Eiginkonan hjálpaði henni að slá WNBA-metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 12:00 Courtney Vandersloot er öflugur leikstjórnandi og spilar með Chicago Sky í WNBA-deildinni í körfubolta. Getty/Julio Aguilar Courtney Vandersloot setti nýtt stoðsendingamet í WNBA-deildinni í körfubolta í vikunni þegar hún gaf átján stoðsendingar í leik með Chicago Sky liðinu. Gamla metið yfir flestar stoðsendingar í einum leik var þegar Ticha Penicheiro gaf sextán stoðsendingar á sínum tíma. Penicheiro náði því reyndar tvisvar eða bæði 1998 og 2002. Metið var því orðið 22 ára gamalt. Metið féll í leik Chicago Sky á móti Indiana Fever sem endaði með 100-77 sigri Chicago Sky liðsins. Courtney Vandersloot, "Point God" and MVP candidate, broke the WNBA single-game assist record Monday night with a pass to her wife, Allie Quigleyhttps://t.co/JjJD4b431S pic.twitter.com/ZwiyyPpsES— NBC Sports Chicago (@NBCSChicago) September 1, 2020 Courtney Vandersloot jafnaði stoðsendingametið þegar 3:22 mínútur voru eftir af leiknum en það var við hæfi að eiginkonan hjálpaði henni að bæta það. Allie Quigley skoraði þá þriggja stiga körfu eftir stoðsendingu frá Courtney Vandersloot og stuttu síðar skoraði Allie aftur eftir stoðsendingu frá Courtney. Vandersloot var því komin með átján stoðsendingar í leiknum og nýtt glæsilegt WNBA-met. Courtney Vandersloot og Allie Quigley giftu sig í desember 2018 en þær hafa spilað lengi saman hjá Chicago Sky liðinu. Record. Broken. pic.twitter.com/eq85Fo5DMz— Chicago Sky (@chicagosky) September 1, 2020 „Þetta er mjög gaman. Ég hélt í alvörunni að það væri ekki hægt að slá þetta met. Liðsfélagarnir mínir voru að hitta úr skotunum sínum og þær voru jafnánægðar og ég,“ sagði Courtney Vandersloot eftir leikinn. Courtney Vandersloot endaði leikinn með 13 stig og 18 stoðsendingar en eiginkonan Allie Quigley var með 19 stig. Chicago Sky endaði líka tveggja leikja taphrinu með þessum sigri. „Þetta eru góð verðlaun fyrir leikmann sem er svo óeigingjörn. Hún nýtur þess að sjá liðsfélaga sína skora og að koma þeim í góð færi til að skora. Það er sérstakt að hafa slíkan leikmann í sínu liði og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut,“ sagði James Wade, þjálfari Chicago Sky liðsins. View this post on Instagram @allie14quigs wasn t gonna let wifey down for the assist record (via @chicagosky) A post shared by espnW (@espnw) on Aug 31, 2020 at 5:25pm PDT NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Courtney Vandersloot setti nýtt stoðsendingamet í WNBA-deildinni í körfubolta í vikunni þegar hún gaf átján stoðsendingar í leik með Chicago Sky liðinu. Gamla metið yfir flestar stoðsendingar í einum leik var þegar Ticha Penicheiro gaf sextán stoðsendingar á sínum tíma. Penicheiro náði því reyndar tvisvar eða bæði 1998 og 2002. Metið var því orðið 22 ára gamalt. Metið féll í leik Chicago Sky á móti Indiana Fever sem endaði með 100-77 sigri Chicago Sky liðsins. Courtney Vandersloot, "Point God" and MVP candidate, broke the WNBA single-game assist record Monday night with a pass to her wife, Allie Quigleyhttps://t.co/JjJD4b431S pic.twitter.com/ZwiyyPpsES— NBC Sports Chicago (@NBCSChicago) September 1, 2020 Courtney Vandersloot jafnaði stoðsendingametið þegar 3:22 mínútur voru eftir af leiknum en það var við hæfi að eiginkonan hjálpaði henni að bæta það. Allie Quigley skoraði þá þriggja stiga körfu eftir stoðsendingu frá Courtney Vandersloot og stuttu síðar skoraði Allie aftur eftir stoðsendingu frá Courtney. Vandersloot var því komin með átján stoðsendingar í leiknum og nýtt glæsilegt WNBA-met. Courtney Vandersloot og Allie Quigley giftu sig í desember 2018 en þær hafa spilað lengi saman hjá Chicago Sky liðinu. Record. Broken. pic.twitter.com/eq85Fo5DMz— Chicago Sky (@chicagosky) September 1, 2020 „Þetta er mjög gaman. Ég hélt í alvörunni að það væri ekki hægt að slá þetta met. Liðsfélagarnir mínir voru að hitta úr skotunum sínum og þær voru jafnánægðar og ég,“ sagði Courtney Vandersloot eftir leikinn. Courtney Vandersloot endaði leikinn með 13 stig og 18 stoðsendingar en eiginkonan Allie Quigley var með 19 stig. Chicago Sky endaði líka tveggja leikja taphrinu með þessum sigri. „Þetta eru góð verðlaun fyrir leikmann sem er svo óeigingjörn. Hún nýtur þess að sjá liðsfélaga sína skora og að koma þeim í góð færi til að skora. Það er sérstakt að hafa slíkan leikmann í sínu liði og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut,“ sagði James Wade, þjálfari Chicago Sky liðsins. View this post on Instagram @allie14quigs wasn t gonna let wifey down for the assist record (via @chicagosky) A post shared by espnW (@espnw) on Aug 31, 2020 at 5:25pm PDT
NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira