Facebook ætlar að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 15:55 Facebook er að grípa til aðgerða sem ætlað er að koma í veg fyrir misnotkun samfélagsmiðilsins. AP/Jeff Chiu Facebook mun hætta að birta nýjar pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þar að auki er verið að undirbúa sérstakar merkingar fyrir færslur þar sem stjórnmálamenn eða framboð reyna að eigna sér sigur áður en niðurstöður liggja fyrir. Þessar aðgerðir mun taka gildi um það bil viku fyrir kosningarnar sem fara fram þann 3. nóvember. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, segir að aðgerðir þessar muni ná yfir Donald Trump, forseta. Í færslu á Facebook segir Zuckerberg að hann hafi áhyggjur af því að fólk muni geta kosið á öruggan hátt vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og sömuleiðis hefði hann áhyggjur af deilum í Bandaríkjunum. Að því að mjög auknar líkur væru á illdeilum manna á milli vegna kosninganna. „Þessar kosningar verða ekki hefðbundnar. Við berum öll ábyrgð á því að standa vörð um lýðræðið,“ skrifaði Zuckerberg. Hann tilkynnti verkefni fyrirtækis hans sem snúa að því að auðvelda fólki að kjósa og berjast gegn rangfærslum og lygum í aðdraganda kosninganna. Þær aðgerðir tækju mið af því sem Facebook hefði lært frá síðustu kosningum. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að koma í veg fyrir birtingu færsla sem miða að því að fá fólk til að sleppa því að kjósa. The US elections are just two months away, and with Covid-19 affecting communities across the country, I'm concerned...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 3 September 2020 Facebook hefur verið gróðrarstía rangfærsla og lyga um komandi kosningar og var sömuleiðis notað af Rússum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu reyndu nýveriðo að leika sama leik og fyrir kosningarnar 2016 á bæði Facebook og Twitter. Í samvinnu við Alríkislögreglu Bandaríkjanna var reikningum þessara aðila eytt af samfélagsmiðlunum. Embættismenn í Bandaríkjunum óttast að verið sé að nota samfélagsmiðla til að ýta undir deilur í landinu með því að dreifa samræsikenningum og lygum. Starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar gengu svo langt að þessu sinni að mynda nýjan fjölmiðil og ráða alvöru fólk til að skrifa á hann. Ritstjórar miðilsins og forsvarsmenn voru þó tilbúnar manneskjur með myndum sem voru gerðar af gervigreind. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Facebook Tengdar fréttir Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. 6. ágúst 2020 07:33 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Facebook mun hætta að birta nýjar pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þar að auki er verið að undirbúa sérstakar merkingar fyrir færslur þar sem stjórnmálamenn eða framboð reyna að eigna sér sigur áður en niðurstöður liggja fyrir. Þessar aðgerðir mun taka gildi um það bil viku fyrir kosningarnar sem fara fram þann 3. nóvember. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, segir að aðgerðir þessar muni ná yfir Donald Trump, forseta. Í færslu á Facebook segir Zuckerberg að hann hafi áhyggjur af því að fólk muni geta kosið á öruggan hátt vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og sömuleiðis hefði hann áhyggjur af deilum í Bandaríkjunum. Að því að mjög auknar líkur væru á illdeilum manna á milli vegna kosninganna. „Þessar kosningar verða ekki hefðbundnar. Við berum öll ábyrgð á því að standa vörð um lýðræðið,“ skrifaði Zuckerberg. Hann tilkynnti verkefni fyrirtækis hans sem snúa að því að auðvelda fólki að kjósa og berjast gegn rangfærslum og lygum í aðdraganda kosninganna. Þær aðgerðir tækju mið af því sem Facebook hefði lært frá síðustu kosningum. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að koma í veg fyrir birtingu færsla sem miða að því að fá fólk til að sleppa því að kjósa. The US elections are just two months away, and with Covid-19 affecting communities across the country, I'm concerned...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 3 September 2020 Facebook hefur verið gróðrarstía rangfærsla og lyga um komandi kosningar og var sömuleiðis notað af Rússum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu reyndu nýveriðo að leika sama leik og fyrir kosningarnar 2016 á bæði Facebook og Twitter. Í samvinnu við Alríkislögreglu Bandaríkjanna var reikningum þessara aðila eytt af samfélagsmiðlunum. Embættismenn í Bandaríkjunum óttast að verið sé að nota samfélagsmiðla til að ýta undir deilur í landinu með því að dreifa samræsikenningum og lygum. Starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar gengu svo langt að þessu sinni að mynda nýjan fjölmiðil og ráða alvöru fólk til að skrifa á hann. Ritstjórar miðilsins og forsvarsmenn voru þó tilbúnar manneskjur með myndum sem voru gerðar af gervigreind.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Facebook Tengdar fréttir Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. 6. ágúst 2020 07:33 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26
Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. 6. ágúst 2020 07:33