Brasilíumenn ætla að borga konunum jafnmikið og karlarnir fá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 12:00 Marta hefur öðrum fremur komið brasilískum kvennafótbolta á kortið. Hún skoraði 108 mörk fyrir landsliðið var sex sinnum kosin besta knattspyrnukona heims og markahæsti leikmaður á HM kvenna frá upphafi. Getty/Rico Brouwer Brasilíska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að hér eftir munu landsliðsleikmenn fá jafnmikið borgað hvort sem þeir spili fyrir karla- eða kvennalandslið Brasilíu. Þetta þýðir að leikmenn landsliðanna fá sömu dagpeninga og sömu árangurstengdar greiðslur fyrir góðan frammistöðu liðanna tveggja í stórmótum. Rogerio Caboclo, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins, CBF, sagði að þessi breyting hefði verið ákveðin í mars síðastliðnum. „Frá því í mars á þessu ár þá hefur CBF jafnað út verðlaunafé og dagpeninga í karla- og kvennafótbolta,“ sagði Rogerio Caboclo. Brazilian Football Confederation president, Rogerio Caboclo announced today that the men's and women's national teams will be paid equally. pic.twitter.com/DHUGvJEHCT— SportsCenter (@SportsCenter) September 2, 2020 „Leikmenn liðanna fá því jafnmikið frá okkur þegar þeir eru kallaðir inn í landsliðsverkefnin,“ sagði Caboclo. Bónusgreiðslurnar snúast að árangri liðsins á heimsmeistaramótum og á Ólympíuleikum. „Það er enginn munur á kynunum lengur og CBF mun koma fram við karla og konur á sama hátt,“ sagði Rogerio Caboclo. Brasilíska kvennalandsliðið hefur ekki spilað síðan í mars en þá var öllum leikjum frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Brasilíska karlalandsliðið hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari (síðast 2002), níu sinnum Suðurameríkumeistari (síðast 2019) og einu sinni Ólympíumeistari (2016). This is Marta's legacy (and far from her only one).Now, @FA, time to follow suit.https://t.co/IhfyzRiYrO— Dan Levene (@danlevene) September 2, 2020 Brasilíska kvennalandsliðið hefur best náð öðru sæti á heimsmeistaramóti (2007) og á Ólympíuleikum (2004 og 2008) en liðið hefur sjö sinnum orðið Suðurameríkumeistari (síðast 2018). Ísland, Ástralía, Noregur og Nýja-Sjáland eru meðal þeirra þjóða sem borga landsliðskonum sínum jafnmikið og körlunum. Breytingin á þessu varð á Íslandi í ársbyrjun 2018. Stjórn KSÍ ákvað þá að jafna árangurstengdar greiðslur leikmanna A-landsliða karla og kvenna í undankeppnum stórmóta. Dagpeningagreiðslurnar höfðu þá verið jafnar hjá A-landsliðum karla og kvenna í áraraðir en síðan í janúar 2018 hafa árangurstengdar greiðslur einnig verið þær sömu. Fótbolti Brasilía Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Brasilíska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að hér eftir munu landsliðsleikmenn fá jafnmikið borgað hvort sem þeir spili fyrir karla- eða kvennalandslið Brasilíu. Þetta þýðir að leikmenn landsliðanna fá sömu dagpeninga og sömu árangurstengdar greiðslur fyrir góðan frammistöðu liðanna tveggja í stórmótum. Rogerio Caboclo, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins, CBF, sagði að þessi breyting hefði verið ákveðin í mars síðastliðnum. „Frá því í mars á þessu ár þá hefur CBF jafnað út verðlaunafé og dagpeninga í karla- og kvennafótbolta,“ sagði Rogerio Caboclo. Brazilian Football Confederation president, Rogerio Caboclo announced today that the men's and women's national teams will be paid equally. pic.twitter.com/DHUGvJEHCT— SportsCenter (@SportsCenter) September 2, 2020 „Leikmenn liðanna fá því jafnmikið frá okkur þegar þeir eru kallaðir inn í landsliðsverkefnin,“ sagði Caboclo. Bónusgreiðslurnar snúast að árangri liðsins á heimsmeistaramótum og á Ólympíuleikum. „Það er enginn munur á kynunum lengur og CBF mun koma fram við karla og konur á sama hátt,“ sagði Rogerio Caboclo. Brasilíska kvennalandsliðið hefur ekki spilað síðan í mars en þá var öllum leikjum frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Brasilíska karlalandsliðið hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari (síðast 2002), níu sinnum Suðurameríkumeistari (síðast 2019) og einu sinni Ólympíumeistari (2016). This is Marta's legacy (and far from her only one).Now, @FA, time to follow suit.https://t.co/IhfyzRiYrO— Dan Levene (@danlevene) September 2, 2020 Brasilíska kvennalandsliðið hefur best náð öðru sæti á heimsmeistaramóti (2007) og á Ólympíuleikum (2004 og 2008) en liðið hefur sjö sinnum orðið Suðurameríkumeistari (síðast 2018). Ísland, Ástralía, Noregur og Nýja-Sjáland eru meðal þeirra þjóða sem borga landsliðskonum sínum jafnmikið og körlunum. Breytingin á þessu varð á Íslandi í ársbyrjun 2018. Stjórn KSÍ ákvað þá að jafna árangurstengdar greiðslur leikmanna A-landsliða karla og kvenna í undankeppnum stórmóta. Dagpeningagreiðslurnar höfðu þá verið jafnar hjá A-landsliðum karla og kvenna í áraraðir en síðan í janúar 2018 hafa árangurstengdar greiðslur einnig verið þær sömu.
Fótbolti Brasilía Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira