að segja um viðkomandi. „Ég get þó upplýst að ég á ekkert í Icelandair, er í vildarklúbbnum, en man ekki punktastöðuna mína, enda hefur hún haft nánast engin áhrif á líf mitt. Á einnig nokkra punkta hjá Te og Kaffi, 8 krónur eftir af Ferðagjöfinni minni (löng saga), og enga inneign hjá neinum verslunum svo ég muni,“ skrifar Smári í lok færslunnar, sem sjá má hér að neðan. Icelandair Píratar Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir umsögn Samtaka skattgreiðenda um frumvarp fjármálaráðherra um fjáraukalög fyrir árið 2020, þar sem meðal annars er fjallað um hvort veita eigi ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til Icelandair Group. Samtökin hafa óskað eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, þar á meðal vildarpunktastöðu sína hjá flugfélaginu, áður en þingið greiðir atkvæði um frumvarpið. „Hahaha, ég las einmitt þessa umsögn í morgun og hugsaði með mér að "samtök skattgreiðenda" gætu varla verið asnalegri. Gott og vel að þingmenn eigi að gefa upp hlutabréfaeign ─ en það er nú þegar þannig að þingmönnum er skylt að gefa upp slíkt í hagsmunaskrá ─ en að biðja um vildarpunktastöðu er svolítið eins og að vilja fá uppgefið hvort fólk eigi inni einhverja punkta hjá Te og Kaffi eða inneign hjá Elko,“ skrifar Smári í stuttri Facebook-færslu sem hann birti í dag, þar sem hann deilir frétt Vísis af umsögn samtakanna. Þá segir Smári að ef einhver þingmaður láti vildarpunktastöðu sína hjá Icelandair stýra afstöðu sinni til málsins, viti hann ekki alveg hvað hægt væri að segja um viðkomandi. „Ég get þó upplýst að ég á ekkert í Icelandair, er í vildarklúbbnum, en man ekki punktastöðuna mína, enda hefur hún haft nánast engin áhrif á líf mitt. Á einnig nokkra punkta hjá Te og Kaffi, 8 krónur eftir af Ferðagjöfinni minni (löng saga), og enga inneign hjá neinum verslunum svo ég muni,“ skrifar Smári í lok færslunnar, sem sjá má hér að neðan.
Icelandair Píratar Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira