Meiriháttar áfall að missa vin í sprengingu á Grundartanga Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2020 07:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ræddi ítarlega við Snæbjörn. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var yngsti kvenráðherrann frá upphafi þegar hún var skipuð í embætti árið 2017 en það met hefur síðan verið slegið. Hún er markmiðadrifin án þess að vita nákvæmlega hver markmiðin eru, skorinort og óhrædd. Hún er í hópi þess fólks sem sækist eftir því að stýra mikilvægu málunum án þess að vilja flækja málið og flæma venjulega fólkið eins mig sjálfan frá öllu saman. Þórdís ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk. Þættirnir birtast á veitum Hljóðkirkjunnar og býður upp á fjóra þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Í þættinum ræddi hún meðal annars um þegar fyrrverandi kærasti hennar lést í vinnuslysi stuttu eftir að þau hættu saman árið 2010. Snæbjörn og Þórdís ræddu saman í vel yfir einn og hálfan tíma. „Ég var með Óskari í þrjú ár og við hættum síðan saman alveg í góðu. Við bjuggum saman í smá stund eftir að við hættum saman og þetta var allt saman smá skrýtið. Síðan í lok júní 2010 lenti hann í slysi, sprengingu sem varð upp á Grundatanga og hann dó. Eina banaslysið sem hefur orðið í öll þessi ár á því svæði,“ segir Þórdís. „Við vorum hætt saman og ég var svona búin að kveðja hann, eða ég vissi að ég yrði ekki fullorðin með honum en ég var vitaskuld ekki búin að kveðja hann þannig að hann mætti bara deyja. Ef maður telur upp nokkur atriði í lífi manns sem hafði meiriháttar áhrif á mann þá er það þetta.“ Strax gripið inn í Hún segist hafa upplifað einkennilegar hugsanir á sínum tíma að hún hefði mögulega getað komið í veg fyrir slysið. „Ég sagði upphátt að mér liði svona að það var strax gripið í það. Þegar fólk upplifir svona þá er gríðarlega mikilvægt að fá hjálp. Það var meira segja mamma hans Óskar sem kom þessu áfram að ég væri ekki með sanngjarnar hugsanir gagnvart þessu. Ég fór til áfallateymis á sjúkrahúsinu á Akranesi sem hjálpaði mikið. Ég man ég hugsaði eftir nokkra sólahringa að ég væri svo ung að ég ætlaði ekki að verða reið út í lífið.“ Þórdís segir að fyrst og fremst hafi hún hugsað út í hversu ósanngjarnt þetta væri. „Ég fann svo til með dóttur hans. Mér fannst svo ósanngjarnt að hún skildi missa svona yndislegan föður sem átti að vera til staðar fyrir hana. Ég fann svo til með foreldrum hans en enginn á að þola það að missa barnið sitt.“ Á sjúkrahúsi í sex vikur Ráðherra opnaði sig einnig um þann tíma þegar dóttir hennar veiktist af kíghósta aðeins sex vikna gömul og varð að vera á sjúkrahúsi í sex vikur í kjölfarið. „Hún varð alveg töluvert veik og hún var alveg á sjúkrahúsinu í 42 daga. Ég var almennt hjá henni á daginn og maðurinn minn á nóttinni. Hún þurfti aldrei að fara í öndunarvél en þurfti alveg súrefni í hverju kasti. Hún fór alveg upp í fimmtíu köst á sólahring þar sem súrefnismettuninn fór mikið niður og hún varð blá í framan. Þetta var hræðilegur tími og mér fannst þetta mjög erfitt og ég grenjaði bara endalaust. Í svona einn og hálfan tíma hélt ég raunverulega að hún gæti dáið.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni þar sem Þórdís ræðir um feril sinn í stjórnmálum og margt fleira. Hvalfjarðarsveit Akranes Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var yngsti kvenráðherrann frá upphafi þegar hún var skipuð í embætti árið 2017 en það met hefur síðan verið slegið. Hún er markmiðadrifin án þess að vita nákvæmlega hver markmiðin eru, skorinort og óhrædd. Hún er í hópi þess fólks sem sækist eftir því að stýra mikilvægu málunum án þess að vilja flækja málið og flæma venjulega fólkið eins mig sjálfan frá öllu saman. Þórdís ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpsþættinum Snæbjörn talar við fólk. Þættirnir birtast á veitum Hljóðkirkjunnar og býður upp á fjóra þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum. Í þættinum ræddi hún meðal annars um þegar fyrrverandi kærasti hennar lést í vinnuslysi stuttu eftir að þau hættu saman árið 2010. Snæbjörn og Þórdís ræddu saman í vel yfir einn og hálfan tíma. „Ég var með Óskari í þrjú ár og við hættum síðan saman alveg í góðu. Við bjuggum saman í smá stund eftir að við hættum saman og þetta var allt saman smá skrýtið. Síðan í lok júní 2010 lenti hann í slysi, sprengingu sem varð upp á Grundatanga og hann dó. Eina banaslysið sem hefur orðið í öll þessi ár á því svæði,“ segir Þórdís. „Við vorum hætt saman og ég var svona búin að kveðja hann, eða ég vissi að ég yrði ekki fullorðin með honum en ég var vitaskuld ekki búin að kveðja hann þannig að hann mætti bara deyja. Ef maður telur upp nokkur atriði í lífi manns sem hafði meiriháttar áhrif á mann þá er það þetta.“ Strax gripið inn í Hún segist hafa upplifað einkennilegar hugsanir á sínum tíma að hún hefði mögulega getað komið í veg fyrir slysið. „Ég sagði upphátt að mér liði svona að það var strax gripið í það. Þegar fólk upplifir svona þá er gríðarlega mikilvægt að fá hjálp. Það var meira segja mamma hans Óskar sem kom þessu áfram að ég væri ekki með sanngjarnar hugsanir gagnvart þessu. Ég fór til áfallateymis á sjúkrahúsinu á Akranesi sem hjálpaði mikið. Ég man ég hugsaði eftir nokkra sólahringa að ég væri svo ung að ég ætlaði ekki að verða reið út í lífið.“ Þórdís segir að fyrst og fremst hafi hún hugsað út í hversu ósanngjarnt þetta væri. „Ég fann svo til með dóttur hans. Mér fannst svo ósanngjarnt að hún skildi missa svona yndislegan föður sem átti að vera til staðar fyrir hana. Ég fann svo til með foreldrum hans en enginn á að þola það að missa barnið sitt.“ Á sjúkrahúsi í sex vikur Ráðherra opnaði sig einnig um þann tíma þegar dóttir hennar veiktist af kíghósta aðeins sex vikna gömul og varð að vera á sjúkrahúsi í sex vikur í kjölfarið. „Hún varð alveg töluvert veik og hún var alveg á sjúkrahúsinu í 42 daga. Ég var almennt hjá henni á daginn og maðurinn minn á nóttinni. Hún þurfti aldrei að fara í öndunarvél en þurfti alveg súrefni í hverju kasti. Hún fór alveg upp í fimmtíu köst á sólahring þar sem súrefnismettuninn fór mikið niður og hún varð blá í framan. Þetta var hræðilegur tími og mér fannst þetta mjög erfitt og ég grenjaði bara endalaust. Í svona einn og hálfan tíma hélt ég raunverulega að hún gæti dáið.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni þar sem Þórdís ræðir um feril sinn í stjórnmálum og margt fleira.
Hvalfjarðarsveit Akranes Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira