Erlent

Krefst þess að lög­reglu­mennirnir verði sóttir til saka

Atli Ísleifsson skrifar
Joe Biden á kosningafundi í Wilmington í Delaware í gær.
Joe Biden á kosningafundi í Wilmington í Delaware í gær. Getty

Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka.

Þetta sagði Biden í heimaríki sínu Delaware en tiltók ekki hvaða ákæru hann krefðist yfir mönnunum en atburðirnir hafa verið sem olía á eld þeirra mótmæla sem verið hafa víða í Bandaríkjunum síðustu mánuði, og hófust eftir dauða George Floyd.

Biden er síðan á leiðinni til borgarinnar Kenosha, þar sem Jacob Blake var skotinn á dögunum og miklar óeirðir hafa geisað.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sótti borgina einnig heim á dögunum. Kenosha er í Wisconsin-ríki sem Hillary Clinton lagði litla áherslu á í sinni kosningabaráttu sem átti þátt í að Trump stóð uppi sem sigurvegari þar þvert á allar spár.

Wisconsin er nú eitt þeirra ríkja sem þeir Biden og Trump berjast hvað harðast um.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×