Denver fullkomnaði endurkomuna með því að vinna oddaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2020 08:03 Nikola Jokic skoraði sigurkörfu Denver Nuggets gegn Utah Jazz. getty/Mike Ehrmann Denver Nuggets er komið í undanúrslit Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur á Utah Jazz í nótt, 80-78. Denver lenti 3-1 undir í einvíginu en vann síðustu þrjá leikina og tryggði sér sæti í undanúrslitum þar sem liðið mætir Los Angeles Clippers. Denver er aðeins tólfta liðið í sögu NBA og það fyrsta í fjögur ár sem kemst áfram þrátt fyrir að lenda 3-1 undir í einvígi. Nikola Jokic skoraði sigurkörfu Denver. Utah fékk tækifæri til að vinna leikinn í lokasókn sinni en skot Mikes Conley geigaði. The THRILLING FINISH to Game 7!@nuggets win the series 4-3 and advance to play the Clippers in the West semis! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/6AkuYn9EaV— NBA (@NBA) September 2, 2020 Jokic skoraði 30 stig og tók fjórtán fráköst. Eftir þrjá stórkostlega leiki í röð var Jamal Murray nokkuð rólegur í nótt og lét sautján stig duga. Donovan Mitchell, sem fór á kostum í einvíginu líkt og Murray, var stigahæstur í liði Utah með 22 stig. Rudy Gobert skoraði nítján stig og tók átján fráköst. Boston Celtics er komið í 2-0 í einvíginu gegn Toronto Raptors í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna, 99-102. Boston var mun sterkari í 4. leikhlutanum sem liðið vann, 32-21. Marcus Smart fór þá mikinn og skoraði sextán af nítján stigum sínum og setti niður fimm þriggja stiga skot. @smart_MS3 (19 PTS) goes for 16 PTS, 5 3PM in the 4th to put the @celtics up 2-0 on Toronto! #NBAPlayoffs Game 3: Thurs. (9/3) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/yKdszTlHdD— NBA (@NBA) September 2, 2020 Jayson Tatum var stigahæstur í liði Boston með 34 stig. Kemba Walker var einnig öflugur og skoraði ellefu af síðustu sextán stigum Boston. Tatum drops 34 @jaytatum0's #NBAPlayoffs career-high 34 PTS propel the @celtics to a 2-0 series lead! Game 3: Thurs. (9/3) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/WKwjKIaJhT— NBA (@NBA) September 2, 2020 Meistarar Toronto náðu tólf stiga forskoti í 3. leikhluta en glutruðu því niður í þeim fjórða. Liðið hefur tapað fimm af sex leikjum sínum gegn Boston á tímabilinu. OG Anuoby skoraði 20 stig fyrir Toronto og Fred VanVleet nítján. NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira
Denver Nuggets er komið í undanúrslit Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur á Utah Jazz í nótt, 80-78. Denver lenti 3-1 undir í einvíginu en vann síðustu þrjá leikina og tryggði sér sæti í undanúrslitum þar sem liðið mætir Los Angeles Clippers. Denver er aðeins tólfta liðið í sögu NBA og það fyrsta í fjögur ár sem kemst áfram þrátt fyrir að lenda 3-1 undir í einvígi. Nikola Jokic skoraði sigurkörfu Denver. Utah fékk tækifæri til að vinna leikinn í lokasókn sinni en skot Mikes Conley geigaði. The THRILLING FINISH to Game 7!@nuggets win the series 4-3 and advance to play the Clippers in the West semis! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/6AkuYn9EaV— NBA (@NBA) September 2, 2020 Jokic skoraði 30 stig og tók fjórtán fráköst. Eftir þrjá stórkostlega leiki í röð var Jamal Murray nokkuð rólegur í nótt og lét sautján stig duga. Donovan Mitchell, sem fór á kostum í einvíginu líkt og Murray, var stigahæstur í liði Utah með 22 stig. Rudy Gobert skoraði nítján stig og tók átján fráköst. Boston Celtics er komið í 2-0 í einvíginu gegn Toronto Raptors í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna, 99-102. Boston var mun sterkari í 4. leikhlutanum sem liðið vann, 32-21. Marcus Smart fór þá mikinn og skoraði sextán af nítján stigum sínum og setti niður fimm þriggja stiga skot. @smart_MS3 (19 PTS) goes for 16 PTS, 5 3PM in the 4th to put the @celtics up 2-0 on Toronto! #NBAPlayoffs Game 3: Thurs. (9/3) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/yKdszTlHdD— NBA (@NBA) September 2, 2020 Jayson Tatum var stigahæstur í liði Boston með 34 stig. Kemba Walker var einnig öflugur og skoraði ellefu af síðustu sextán stigum Boston. Tatum drops 34 @jaytatum0's #NBAPlayoffs career-high 34 PTS propel the @celtics to a 2-0 series lead! Game 3: Thurs. (9/3) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/WKwjKIaJhT— NBA (@NBA) September 2, 2020 Meistarar Toronto náðu tólf stiga forskoti í 3. leikhluta en glutruðu því niður í þeim fjórða. Liðið hefur tapað fimm af sex leikjum sínum gegn Boston á tímabilinu. OG Anuoby skoraði 20 stig fyrir Toronto og Fred VanVleet nítján.
NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira