Kveikur seldur til Danmerkur fyrir tugi milljóna króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2020 10:58 Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum sumarið 2018 þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann. Jens Einarsson Stjarna Landsmótsins 2018, verðlaunahesturinn Kveikur frá Stangarlæk 1, hefur verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Eigendurnir segjast munu sakna hans en ákvörðunin hafi verið tekin eftir að Landsmótinu á Hellu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Afkvæmi Kveiks eru á annað hundrað og segja eigendurnir sín ellefu bera mikinn keim af föður sínum. Eiðfaxi greinir frá sölunni sem fullyrða má að sé metsala á íslenskum stóðhesti til útlanda. Ragna Björnsdóttir og Birgir Leó Ólafsson, eigendur Kveiks, vilja ekki tjá sig um kaupverðið. Þau segja erfitt að sjá á eftir Kveiki. Kveikur skaust upp á stjörnuhimininn á Landsmóti hestamanna í Reykjavík sumarið 2018. Þar hlaut hann meðal annars tíu í einkunn fyrir tölt og vilja og geðslag. Á vef Eiðfaxa segir að samspil hans og knapans, Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur, verði lengi í minnum haft. Eigendurnir segja að landsmótið í sumar hafi átt að vera síðasta mót Kveiks. Viðræður um sölu fóru í gang að loknu Reykjavíkurmeistaramótinu í byrjun júlí. Það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að selja. Kveikur var taminn hjá Reyni Erni Pálmasyni á Margrétarhofi. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ sagði Aðalheiður Anna knapi í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson sumarið 2018. Þá var Kveikur hafður í sæðingum, í stað þess að eltast við merar úti í móa, og eftirspurn mikil eftir frammistöðuna á landsmótinu. Folatollurinn hljóðaði upp á 250 þúsund krónur og var reiknað með því að það yrði notað á um hundrað merar það sumar. Pantað hafði verið sæði í hundrað merar til viðbótar sumarið 2019. Að neðan má sjá frétt Magnúsar Hlyns þar sem rætt var við eigendurna og knapann. Hestar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Stjarna Landsmótsins 2018, verðlaunahesturinn Kveikur frá Stangarlæk 1, hefur verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Eigendurnir segjast munu sakna hans en ákvörðunin hafi verið tekin eftir að Landsmótinu á Hellu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Afkvæmi Kveiks eru á annað hundrað og segja eigendurnir sín ellefu bera mikinn keim af föður sínum. Eiðfaxi greinir frá sölunni sem fullyrða má að sé metsala á íslenskum stóðhesti til útlanda. Ragna Björnsdóttir og Birgir Leó Ólafsson, eigendur Kveiks, vilja ekki tjá sig um kaupverðið. Þau segja erfitt að sjá á eftir Kveiki. Kveikur skaust upp á stjörnuhimininn á Landsmóti hestamanna í Reykjavík sumarið 2018. Þar hlaut hann meðal annars tíu í einkunn fyrir tölt og vilja og geðslag. Á vef Eiðfaxa segir að samspil hans og knapans, Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur, verði lengi í minnum haft. Eigendurnir segja að landsmótið í sumar hafi átt að vera síðasta mót Kveiks. Viðræður um sölu fóru í gang að loknu Reykjavíkurmeistaramótinu í byrjun júlí. Það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að selja. Kveikur var taminn hjá Reyni Erni Pálmasyni á Margrétarhofi. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ sagði Aðalheiður Anna knapi í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson sumarið 2018. Þá var Kveikur hafður í sæðingum, í stað þess að eltast við merar úti í móa, og eftirspurn mikil eftir frammistöðuna á landsmótinu. Folatollurinn hljóðaði upp á 250 þúsund krónur og var reiknað með því að það yrði notað á um hundrað merar það sumar. Pantað hafði verið sæði í hundrað merar til viðbótar sumarið 2019. Að neðan má sjá frétt Magnúsar Hlyns þar sem rætt var við eigendurna og knapann.
Hestar Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent